Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

1990-1999

1990 - Vélstjóraneminn frá Hvammstanga fyrstur

Gunnlaugur Skúlason úr UMSS var hinn öruggi sigurvegari í 75. Víðavangshlaupi ÍR, árið 1990.

ÍR-ingar brugðu útaf venjunni þegar Víðavangshlaupið fór fram 75. árið í röð. Á þessum tímamótum í íslenskri íþróttasögu var hlaupaleiðinni bylt frá því sem áður var. Í tilefni afmælisins og miklu tjaldað til í Hljómskálagarði, en innan hans fór hlaupið að öllu leyti fram, í fyrsta sinn í sögunni. Nýr maður komst á skrá yfir sigurvegara í hlaupinu, en þar var á ferð 22 ára vélstjóranemi frá Hvammstanga, Gunnlaugur Skúlason.

Lesa meira >>

1991 - Fáir karlar kvensterkir

Martha Ernstsdóttir varð í fimmta sæti af öllum og vann Víðavangshlaup ÍR fimmta sinni árið 1991.

Það var ekki mildur sumarblær sem strauk vanga fólks að morgni sumardagsins fyrsta 1991, heldur stríddi norðan stinningskaldi við kinn. Vetur og sumar frusu saman, sem þykir vita á gott sumar, og var hiti aðeins 1°C er keppendur voru ræstir af stað í 76. Víðavangshlaup ÍR. Sögulegt varð hlaupið fyrir þær sakir, að í fyrsta sinn fór erlendur ríkisborgari með sigur af hólmi. Mesta athygli vakti þó frammistaða Mörthu Ernstsdóttur ÍR.

Hlaupið fór að öllu leyti fram innan Hljómskálagarðsins. Hlaupnir voru þrír tæplega 1500 metra hringir innan garðsins og var leiðin örlítið breytt frá í fyrra. Þrátt fyrir kulda hafði fjöldi áhorfenda safnast saman í garðinum, enda hægt að fylgjast með hlaupinu allan tímann.

Lesa meira >>

1992 - Toby Tanser sigrar annað árið í röð

Metþátttaka var í Víðavangshlaupi ÍR sem fram fór á sumardaginn fyrsta 77. árið í röð. Hér fer Sveinn Ernstsson ÍR fremstur en að baki honum er Toby Tanser (13) sem vann hlaupið annað árið í röð. Toby til hvorrar handar eru Daníel Smári Guðmundsson KR og Jóhann Ingibergsson FH  (l.t.v.)

Góður vorhiti, níu stig, var í miðborginni er 77. Víðavangshlaup ÍR fór fram, árið 1992. Eigi virtist þó svo ýkja hlýtt og kom þar til svöl norðaustanátt. Með engu móti drógu aðstæður, góðar eða slæmar, úr kjark hlauparanna því þriðja árið í röð varð metþátttaka í hlaupinu; alls luku 176 keppni, þar af 37 í yngri flokki.

Lesa meira >>

1993 - Af víðavangi yfir á malbikið

Árið 1993 var rás og endamark Víðavangshlaups ÍR fært að Ráðhúsi Reykjavíkurborgar og hefur verið þar síðan. Hér eru kapphlaupararnir á fyrstu metrunum í Vonarstræti.

Tvenn og mikil tímamót urðu í sögu Víðavangshlaups ÍR árið 1993, í 78. hlaupinu. Annars vegar var rás- og endamark þess flutt að Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem það hefur verið síðan. Í áratugi hafði hlaupið hafist í Hljómskálagarðinum en hlaupaleið verið breytileg og endamark sömuleiðis. Hins vegar lá brautin nú í fyrsta sinn að öllu leyti á malbiki, á götum og gangstéttum í stað mjúklendis. Það nýmæli var talið eiga eftir að laða fleiri þátttakendur og reyndist það rétt vera.

Lesa meira >>

1994 - Anna og Sigmar aftur fyrst

Anna Jeeves úr ÍR varð fyrst kvenna í mark en rétt á undan er annar ÍR-ingur, Jakob Bragi Hannesson.

79. Víðavangshlaup ÍR fór fram eins og hlaupin öll þar á undan nema tvö, á sumardeginum fyrsta. Enginn annar íþróttaviðburður hefur farið samfellt fram í svo langan tíma. Búist var við mikilli keppni nú sem endranær í þessum aldraða – en samt síunga – íþróttaviðburði.

