jako

n1_logo_grunni

Fréttir
17.8.2015

Hauststarf skíðadeildarinnar

Hauststarf skíðadeildarinnar er nú að hefjast.

16 ára og eldri byrjuðu á þrekæfingum í júlí en þau æfa undir stjórn Egils Inga Jónssonar með Skíðaliði Reykjavíkur og Breiðabliks.  

Þrekæfingar fyrir 12 – 15 ára eru þegar hafnar í samstarfi við skíðadeildir Víkings og Ármanns. Það eru þau Jóhanna Hlín Auðunsdóttir, ÍR og Tryggvi Þór Einarsson, Ármanni sem sjá um þær æfingar.

Þrekæfingar fyrir yngri hópana hefjast fljótlega og birtum við æfingatöflu á heimasíðu ÍR og Facebook síðu og hópum deildarinnar um leið og þær verða klárar.

Nýjir iðkendur velkomnir í alla hópa.

 

Æfingatafla fyrir 12 – 15 ára:

Áætlunin er svona og gildir hún út septembermánuð með fyrirvara um breytingar:
Mánudagar: 18-19:30 Nauthólsvík
Þriðjudagar: 18-19:30 Laugardalur 
Fimmtudagar:18-19:30 Laugardalur/Frjálsíþróttavöllur ÍR (nema annað verði tekið fram)
Frá og með 1.sept verða líka æfingar á laugardögum kl 10-12 og munum við tilkynna hvar þær verða í vikunni áður.

Tryggvi og Jóhanna

17.6.2015

Árleg Jónsmessuútilega Skíðadeildar ÍR

Árleg Jónsmessuútilega skíðadeildarinnar verður að Görðum í Staðarsveit (Langaholti) um helgina. Þaðan er stutt á Jökulinn ef einhverjir vilja skella sér á skíði, í sund á Lýsuhóli, golfvöllur á tjaldstæðinu og frábær fjara. Einnig upplagt fyrir þá sem ætla að taka þátt í Jökulmílunni (hjólamót) sem verður um helgina. Hlökkum til að sjá sem flesta bæði nýja og gamla félaga en veðurspáin fyrir helgina er bara með besta móti.

20.5.2015

Opið fyrir umsóknir í Magnúsarsjóð

IR_logoÁrleg úthlutun úr Magnúsarsjóði, menntunar- og afrekssjóði ÍR fer fram í byrjun júní. Opið er fyrir umsóknir til og með 27. maí og skal þeim skilað til Þráins Hafsteinssonar íþróttastjóra ÍR á skrifstofu félagsins. Áhugasömum umsækjendum er bent á að fylla út sérstakt umsóknareyðublað sjóðsins sem má nálgast á heimasíðu félagsins: http://www.ir.is/media/PDF/Magnusarsjodur_Umsoknareydublad.pdf

Nánar um markmið sjóðsins með því smella HÉR.

1.5.2015

Innanfélagsmót ÍR

Í dag 1. maí ætlum við að skella í eitt innanfélagsmót sem haldið verður í samstarfi við skíðadeild Víkings sem Innanfèlagsmót Hengillis. Við ætlum að byrja kl 13.00. 
Keppt verður í svigi og stórsvigi.
Ætlum að grilla á eftir

29.4.2015

Fyrirfram pantanir á skíðum fyrir veturinn 2015 - 2016

Það er ekki seinna vænna en að fara að huga að skíðakaupum fyrir næsta vetur. Útilíf, Íslensku Alparnir, Fjallakofinn og Everest hafa sent okkur pöntunarblöð og verðskrá fyrir næsta vetur en flestar skíðavöruverslanir bjóða mjög góð kjör ef gengið er frá pöntunum núna í vor.

Vörulisti yfir Atomic skíði og skó frá Íslensku Ölpunum og pöntunarblað

Vörulisti yfir Rosignol skíði og skó frá Útilífi og pöntunarblað

Vörulisti fyrir Völkl, Marker og Dalbello frá fjallakofanum og pöntunarblað 

Pöntunarblöð frá Everest Head Keppnisskíði, Fjallaskíði og aðrar vörur

28.4.2015

Aðalfundur Íþróttafélags Reykjavíkur

Aðalfundurinn verður haldinn miðvikudaginn 29. apríl 2015  kl. 20:00 í félagsheimili ÍR  Skógarseli 12 Reykjavík. 

