jako

Keiluhöllin

Fréttir
5.11.2016

Forkeppnin fyrir AMF 2017 - 1. umferð

AMF_2016_Urslit_Hafthor_DagnyDagana 16. til 20. nóvember verður fyrsta umferðin í AMF forkeppninni haldin í Egilahöll. Athugið að breytt fyrirkomulag er á keppninni í ár. Boðið er sem fyrr upp á tvo riðla í forkeppni 1. umferðar og verða svo milliriðinn og úrslit á sunnudeginum 20. nóvember. Fyrri riðillinn verður miðvikudaginn 16. nóvember kl. 19:00 og sá seinni laugardaginn 19. nóvember kl. 10:00

14.10.2016

Frá skrifstofu ÍR

Tilkynning frá skrifstofu ÍR.

Kæru foreldrar og forráðamenn þið eruð vinsamlega beðin um að athuga hvort ykkar barn sé skráð á haustönn. Í lok október verða þeir iðkendur sem ekki hafa enn skráð sig skráðir inni kerfið og sendur verður greiðsluseðill í heimabanka. Ef ykkar iðkandi er óskráður og þið ætlið að nota frístundastyrk þá endilega klárið skráningu fyrir mánaðarmót. 

14.9.2016

Æfingar í keilu veturinn 2016 til 2017

Æfingar barna og unglingarNúna eru æfingar í keilu hafnar hjá börnum og unglingum. Skráning er enn opin og má skrá börn með því að fara á þennan hlekk. Æfingar eru tvisvar í viku, ÍR ungar í Undirheimum í Austurberi og eldri krakkar í Keiluhöllinni Egilshöll.

11.9.2016

Elva Rós Hannesdóttir ÍR er Reykjavíkurmeistari einstaklinga 2016 með forgjöf

Opna_RVK_mot_2016_m_forgj_Sibbi_og_ElvaNú í hádeginu lauk keppni á Opna Reykjavíkurmóti einstaklinga með forgjöf. Í undanúrslitum kvenna voru ÍR konur allsráðandi. Þar áttust fyrst við Guðný Gunnarsdóttir og Elva Rós annarsvegar og Sigrún G Guðmundsdóttir og Herdís Gunnarsdóttir hinsvegar. Elva sigraði Guðnýu og lék til úrslita við Sigrúnu sem hafði betur í sinni viðureign gegn Herdísi.

31.8.2016

Opna Reykjavíkurmót einstaklinga 2016 (án forgjafar)

Hafþór Harðarson ÍR og Dagný Edda Þórisdóttir KFR sigruðu mótið 2015Skráning er hafin á Opna Reykjavíkurmót einstaklinga í keilu 2016. Skráning fer fram hér. Skráningu lýkur fimmtudaginn 15. september kl. 21:00.

Leiknir verða 9 leikir í forkeppni og komast fjórir efstu karlar og konur áfram í undanúrslit. Undanúrslitin eru þannig að 1. og 4. sætið keppa annarsvegar og 2. og 3. sætið hinsvegar. Sá keilari sem fyrr vinnur tvo leiki kemst í úrslitaleikinn og þarf tvo sigra þar til að vinna. Ekki er keppt um þriðja sætið, tvö brons.

29.8.2016

Pepsí mótaröðin í keilu hófst í gær

Keila í KeiluhöllinniÍ gærkvöldi hófst Pepsí-keilan að nýju eftir sumarfrí. Ágætis mæting var í mótið eða 16 keilarar. Talsverður fjöldi fólks var fyrir í Keiluhöllinni en það hefur varla sést svona mikið af fólki á sunnudagskvöldi í dágóðan tíma. Að þeim sökum var svolítið þröngt um okkur en það blessaðist eins og búast mátti við. Í efsta sæti í * flokki varð Hlynur Örn Ómarsson úr ÍR en hann spilaði 781 í fjórum leikjum sem gera 195,25 í meðaltal. Í A flokki varð það Guðný Gunnarsdóttir ÍR sem spilaði 738 eða 184,5 í meðaltal. B flokkinn tók Bergþóra Rós Ólafsdóttir ÍR með 660 eða 165 í meðaltal og C flokkinn tók Ingi Már Gunnarsson ÍR með 595 eða 148,75. Olíuburðurinn í gær var C-Tower of Pisa 41 fet.

Mótin halda svo áfram alla sunnudaga í vetur og von er á að næsta sunnudag verði sett á sú olía sem verður í deildinni fyrri hluta tímabilsins.

26.8.2016

Opna Reykjavíkurmót einstaklinga með forgjöf

Reykjavikurmot_einstaklinga_2015_forgjof_SigurvegararSkráning er hafin á Opna Reykjavíkurmót einstaklinga í keilu 2016 með forgjöf. Skráning fer fram hér á vefnum. Skráningu lýkur fimmtudaginn 8. september kl. 21:00.

Leiknir verða 9 leikir í forkeppni og komast fjórir efstu karlar og konur áfram í undanúrslit. Undanúrslitin eru þannig að 1. og 4. sætið keppa annarsvegar og 2. og 3. sætið hinsvegar. Sá keilari sem fyrr vinnur tvo leiki kemst í úrslitaleikinn og þarf tvo sigra þar til að vinna. Þeir sem tapa undanúrslitum spila um þriðja sætið, tvo sigra þarf.

23.8.2016

Pepsí mót ÍR 2016 til 2017

Pepsi_mot_2016_til_2017Næstkomandi sunnudag hefjast aftur vikulegu Pepsí mót ÍR. Keppt er sem fyrr kl. 20:00 og leiknir 4 leikir, skipt um brautarpar eftir 2 leiki. Verðið í ár ver&r kr. 3.000,- og er skráning og greiðsla í afgreiðslu Keiluhallarinnar.  Sjá nánar auglýsingu.

9.5.2016

Þjálfunarbúðir með Robert Anderson

robert_anderssonKeiludeild ÍR stendur fyrir þjálfunarbúðum með sænska keilaranum Robert Anderson en hann ætti að vera íslenskum keilurum að góðu kunnur enda tengdasonur Íslands. Róbert kemur hér dagana 26. maí og verður með æfingar í Egilshöll. Einnig er ætlunin að hann verði með fyrirlestur á föstudagskvöldinu í ÍR heimilinu, nánar auglýst síðar. Skipulagið er þannig að boðið verður upp á nokkra tíma með honum og verða þátttakendur takmarkaðir við 8 keilara í einu. Unnið er í 2 tíma á braut og mun Robert fara á milli manna.

Keilarar eru hvattir til að nýta sér þessa þjálfun og er þetta besti tíminn til þess. Þarna gefst keilurum tækifæri til að fá ítarlega leiðsögn og geta þá æft sig í þeim atriðum sem koma fram og komið því mun sterkari til leiks í haust þegar næsta tímabil hefst.