Landsbankinn

atlas

Hreysti

Leiksport

Hagabakarí

World Class

Gáski

Nings

jako

Minningarsjóður Guðmundar
Minningarsjóður Guðmundar Þórarinssonar
 
Frjálsíþróttadeild ÍR beitti sér fyrir stofnun sjóðsins 24. mars 2004, en þann dag voru 80 ár liðin frá fæðingu Guðmundar heitins Þórarinssonar.

Guðmundur var frjálsíþróttaþjálfari og leiðtogi í starfi ÍR um áratugaskeið. Hann vann ötullega að unglingastarfi og kom á ýmsum nýjungum í íþróttalífi landsmanna.

Markmið sjóðsins er að efla frjálsar íþróttir innan og utan ÍR með því að veita styrki til iðkenda og verkefna. Stefnt er að því að úthluta styrkjum tvisvar á ári. Þeim fjármunum verður einungis ráðstafað til að styrkja iðkendur til æfinga og keppni eða til að kaupa áhöld eða sem framlag í góð verkefni sem efla frjálsíþróttir.

Velunnarar ÍR og frjálsra íþrótta geta gerst styrktarfélagar sjóðsins. Nöfn þeirra verða skráð í sérstaka bók sem sjóðsstjórnin varðveitir. Árgjald sjóðsins 2009 hefur verið ákveðið 2.500 kr., en að sjálfsögðu er tekið við hærri framlögum með þökkum.

Stjórn deildarinnar tilnefndi þrjár frjálsíþróttakempur í fyrstu stjórn sjóðsins: Bryndísi Hólm, Gunnar Pál Jóakimsson og Jón Þ. Ólafsson. Fjölskylda Guðmundar tilnefndi dóttur hans, Kristínu Ingibjörgu Guðmundsdóttur.

Vörslu og umsjón sjóðsins, þ. á m. fjáröflun og kynningu, annast þeir Felix G. Sigurðsson, fyrrverandi gjaldkeri frjálsíþróttadeildar ÍR, og Stefán Halldórsson, fyrrverandi formaður deildarinnar.

Sjóðsstjórn
Sími
Senda póst
Jón Þ. Ólafsson, formaður
564-1404

Bryndís Hólm (í leyfi, búsett erlendis)
   
Gunnar Páll Jóakimsson
864-4286

Kristín Ingibjörg Guðmundsdóttir
551-0082

Umsjón og varsla sjóðsins


Felix Gunnar Sigurðsson, gjaldkeri
669-8315

Stefán Halldórsson, ritari
897-0333


Umsóknareyðublað

Styrkþegar


2006
Kristín Birna Ólafsdóttir, tugþrautarkona í ÍR, sem setti Íslandsmet bæði í fimmtarþraut og sjöþraut kvenna vorið 2006, fékk 100 þús. kr. og Björgvin Víkingsson, grindahlaupari í FH, fékk 50 þús kr. Einar Daði Lárusson, ÍR, fékk 50 þús kr. Hann hafði á liðnum misserum sett fjölda Íslandsmeta í pilta- og sveina¬flokkum.

2007
Jóhanna Ingadóttir, ÍR, einn fremsti lang- og þrístökkvari landsins, fékk 50 þús. kr. og frjálsíþróttadeild ÍR fékk 100 þús. kr. til að geta sent kastþjálfara með hópi iðkenda í æfingabúðir erlendis.

2008
Chelsey Sveinsson (ÍR), einn efnilegasti millivegalengdahlaupari stúlkna i Bandaríkjunum, fékk 100 þús. kr. styrk til að koma til Íslands til æfinga og keppni, en gat ekki nýtt sér styrkinn vegna meiðsla.

2009
Sandra Pétursdóttir, ÍR, sem setti Íslandsmet í sleggjukasti sumarið 2008 og á ný vorið 2009, fékk 100 þús. kr. Frjálsíþróttadeild ÍR fékk 100 þús. kr. til að kosta ferð kastþjálfara með ÍR-ingum í æfinga- og keppnisferð til Svíþjóðar.

Síðast uppfært: 15.11.2010