jako
n1_logo_grunni

Fréttir
16.1.2015

World Day of Snow, sunnudaginn 18. janúar

worldDayOfSnow

Við ætlum að hafa gaman í fjallinu á sunnudaginn og taka þátt í World day of snow. Hvetjum alla nýja sem gamla iðkendur og velunnara deildarinnar að kíkja við í ÍR skálanum.

11.1.2015

Íþróttakona ÍR 2014

 

helgaMariaHelga María Vilhjálmsdóttir var valin Íþróttakona ÍR í dag. Hún er búin að standa sig gríðalega vel síðasta árið og undanfarna daga hefur hún undirstrikað styrkleika sinn með frábærum árangri á mótum í Evrópu. Hún var einnig valin skíðakona Skíðasambandsins og framarlega í kjöri til bæði til íþróttakonu Reykjavíkur og Garðabæjar. Næsta stóra verkefni hennar með landsliðinu er heimsmeistaramótið í Alpagreinum sem hefst í Beaver Creek 2 febrúar. Skíðadeild ÍR óskar Helgu til hamingju með frábæran árangur. 

7.1.2015

Íþróttamenn ársins 2014 hjá ÍR

IR_logoSunnudaginn 11. janúar kl 15:00 verður kosning íþróttamanna ársins kynnt í félagsheimil ÍR við Skógarsel 12.

Það er von stjórnar ÍR að sem flestir ÍR-ingar sjái sér fært að vera viðstaddir.

23.12.2014

Flugeldasala

ir-flugeldar2

22.12.2014

ÍR-ingurinn Helga María Vilhjálmsdóttir valin skíðakona ársins 2014

unnamedÍR-ingurinn Helga María Vilhjálmsdóttir hefur verið valin skíðakona ársins 2014 af Skíðasambandi Íslands. Samtímis var skíðagöngumaðurinn Sævar Birgisson frá Ólafsfirði valinn skiðakarl ársins.  Þetta er í fyrsta sinn sem Helga María Vilhjálmsdóttir er valin skíðakona ársins.

ÍR-ingar óska Helgu Maríu til hamingju með þessa miklu viðurkenningu...

16.12.2014

Skíðakennsla í Breiðholtsbrekku fram að jólum.....FRÍTT.

Stefnt er að því að vera með skíðaþjálfara frá Skíðadeild ÍR í Brekkunni alla opnunardaga fram að jólum.

Staðfestur tími birtist daglega inn á facebook síðu skíðadeildarinnar: https://www.facebook.com/irskidi

Viljum við sérstaklega hvetja alla sem eru skráðir í ÍR unga til að mæta.

10.12.2014

Mótaskrá Skíðaráðs Reykjavíkur 2015

Búið er að gefa út mótaskrá fyrir veturinn 2015. Hana má finna hér á síðunni undir mót.

6.10.2014

Vetrarstarfið

Næstu helgi er skálagisting fyrir 12 - 15 ára frá föstudegi til laugardags og 11 ára og yngri frá laugardegi til sunnudags. Mæting í skálann á milli kl 14 og 15. Allir að hafa föt með til útivistar.
Gott væri að vita hverjir ætlla að mæta. 

Nýjir iðkendur og 7 ára of yngri eru hvattir til að mæta með foreldrum.

Skíðadeilding er einnig með facebokk síðu: https://www.facebook.com/irskidi

28.9.2014

Verðlaunafhending og kynningarfundur

Sælir Skíðafélagar.
Nú er undirbúningur fyrir vertarstarfið allt komið á fullt hjá okkur.
Í framhaldi af því ætla skíðadeildir Víkings og ÍR að hafa sameiginlegt
haustkaffi þar sem við komum til með að kynna
starf vetrarins og afhenda verðlaun fyrir innanfélagsmót deildanna.
Kaffið verður haldið sunnudaginn 28 sept. kl 16.00 í félagsheimili ÍR
í Skógarseli 12.
Að venju biðjum við alla að koma með veitingar en deildirnar sjá um
drykkjarföng.
Vonum að sem flestir sjái sér fært að mæta.
Kv Stjórnin.