Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

2005

Fyrsti sigur Kára Steins

Kári Steinn Karlsson vann sinn fyrsta sigur í 90. Víðavangshlaupi ÍR, árið 2005. Þegar hundraðasta hlaupið rennur upp hefur hann hrósað sigri fimm sinnum.Nítugasta Víðavangshlaup ÍR var þessum síunga íþróttaviðburði til sóma og framkvæmd hlaupsins, sem fram fór í miðborg Reykjavíkur samkvæmt venju, þótti til mikillar fyrirmyndar. Alls luku 200 manns keppni, en ekki hefur fallið úr hlaup síðan fyrst var keppt, árið 1916. Nýr hlaupari bættist í hóp sigurvegara; Kári Steinn Karlsson úr Ungmennasambandi Skagafjarðar (UMSS) en hann átti eftir að láta virkilega mikið að sér kveða á hlaupabrautinni síðar meir.

Kári Steinn er með yngri sigurvegurum í Víðavangshlaupi ÍR, vantaði mánuð upp á 19 ára afmælið er hann sleit marksnúruna við Ráðhús Reykjavíkur fyrsta sinni. Hann hljóp vegalengdina, nákvæmlega 5 km, á 15:40 mínútum. Annar varð Stefán Guðmundsson úr Breiðabliki í Kópavogi á 15:57 mín., og fimm sekúndum á eftir honum á 16:02 mín. í þriðja sæti varð Sigurbjörn Árni Arngrímsson, úr UMSS eins og Kári Steinn.

Svo sem sjá má af veðurkortum á hádegi sumardagsins fyrsta 2005 var austan andvari og 8°C hiti í Reykjavík. Segja má að þetta hafi verið hlaup unga fólksins því Íris Anna Skúladóttir úr Fjölni, sem var aðeins tæplega 16 ára, fór með sigur af hólmi í kvennaflokki. Hafði hún mikla yfirburði á kynsystur sínar á götunum við Tjörnina og á stígum í Hljómskálagarðinum í suðaustan átt og 6°C hita.

Íris Anna gaf og mörgum karlinum ekkert eftir er hún hljóp kílómetrana fimm á 18:03 mínútum. Í heildina varð hún í 19. sæti í mark og lagði m.a. gamla sigurvegara og verðlaunamenn úr hlaupinu að velli. Önnur í kvennaflokki varð Bryndís Ernstsdóttir ÍR á 19:40 mínútum, eða 1:37 mín. á eftir Írisi Önnu, og þriðja Ylfa Rún Óladóttir ÍR á 20:23 mín. Þær Bryndís og Ylfa Rún urðu í 42. otg 54. sæti í heildina.

Í tilefni 90 ára afmælis Víðavangshlaups ÍR var meira haft við en venjulega. Sérstakir verðlaunapeningar voru steyptir, glæsileg verðlaun veitt sigurvegurum í karla- og kvennaflokki, litprentuð leikskrá gefin út og hið ómissandi kaffihlaðborð að hlaupi loknu var hlaðið veisluföngum. Þótti framkvæmdin öll ÍR-ingum til hins mesta sóma og sem fyrr; fyrirheit um öflugt hlaup út öldina, en á næsta ári hefst síðasti tugur fyrstu aldar þess.

Víðavangur lítill í miðborginni


Ræsir í hálfa öld


Martha sigursælust


Klassísk leiðarlýsing frá 1993


Vegleg verðlaun


Úrslitin 2005


Leikskrá