Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

1982

„Kominn tími til að sigra“

Hann var hryssingslegur sumardagurinn fyrsti 1982 er menn risu úr rekkju í höfuðborginni, sunnan vindur og éljagangur. Vetur og sumar frusu saman víða um land annað árið í röð. Og þegar 67. Víðavangshlaup ÍR hófst við Tjarnarbrúna féll slyddusnjór til jarðar. Aðstæður í hlaupinu voru erfiðar framan af, en það létti til þegar á hlaupið leið og gott veður var komið í lokin.

ÍR-ingarnir Ágúst (t.v.) og Gunnar Páll sáttir við úrslitin og og ánægðir að hlaupi loknu.„Það hafa rúmlega eitthundrað hlauparar frá tíu félögum tilkynnt þátttöku í hlaupinu, sem nú fer fram 67. árið í röð. Og ég á von á meiri og harðari keppni um fyrstu sætin en undanfarin ár,“ sagði Guðmundur Þórarinsson þjálfari ÍR í Morgunblaðinu á sumardaginn fyrsta.

„Ég býst við að þeir félagarnir Ágúst Ásgeirsson og Gunnar Páll Jóakimsson, báðir úr ÍR, eigi mestar sigurvonir, Ágúst hefur unnið hlaupið oftar en nokkur annar, eða sjö sinnum, og reynir eflaust að sigra einu sinni til viðbótar. En Gunnar, sem aldrei hefur sigrað í hlaupinu, kemur vel undirbúinn til leiks og hyggur eflaust á sigur. Auk þeirra eru margir hlauparar í góðri æfingu og má því búast við mikilli baráttu,“
bætti Guðmundur við.

Og hann reyndist sannspár, því baráttan um sigur stóð milli ÍR-inganna tveggja. Og um staðfestu Gunnars Páls hafði ÍR-þjálfarinn góðkunni og ósérhlífni einnig rétt fyrir sér. Þeir félagarnir háðu mikla og harða keppni en Gunnar Páll lauk vetrarvertíð víðavangshlaupara með öruggum og góðum sigri í þessu sögufræga hlaupi. Hann háði skemmtilega keppni við Ágúst.

„Þeir hlupu samsíða mest allt hlaupið. Þegar þeir komu í Tjarnargötuna var greinilegt að möguleikar Gunnars Páls voru meiri. Fljótari en Ágúst og virtist líka minna þreyttur. Rétt við hornið á Tjarnargötu og Kirkjustræti tók Gunnar Páll á sprett, geystist fram úr Ágústi og kom sem öruggur sigurvegari í mark fyrir framan Alþingishúsið,“ sagði Dagblaðið um einvígi þeirra félaganna. Vonir Ágústs um að vinna sinn áttunda sigur í hlaupinu brustu í Vonarstræti, þá seig Gunnar Páll fram úr. Þeir félagarnir voru í sérflokki, en hlaupið heppnaðist þó vel, því alls kom 81 keppandi í mark.

„Það var kominn tími til að sigra í Víðavangshlaupi ÍR. Ég hef keppt nokkrum sinnum í hlaupinu en best náð þriðja sæti áður,“ sagði Gunnar Páll um sigur sinn við Dagblaðið. „Ég geri ekki ráð fyrir að færa mig upp á lengri vegalengdirnar í sumar. Vona að komast undir 1:50 í 800 m en næsta sumar, 1983, er líklegt að ég reyni við 5000 m,“ sagði Gunnar Páll ennfremur, en hann hafði undanfarin ár verið meðal fremstu hlaupara Íslands á millivegalengdum.

Smellið hér til að sjá fleiri myndir

 

Góð afmælisgjöf


Kempur heiðraðar


Snjókoma og léttklætt fólk


Þau elstu heiðruð


Léttur og sprækur


Gjaldfrí þátttaka


Úrslitin 1982