Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

2001

Systkin fyrst í mark

Nánast ár hvert hafa einhvers konar tímamót átt sér stað í sögu Víðavangshlaups ÍR. Hin nýju kaflaskil í sögu hlaupsins sem áttu sér stað í ár, 2001, eru að þakka systkinunum Sveini og Mörthu Ernstsbörnum úr ÍR sem urðu fyrst í flokkum karla og kvenna. Brutu þau blað í söguna því aldrei áður höfðu systkin hrósað sigri með þessum hætti þótt þetta væri sjöundi sigur Mörthu í kvennaflokknum.

Systkinin Martha og Sveinn að vonum brosmild eftir Víðavangshlaup ÍR 2001. Þetta var í fyrsta skipti í sögunni að systkin vinna kvenna- og karlaflokk hlaupsins.Sveinn, sem var nýbakaður doktor í lífefnafræði, vann hlaupið nokkuð örugglega. Hljóp á 16:35 mínútum og var 12 sekúndum á undan næsta manni, Árna Má Jónssyni úr FH. Þriðja sætið kom í hlut Skagfirðingsins Ólafs Margeirssonar sem hljóp á 16,56 mínútum. Þeir Árni Már og Ólafur eru ungir og efnilegir hlauparar; Ólafur aðeins 17 ára og bróðir sigurvegarans frá í fyrra, Sveins Margeirssonar. Hann var fjarri góðu gamni, dvaldist í Bandaríkjunum við æfingar.

Sveinn Ernstsson hafði ekki áður unnið Víðavangshlaup ÍR og bættist þar með í hóp 42 manna sem það hafa afrekað frá upphafi þessa sögufræga hlaups árið 1916.

Martha hefur verið mesta hlaupakona Íslendinga um margra ára skeið og vann kvennaflokkinn í sjöunda sinn sem fyrr segir. Þeir voru ekki margir karlarnir sem voru á undan henni, því Martha kom í sjötta sæti á mark, á 17:22 mínútum. Hún var óðum að ná sér á strik eftir uppskurð í kringum síðustu áramót. Varð Martha 18 sekúndum á undan næstu konu, Fríðu Rún Þórðardóttur úr ÍR, sem hljóp á 17:40 mín. og varð 13. í mark í heildina. Rannveig Oddsdóttir, Langhlauparafélagi Reykjavíkur, varð þriðja á 18:51 mín.

Sumardagurinn stóð undir nafni því í miðborginni var 12°C hiti og nánast logn þegar hlaupið árlega fór fram 86. árið í röð. Og keppnismenn og skokkarar biðu ekki boðanna heldur streymdu á vettvang. Þátttakan sló öll met en alls luku 272 keppendur af 276 hlaupinu í blíðskaparveðri. Hlaupin var 5 km vegalengd á miðborgar- og Tjarnarsvæðinu með upphafi og endamarki við Ráðhúsið. Fljótt teygðist mjög á hópnum svo að strolla hlauparanna var um skeið óslitin í kringum Tjörnina.

ÍR-ingar unnu sigur í sveitakeppni karla og kvenna, bæði 3ja og 7 manna sveitum. Einnig í 7 manna flokki skokksveita, og í 3ja manna sveitakeppni 40 ára og eldri. Þá vann sveit HÁS opinn flokk 3ja manna sveita.

Í 3ja manna sveit ÍR voru auk Sveins þeir Bjartmar Birgisson og Örnólfur Oddsson sem urðu í 4. og 9. sæti á mark. Og í 3ja kvenna sveit ÍR voru auk Mörthu og Fríðu Rúnar Anna Jeeves sem kom í 61. sæti.

Hæddust að hlaupurunum


„Nú stoppar mig ekkert“


Úrslitin 1951