jako

Keiluhöllin

RIG16

#RIG16

9. alþjóðaleikarnir Reykjavík International Games verða haldnir dagana 21. til 31. janúar. Að venju verður Keiludeild ÍR þátttakandi í leikunum og heldur mót í Keiluhöllinni Egilshöll. Mótið er þannig skipulagt að spila þarf eina 6 leikja seríu í forkeppni og fara 16 keilarar sem ná hæstu seríunum í undanúrslit. Hægt er að keppa í öllum forkeppnunum og gildir þá hæsta serían sem viðkomandi keilari nær. Í undanúrslitum er spiluð önnur 6 leikja sería, skor fylgir ekki með úr forkeppni. Undanúrslit fara fram sunnudaginn 31. janúar kl. 09:00. Tíu efstu keilararnir eftir undanúrslit komast í úrslitin sjálf, skor fylgir úr undanúrslitum. Úrslitin fara þannig fram að eftir tvo leiki falla tveir keppendur út. Spilaðir eru aðrir tveir leikir og detta þá næstu tveri út. Svona heldur þetta áfram koll af kolli þar til tveir standa eftir. Leika þeir þá tvo leiki og stendur sá uppi sem sigurvegari RIG 2016 sem hærra skor hefur. Úrslitin verða í beinni á Sport TV.

Sjá nánar auglýsingu fyrir mótið.

Skráning í mótið fer fram hér.

Sjá reglugerð fyrir RIG.

Keppnin er með því sniði að spilaðar eru 4 forkeppnir þar sem keilarar spila 6 leikja seríu í senn. Nóg er að taka þátt í einni forkeppninni og gildir aðeins hæsta serían til að komast í undanúrslit. Í undanúrslit fara 16 efstu eftir forkeppnina og spila þar aðra 6 leikja seríu. Undanúrslitin verða spiluð sunnudaginn 31. og hefjast þau kl. 09:00. Hlé verður gert í hádeginu og fara síðan úrslit 10 efstu fra

 

Erlendir þátttakendur

Joline Persson Planefors

Joline Persson Planefors

Ríkjandi Evrópumeistari kvenna í 3 manna liða og silfurhafi í 5 manna liða með sænska landsliðinu - Joline varð fyrr í haust í 2. sæti á Evrópubikar einstaklinga - Hún sigraði á RIG 2013 leikunum

RIG16_Rikke

Rikke Holm Agerbo

Handhafi þriggja brons verðlauna frá síðasta Evrópumóti kvenna í 2, 3 og 5 manna liðum - Hún sigraði á RIG 2011 leikunum

RIG16_Frederik

Frederik Öhrgaard

Ríkjandi heimsmeistari 3. manna liða, ríkjandi Evrópumeistari 2 manna með Jesper A

RIG16_Jesper

Jesper Agerbo

Ríkjandi Evrópumeistari í 2. manna með Frederik Öhrgaard og brons verðlaunahafi í 5 manna liði - Jesper fékk einnig brons verðlaun í Evrópubikar einstaklinga fyrr í haust

 

Nánari upplýsingar:

Hörður Ingi Jóhannsson formaður keiludeildar ÍR - 894 4885 - hordur.i.johannsson@gmail.com
Þórarinn Már Þorbjörnsson formaður Keilusambands Íslands - 820-6404 - toti@ir.is 
Jóhann Ágúst Jóhannsson ritari stjórnar keiludeildar ÍR og upplýsingafulltrúi - 895 8333 - johann@veflausn.is

 

RIG2016_Keila