ao

hertz-hvitur_grunnur

jako

rafdis-logo

Meistaraflokkar
1.12.2015

Minningarleikur um Hlyn Þór Sigurðsson

ÍR og Leiknir úr Reykjavík mætast miðvikudaginn 2. desember, í árlegum minningarleik í knattspyrnu um Hlyn Þór Sigurðsson í EGILSHÖLL klukkan 18:30. Leikið verður að þessu sinni í Egilshöll þar sem vallaraðstæður og veðurfar hafa ekki verið upp á sitt besta undanfarið.

Hlynur, var 18 ára gamall þegar hann varð bráðkvaddur þann 25. nóvember 2009 á fótboltaæfingu hjá ÍR, en hann iðkaði bæði knattspyrnu hjá félaginu ásamt því að þjálfa yngri iðkendur og gegna ýmsum sjálfboða störfum innan félagsins.
Hann gerði ekki bara marga frábæra hluti í þágu félagsins heldur var hann einnig virkur í félagslífi og duglegur námsmaður.

Ár hvert er haldið mót fyrir 7. flokk karla sem kallast Hlynsmótið og er það orðið að árlegum viðburði í mótahaldi ÍR-inga. Mótið hefur iðulega gengið frábærlega vel fyrir sig.
Frítt er inn á leikinn á miðvikudaginn, en fólki er frjálst að gefa framlag í minningarsjóð Hlyns. 

Kt: 411209-0160 
Banki: 0115-05-60550

Félögin hvetja sem flesta til þess að styrkja málefnið og um leið að sjá hörkuleik í Egilshöll á miðvikudaginn

27.9.2015

Meistaraflokkur karla - Addó og Knd. ÍR endurnýja samninginn

Arnar Þór Valsson og Knattspyrnudeild ÍR hafa gengið frá samkomulagi um að Arnar Þór, Addó, verði áfram þjálfari meistaraflokks karla.

 

Addó hefur verið þjálfari meistarflokks karla síðastliðin  þrjú  ár,  og var ákveðið að semja aftur við Addó þar sem árangur meistaraflokks hefur verið vaxandi og ungir ÍR-ingar hafa tekið miklum framförum undir hans stjórn.  Stigasöfnun hefur aukist á hverju ári, nýir liðsmenn falla vel í leikmannahópinn og andinn og ánægjan í hópnum er gríðarlega góð. Knattspyrnudeild ÍR hlakkar til að starfa áfram með Addó í átt að gera gott lið enn betra.

 

ÁFRAM ÍR

 

Kveðja,

Stjórn Knd. ÍR.

26.6.2015

Toppslagur ÍR-inga á laugardag í fótboltanum

Lið ÍR í meistaraflokki karla í fótbolta sem trónir í efsta sæti Íslandsmóts 2. deildar eftir sjö umferðir leikur á laugardag á Hertz-vellinum í Mjódd gegn næst efsta liðinu, Leikni frá Fáskrúðsfirði. ÍR-ingar hafa unnið sex leiki og gert eitt jafntefli en Leiknismenn unnið fimm leiki og gert tvö jafntefli.   Leikurinn á laugardag er því alger toppslagur. Leikurinn hefst kl. 14:00 og mikilvægt að Breiðhyltingar og allir ÍR-ingar fjölmenni á leikinn.

Áfram ÍR

17.4.2015

Baráttukveðjur til ÍR-inga

Screen Shot 2015-04-20 at 10.20.07Í maí kemur út vandað, skemmtilegt og fróðlegt blað á vegum Knattspyrnudeildar ÍR. Þar hafa nokkrar síður verið teknar frá undir „baráttukveðjur til ÍR-inga“ og hvetjum við hér með alla félagsmenn ÍR, foreldra iðkenda og velunnara félagsins að senda þangað inn kveðju...

19.2.2015

Nýr leikmaður - Knattspyrnudeild ÍR

Við ÍR ingar höfum fengið til okkar hinn 22 ára miðjumann Styrmi Erlendsson sem er uppalinn hjá Fylki.  Styrmir skrifaði undir 2ja ára samning við ÍR nú í vikunni.  Styrmir var á láni hjá ÍR seinni hluta sumarsins 2013 og stóð sig gríðarlega vel.  Áður hefur Styrmir spilað með Fylki í efstu deild árin 2011 og 2012.   

Það er mikil ánægja hjá okkur ÍR ingum að bæta þessum sterka leikmanni við okkar hóp og við ÍR ingar bindum miklar vonir við þennan sterka leikmann á næstu árum.

30.1.2015

Nýr leikmaður hjá mfl. karla

Meistarflokkur karla, í knattspyrnu, hafa fengið til sín hinn 22 ára vinstri bakvörð Benedikt Óla Breiðdal frá Fylki.  Benedikt skrifaði undir 2ja ára samning við ÍR nú í vikunni.

Benedikt var á láni hjá Gróttu síðasta sumar.    "Það er mikil ánægja hjá okkur ÍR ingum að bæta þessum flotta leikmanni við okkar hóp og við bindum miklar vonir við þennan unga og ferska leikmann á næstu árum." segir Addó þjálfari meistaraflokks, ferlega ferskur.

24.1.2015

Nýr leikmaður - Mfl. kk knattspyrnu

Varnarmaðurinn knái Þorsteinn Jóhannsson hefur gengið til liðs við okkur ÍR-inga fyrir baráttuna í 2. deildinni í sumar en hann skrifaði undir 2ja ára samning við félagið.

Hinn 23 ára gamli Þorsteinn hefur æft með liði ÍR að undanförnu. Þorsteinn hefur alla tíð spilað með Sindra, og var fastamaður og jafnframt fyrirliði liðsins síðasta sumar.

Við ÍR ingar erum mjög spenntir að fá þennan fjölhæfa leikmann til liðs við okkur og bindum miklar vonir við hann.

Velkominn Þorsteinn, áfram ÍR.

 

19.11.2014

Minningarleikur um Hlyn Þór Sigurðsson sunnudaginn 23. nóvember 2014

Minningaleikur um Hlyn Þór Sigurðsson


ÍR og Leiknir úr Reykjavík mætast sunnudaginn 23. nóvember í árlegum minningarleik um Hlyn Þór Sigurðsson á Hertz-vellinum klukkan 16:00.

11.11.2014

Foreldrakvöld knattspyrnudeildar ÍR

irforeldra3Taktu frá 21. nóvember, þá er komið að okkur foreldrunum að taka æfingu í ÍR heimilinu, Skógarseli 12. 

Hamingjustund milli kl.21 og 22. Allur ágóði af happdrætti og veitingasölu rennur beint til Barna - og unglingaráðs og verður notaður til að bæta knattspyrnuaðstöðu félagsins. Viðburðinn má finna á facebook með því að smella HÉR.

Sjáumst! 

17.9.2014

Leikur og lokahóf á laugardaginn kemur

Á laugardaginn leika strákarnir sinn síðasta leik í sumar þegar þeir mæta Dalvíkingum í Mjóddinni kl. 14:00. Þó möguleikinn um að komast í 1. deild að ári sé úr sögunni á liðið enn möguleika á að bæta árangur sinn frá því í fyrra og tryggja sér 3. sæti deildarinnar með sigri.

Súpufundurinn með Addó verður á sínum stað eins og í allt sumar og byrjar kl. 13.

Lokahóf knattspyrnudeildar fer svo fram um kvöldið þar sem flokkarnir skála fyrir lokum þessa tímabils og bjóða ykkur að slást í hópinn eftir kl. 22:00 en þá verður húsið opið öllu góðu fólki.

Vonumst til að sjá ykkur öll, áfram ÍR!