IR_logo

Dagskrá aðalfundar: 

1. Kosning þriggja manna kjörbréfanefndar.

2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

3. Skýrsla stjórnar um starfsemi ársins.

4. Lesnir og skýrðir endurskoðaðir reikningar.

5. Lagabreytingar.

6. Ákveðin árgjöld.

7. Lögð fram starfs- og fjárhagsáætlun næsta starfsárs.

8. Kosinn formaður.

9. Kosnir aðrir stjórnarmenn og varastjórnarmenn.

10. Kosnir tveir skoðunarmenn.

11. Önnur mál. 

Léttar veitingar verða boðnar að loknum fundi. 

Stjórnin

26.4.2015

Nú fer að líða að lokum þessarar skíðavertíðar

kla_HMIðkendur skíðadeildarinnar hefur gengið vel í vetur og haft í nógu að snúast þrátt fyrir erfitt veður. Áttum við keppendur á öllum helstu stórmótum vetrarins á erlendri grund og eru ekki mörg félög sem geta státað sig af því. Helga María Vilhjálmsdóttir sem kjörin var íþróttakona ÍR á janúar tók meðal annars þátt á Heimsmeistaramótinu í alpagreinum sem haldið var í Beaver Creek  og Heimsmeistaramóti Unglinga sem haldið var í Noregi.Auk Helgu voru Kristinn Logi Auðunsson og Sigurður Haukson valdir til að taka þátt á HM unglina.

Þá fór Elísa Arna til Lichtenstein og keppti á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar. 

Okkar krökkum hefur gengið ágætlega í bikarkeppni SKÍ í vetur en SKRR stóð uppi sem sigurvegari í heildarstigakeppninni auk þess að vinna alla stúlkna og kvenna flokkana og í öðru sæti í drengja og karla flokkum. Bestum einstaklings árangri náði Sigríður Dröfn Auðunsdóttir en hún endaði í öðru sæti í stúlknaflokki 14 – 15 ára.  

Fertugustu Andrésar Andarleikunum var slitið í gær og gekk ágætlega hjá okkar krökkum. Stóðu þau sig öll með mikilli príði og komust þrír keppendur á verðlaunapall, þau: Sigríður Dröfn Auðunsdóttir lenti í fyrsta sæti í stórsvigi og öðru sæti í svigi í flokki 15 ára. Stefán Gíslason varð annar í svigi og fjórði í stórsvigi í flokki 9 ára og Halldóra Gísladóttir náði þriðja sæti í svigi 14 ára.

Framundan er svo innanfélagsmót sem stefnt er á að halda 1. maí og foreldraslútt þann 13 maí. Einnig á eftir að klára Faxaflóamót og Reykjavíkurmót í flokki 16 ára og eldri.

 

 

 

eah_oe  skkr_bikar Sigríður Dröfn Auðunsdóttir

15.4.2015

Stefnir í flottan dag í Bláfjöllum. Skíðavertíðin er ekki búin.

Í dag eru flottar aðstæður í Bláfjöllum og æfingar hjá öllum flokkum. það þarf einnig að taka skálann aðeins í gegn, ganga frá eftir mótin sem voru um síðustu helgi og þrífa. Margar hendur vinna létt verk og væri frábært að sjá sem flesta þannig að við gætum drifið tiltektina af og farið svo á skíði.

Einnig er æfing hjá freestyle hópnum sem er opin öllum sem vilja koma og prófa: Freestyle æfingar


14.4.2015

ÍR peysa í Tansaníu

804915Það er óhætt að segja að ÍR fatnaður berist víða. Á mbl.is birtist þessi áhugverða frétt þar sem Arndís Jóna sá ÍR peysu á ferðalagi sínu í Tansaníu. Hægt er að skoða fréttina á mbl með því að smella hér.

13.4.2015

Svigmót ÍR 2015

Svigmót ÍR var haldið sunnudaginn 12 apríl 2015 í Bláfjöllum. Viljum við þakka starfsmönnum mótsins sem og keppendum fyrir daginn og aðstoða okkur við að gera það kleift að klára þetta með sóma þrátt fyrir slæmt veður í lok dags. Hér má nálgast úrslitin úr mótinu.