Landsbankinn

atlas

Hreysti

Leiksport

Hagabakarí

World Class

Gáski

Nings

jako

Um ÍR skokk

 

ÍR skokk er var stofnað árið 1994 og eru félagar rúmlega 100.  Hópurinn æfir á mánudögum, miðvikudögum, fimmtudögum kl. 17:30 frá ÍR heimilinu og á laugardögum kl. 09:00 frá Breiðholtslaug.  Auk hlaupaæfingu stendur hópurinn fyrir fræðslufundum, gönguferðum, utanvegahlaupum o.fl. viðburðum.

Mikil breidd er í getu iðkenda og æfingaáætlanir í samræmi við fjölbreytileika hópsins - það hleypur enginn einn. Nýir iðkendur eru velkomnir og eru hvattir til að mæta á virkum dögum.

Facebook síða ÍR skokks og póstlisti

ÍR skokk starfrækir póstlista (óska eftir aðild að póstlista [hér]) og er jafnframt á Facebook [hér].

Gönguhópurinn Fífurnar

Innan ÍR skokks er starfandi gönguhópurinn Fífurnar.  ÍR skokkarar sem vilja vera á póstlista Fífanna sendi póst á til Áslaugar (aslaug@lbhi.is)

Æfingagjöldin

Upplýsingar um æfingagjöld eru [hér]. Foreldrar iðkenda í frjálsíþróttadeildinni fá 50% afslátt í skokkhópinn.

Stjórn ÍR skokk skipa:

Unnur Árnadóttir, formaður  
Sigrún Edwald, gjaldkeri
 
Björn Valdimar Guðmundsson, meðstjórnandi
 
Karen Bjarnhéðinsdóttir, meðstjórnandi
 
Felix Sigurðsson, fulltrúi þjálfara
 

Saga ÍR skokks

Það var 1994 að þáverandi þjálfari keppnisliðs ÍR, Gunnar Páll Jóakimsson, byrjaði með skokkhóp í nýju íþróttaheimili ÍR við Skógarsel. Hópurinn tók saman inniæfingar og flestir skokkuðu úti fyrir æfingu. Gunnar Páll var að þjálfa keppnisfólk ÍR-inga og gat ekki sinnt hópnum um sumarið. Hafsteinn Óskarsson hljóp í skarðið og stýrði hópnum það sumar en síðan tók við tímabil þar sem fastur þjálfari var sjaldnast til staðar. Hópurinn var ekki stór en það var harður kjarni sem hélt áfram að mæta. Sumarið 1996 var Már Hermannsson ráðinn til starfa og þá hófst mikið uppgangstímabil sem ekki sér lát á. Síðan kom að því að Már flutti út á land og komu þá nokkrar konur að þjálfun hópsins. Margrét Brynjólfsdóttir og Þorbjörg Jensdóttir en þó mest Svava Oddný Ásgeirsdóttir sem sinnti hópnum lengi vel. Fríða Rún Þórðardóttir tók að sér þjálfun hópsins um tveggja ára skeið. Gunnar Páll Jóakimsson var þjálfari hópsins frá 2002 til XXXX  og naut aðstoðar Svövu Oddnýjar.   Örnólfur Oddsson var þjálfari frá XXXX til september 2012, en þá tók Ómar Torfason við sem þjálfari hópsins. Byrjandahópur innan ÍR skokks var stofnaður haustið 2012 og er Felix Sigurðsson þjálfari hópsins.