jako

Fréttir
6.5.2016

Hreinsunardagur ÍR

ÍR-ingar ætlar að taka þátt í hreinsunarátak Reykjavíkurborgar. 

Við hvetjum sem flesta ÍR-ingar að koma og hjálpa til við að hreinsa allt sýnilegt rusl í næsta nágrenni við ÍR mánudaginn 9. maí næstkomandi kl. 17:00.   

 

Meðlimir körfuknattleiksdeild ÍR stjórna hreinsunaraðgerðum.  Þeir ætla að fjölmenna og hreinsa rusl á tveimur svæðum þ.e. í dalnum fyrir ofan ÍR svæðið frá Skógaseli í vestri að Seljaskóla í austri og á svæðinu við Árskóga.

Hreinsunin er unnin í samráði við Reykjavíkurborg og er liður í að ljúka trjámálinu milli ÍR og borgarinnar.

Aðalstjórn ÍR

23.3.2016

Aðalfundur Skíðadeildar ÍR

AA 2011 Sigr DröfnAðalfundur Skíðadeildar ÍR verður haldinn miðvikudaginn 30.mars nk. kl.19:00 í skála félagsins í Bláfjöllum. (Ef lokað verður í fjallinu verður fundurinn haldinn í ÍR-heimilinu Skógarseli 12)

Dagskrá:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins.
3. Rekstrar- og efnahagsreikningar fyrir árið 2015.
4. Starfs- og fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár.
5. Kosning formanns. 6. Kosning annarra stjórnarmanna.
7. Kosning fulltrúa og varafulltrúa á aðalfund félagsins.
8. Æfingargjöld ákveðin.
9. Önnur mál.

21.3.2016

Unglingameistaramót 2016

Nú í dag lauk Unglingameistaramóti Íslands 2016 á Akureyri. Vigdís Sveinbjörnsdóttir stóð sig frábærlega og varð unglingameistari í stórsvigi og alpatvíkeppni 15 ára stúlkna.

VigdisUMI

Úrslit mótsins má finna hér.

1.2.2016

Kjör íþróttafólks ÍR 2015

Á föstudaginn var íþróttafólk ÍR heiðrað á verðlaunahátíð félagsins. Aníta Hinriksdóttir úr frjálsum var kjörin íþróttakona ÍR og Hafþór Harðarson úr keilunni  íþróttakarl ÍR.

Skíðadeildin tilnefndi þau Helgu Maríu Vilhjálmsdóttir og Kristinn Loga Auðunsson.

Hér eru umsagnir frá deildinni um þau.

Helga_kristinnHelga María Vilhjálmsdóttir , skíðakona ÍR 2015

Helga María hefur verið ein besta skíðakona landsins undanfarin ár. Síðastliðin vetur keppti hún á yfir 30 alþjóðlegum mótum viðsvegar um heiminn. Stærstu áskoranir vetrarins voru heimsmeistaramótið í Vail í USA. Helga keppti þar bæði í svig og stór svigi og kláraði bæði mótin. Einnig náði hún 2. sæti á Íslandsmeistaramótinu bæði í svigi og stórsvigi en þar var hún ríkjandi Íslandsmeistari. Segja má að besti árangur vetrarins hafi komið í lok vetrar þegar hún náði 2. sæti á norska unglingameistaramótinu og gerði sína bestu punka í stórsvigi. Bæti hún stöðu sína í flestum greinum á heimslista. Helga María er í A landsliði Íslands á skíðum. 

Kristinn Logi Auðunsson Skíðakarl ÍR 2015

Kristinn Logi var valinn í landsliðshóp fyrir HM unglinga og keppti þar ásamt fjöld móta erlendis. Kristinn er borinn og barnfæddur ÍR-ingur og hefur æft skíði frá unga aldri, áhugi hans hefur vaxið jafnt og þétt og bankar hann nú á landsliðsdyr skíðasambandsins. Kristinn er að búinn að bæta stöðu sína á heimslista umtalsvert á milli ára. 

Við þetta tækifæri var Helgu Maríu veitt Ólympíumerki ÍR og styrkur frá Orkusýn ehf.

30.1.2016

RIG - Reykjavík International games

Flottur dagur í Bláfjöllum í dag. Þökkum þeim sem sáu sér fært að vinna við mótið kærlega fyrir aðstoðina en hópurinn hefði alveg mátt vera stærri. Á morgun er svo stórsvig í Skálafelli og væri gott að fá sem flesta til starfa með okkur. Samkvæmt dagskrá á brautarskoðun að hefjast klukkan 10:00 þannig að starfsfólk þarf að vera komið í fjallið fyrir 9:00. Ef einhverjar breytingar verða á dagskrá kemur það inn á síðuna strax í fyrramálið.

Úrslit frá deginum í dag eru að finna hér heimasíðu FIS en einnig er hægt að fylgjast með mótinu á morgun á síðunni.

 

29.1.2016

ATH - Breytt dagskrá á RIG

Athugið að búið er að breyta dagskrá mótsins þannig að dagskrá sunnudagsins er á morgun laugardag og sunnudagsdagskrá á morgun laugardag.

 

Annað óbreytt.

29.1.2016

Verðlaunahátíð ÍR

Í kvöld föstudagskvöld 29. janúar kl. 20:00 verður árleg verðlaunahátíð ÍR haldin í ÍR-heimilinu.  Á hátíðinni verða heiðraðir bestu íþróttamenn allra deilda félagsins í karla og kvennaflokki árið 2015.  Úr þeim hópi hefur aðalstjórn félagsins valið íþróttakonu og íþróttakarl ÍR fyrir árið 2015 sem verða heiðruð við sama tækifæri.  Það verður því fjöldi afreksmanna ÍR sem fá verðskuldaðar viðurkenningar á hátíðinni fyrir frábæran árangur í íþróttasviðinu árið 2015. 

Allir ÍR-ingar velkomnir á hátíðina. 

20.1.2016

Mótaskrá SKRR 2016

Búið er að setja inn nýja uppfærða útgáfu af mótaskrá SKRR fyrir veturinn undir mót hér á síðunni

16.1.2016

Reykjavíkurmeistaramóti - FRESTAÐ

Verðum því miður að fresta mótinu vegna veðurs og aðstæðna. Það rignir og bakkinn er mjúkur. Ný dagsetning verður tilkynnt síðar.