Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

2013

Kári Steinn og Aníta í sérflokki

Nístandi norðangustur með lofthita við frostmark hrellti þátttakendur í 98. Víðavangshlaupi ÍR á fyrsta degi sumars 2013. En jafnvel þótt aðstæður væru erfiðar, kalt og mjög hvasst auk þess sem nokkur snjórkorn féllu, þá hristu 336 hlauparar á öllum aldri í sig hita og kláruðu hlaupið með stæl. Sá elsti þeirra var 86 ára.

Keppendur í 98. Víðavangshlaupi ÍR spretta úr spori í blíðskaparveðri í upphafi hlaupsins. Sigurvegarinn Kári Steinn Karlsson Breiðabliki er lengst til vinstri og Aníta Hinriksdóttir ÍR er skammt undan. Við hlið Kára er Stefán Guðmundsson UBK. Í gulri treyju er Ingvar Hjartarson Fjölni er varð þriðji en milli hans og Anítu með númer 213 er Hlynur Andrésson ÍR sem varð annar. Og vinstra megin við Anítu er svo Sæmundur Ólafsson ÍR er varð fjórði, en Aníta varð fimmta í mark af öllum keppendum.Þótt kenna hafi mátt veðuraðstæðum um að engin brautarmet voru slegin þetta árið í þessu elsta hlaupi Íslandssögunnar var árangur engu að síður góður og vísbending um góða æfingu keppenda. Í bestri æfingu var Kári Steinn Karlsson úr Breiðabliki í Kópavogi (UBK) sem vann hlaupið í fimmta sinn. Hljóp hann á 15 mínútum sléttum. Annar annar varð Hlynur Andrésson úr ÍR á 15:38 og Ingvar Hjartarson úr Fjölni þriðji aðeins einni sekúndu á eftir Hlyni.

Aníta Hinriksdóttir, ÍR, varð langfyrst kvenna í mark og sigraði í hlaupinu annað árið í röð, hljóp á 17:19 mínútum. Fjórfaldur sigurvegari undanfarinna ára, Íris Anna Skúladóttir Fjölni, varð önnur á 19:17 mínútum. Í þriðja sæti varð svo Helga Guðný Elíasdóttir, einnig úr Fjölni, á 19:49 mínútum. Svo öflug var Aníta, að einungis fjórir karlar urðu á undan henni í mark. Íris Anna og Helga Guðný urðu í 25. og 35. sæti í mark.

Vart þarf að taka fram, að þau Aníta og Kári Steinn urðu með sigrum sínum Íslandsmeistarar í 5 km götuhlaupi. Hlaupið fór eins og undanfarin ár fram á svæðinu í kringum Ráðhúsið og Tjörnina í Reykjavík. Vegalengdin var 5 km, löglega mæld og viðurkennd af Frjálsíþróttasambandinu. Hófst hlaupið og endaði við Ráðhúsið en hlaupið var á stígum og gangstéttum í kringum tjarnirnar og á gangstéttum og götum. Keppt var í átta aldursflokkum karla og kvenna sem og fimm manna sveitakeppni. Fyrirkomulagið var hið sama og nokkur undanfarin ár; yngsti aldursflokkurinn 12 ára og yngri en sá elsti 70 ára og eldri.

Eins og glöggt kemur í ljós þegar saga Víðavangshlaups ÍR er skoðuð hefur hlaupið þróast í áranna rás. Þessi ljúfi vorboði á fyrsta degi sumars hefur ætíð aðlagast breyttum aðstæðum og nýjum straumum og stefnum í íþróttaástundun. Sögunnar vegna hefur hlaupið freistað á ýmsa lund. Þannig var það að þessu sinni einnig Íslandsmeistaramót í 5 km götuhlaupi í samvinnu við Frjálsíþróttasamband Íslands. Þá var það fyrsta hlaup ársins í sumarhlauparöð sem hefur átt vinsældum að fagna meðal hlaupara á öllum aldri og á öllum stigum afreksmennskunnar.

Klassík


Í lögreglufylgd


Úrslitin 2013