Lesa meira >>

1995 - Áttrætt hlaup en síungt

Metfjöldi þátttakenda leggur af stað í 80. Víðavangshlaup ÍR á sumardaginn fyrsta 1995. Hlaupið hófst í Tjarnargötu við Ráðhúsið og lauk þar einnig. Á klukkunni má sjá að sekúnda er liðin af hlaupi.

Í tilefni þeirra tímamóta í sögu Víðavangshlaups ÍR sem urðu sumardaginn fyrsta 1995, er hlaupið var háð áttatugasta árið í röð, var meðal annars efnt til sögusýningar í mótttökusal Ráðhúss Reykjavíkur. Þar gaf að líta myndir, muni og fleira, allt frá fyrstu árum hlaupsins og fram á síðustu ár. Í tilefni afmælisins fengu allir sem luku hlaupinu verðlaunapening. Fyrstur í mark varð Sigmar Gunnarsson UMSB og er það þriðja árið í röð sem hann vinnu Víðavangshlaup ÍR.

Lesa meira >>

1996 - Sigmar kemst í úrvalshóp

Borgfirðingurinn Sigmar Gunnarsson tók snemma forystuna í Víðavangshlaupi ÍR á sumardaginn fyrsta. Hér er hann þegar fremstur í flokki.

Borgfirðingurinn Sigmar Gunnarsson komst í úrvalshóp hlaupara er hann vann 81. Víðavangshlaup ÍR, árið 1996. Var það fjórði sigur hans í röð en slíkt höfðu aðeins þrír hlauparar afrekað. Sverrir Jóhannesson, KR, á árinum 1936 til 1939, Stefán Gunnarsson, Ármanni, 1948 til 1951 og Kristleifur Guðbjörnsson, KR, frá 1960 til 1963.

Lesa meira >>

1997 - Fimmti sigur Sigmars í röð

Víðavangshlaup ÍR hefur verið vorboði sumaríþróttanna í höfuðborginni í heila öld.

Um áratugaskeið hefur Víðavangshlaup ÍR verið merki þess að vorið væri að koma í hugum áhugafólks um íþróttir. Með hækkandi sól hefur lundin léttst og lífsins gleði kallað menn og vorsins dísir út að skokka.

Áður fyrr voru það einkum keppnismenn í íþróttum sem þátt tóku en á seinni árum hefur þátttaka heilsubótarskokkara og áhugahlaupara á öllum aldri aukist mikið. Hafa slíkir sett mikinn svip á hlaupið undanfarin ár þó keppnismennirnir skipi sér ávallt í fremstu sætin eins og eðlilegt er.

Lesa meira >>

1998 - Fyrstu menn dæmdir úr leik

Bræðurnir Sveinn og Björn Margeirssynir, með keppnisnúmer 4 og 5, voru dæmdir úr leik fyrir að hlaupa ekki alveg rétta leið.

Spurningin sem brann á margra vörum sumardaginn fyrsta 1998 var hvort Sigmar Gunnarsson úr Borgarfirði myndi vinna Víðavangshlaup ÍR sjötta árið í röð. Varð hlaupið all sögulegt og ekki reyndust þeir sigurvegarar sem fyrstir komu á mark. Sigmar varð þriðji og því virtist sigurganga hans hafa verið stöðvuð.

Lesa meira >>

1999 - Sveinn rauf sigurgöngu Sigmars

Við aldarhvörf fór þátttaka í Víðavangshlaupi ÍR mjög svo vaxandi og var fjölgunin meiri meðal kvenna ef eitthvað er.

Einum kapítula í sögu Víðavangshlaups ÍR lauk með 84. hlaupinu, árið 1999. Nýr maður bættist í hóp sigurvegara, Sveinn Margeirsson UMSS. Með sínum glæsilega sigri batt hann enda á sigurgöngu Borgfirðingsins Sigmars Gunnarssonar, sem vann hlaupið sex ár í röð, 1993 til 1998, og var farinn að ógna verulega meti Ágústs Ásgeirssonar ÍR sem vann hlaupið sjö sinnum á sínum tíma.

Lesa meira >>