Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

1975

Sigfús stakk af snemma

„Aðstæðurnar í dag voru mér í hag,“ sagði Sigfús Jónsson, sigurvegari í 60. Víðavangshlaupi ÍR, að keppni lokinni. „Ég hugsaði um það eitt að ná sæmilegu forskoti strax, vissi að ef ég næði því ekki myndi a.m.k. Ágúst taka mig örugglega á endasprettinum. Þetta heppnaðist. Mér tókst fljótlega að ná góðu forskoti á þá Ágúst og Jón, og halda því síðan. Brautin var að mínu viti skemmtilega lögð, og þetta var ekki mjög erfitt hlaup. Mýrin var að vísu nokkuð laus undir fæti, en ekki svo að það kæmi að verulegri sök,“ bætti Sigfús við í samtali í Morgunblaðinu.

Sigfús sigraði í 60. Víðavangshlaupi ÍR með þónokkrum yfirburðum. Hlaupið var nú nokkru lengra en verið hafði undanfarin ár, og auk þess nokkuð hvass meðvindur á fyrri hluta hlaupsins. Þetta var fyrsti sigur Sigfúsar og hann var sætur. Undanfarin tvö ár hafði hann verið nærri því að vinna sigur í hlaupinu, en félagi hans, Ágúst Ásgeirsson, hafði þó betur í bæði skiptin. Í afmælishlaupinu tók Sigfús snemma forystu og jók hana jafnt og þétt alla leið í mark. Og þegar í markið kom var hann samt óþreyttur og sporléttur að sjá.

Annar í hlaupinu varð Jón Diðriksson, Borgfirðingur. Um hann sagði Morgunblaðið: „Þar er á ferðinni eitt mesta hlauparaefni sem fram hefur komið hérlendis um árabil. Það, að hann skyldi hanga í Sígfúsi og sigra Ágúst er gott afrek hjá honum, sem bendir ótvírætt til þess að þeir ÍR-félagar geti engan veginn bókað sér sigur á móti honum í sumar. Virðist svo sem að Jón skorti aðeins herslumun í æfingum til þess að standa þeim nokkurn veginn jafnfætis. Þarna er örugglega á ferðinni piltur sem mikils má vænta af í framtíðinni, og vonandi tekur íþrótt sína alvarlega.“

Gríðarleg afföll voru frá tilkynntri þátttöku og varpaði það nokkrum skugga yfir annars skemmtilegt hlaup. Útlit var fyrir metþátttöku, 110 keppendur höfðu boðað komu sína, en til þessa höfðu keppendur verið flestir 64, eða árið 1972. Hefði metþátttaka verið góð afmælisgjöf til hlaupsins. Ekki mætti þó nema um helmingur þeirra til leiks, sem skráðir voru.

Hlaupaleiðin var nokkuð önnur en undanfarin ár. Hlaupið hófst á sama stað og vant var – í Hljómskálagarðinum vestan miðtjarnarinnar við Skothúsveg. Þaðan lá leiðin fyrst um garðinn sjálfan og síðan yfir Hringbrautina yfir í Vatnsmýrina. Þegar komið var til baka inn í Hljómskálagarðinn að nýju var hlaupið meðfram Tjörninni og út í Tjarnargötu, norður hana, yfir Vonarstræti og inn í Aðalstræti, norður þá götu og síðan austur Austurstræti, þar sem hlaupinu lauk, eins og oft áður fyrri. Stúlkurnar voru ræstar á undan en karlmennirnir voru fljótir að hlaupa þær uppi og tóku þeir Sigfús, Ágúst og Jón strax forystuna í hlaupinu og smá juku hana alla leið.

Búist var við feikilega harðri baráttu um sigur í hlaupinu, sérstaklega milli ÍR-inganna Sigfús og Ágústar sem komnir voru heim frá Englandi til keppni. Sigfús var þó talinn sigurstranglegri þar sem meiðsli höfðu háð Ágústi í aðdraganda hlaupsins. Á óvart kom því, að Jón Diðriksson komst upp á milli þeirra.

Í kvennakeppninni hafði Ragnhildur Pálsdóttir, UMSK, umtalsverða yfirburði. Kom hún í markið meira en mínútu á undan Ingunni L. Bjarnadóttur úr FH og var lítið fyrir aftan miðju í hópi karlmannanna. Af hlaupi hennar mátti ráða að Ragnhildur var í sérflokki íslenskra kvenna sem lögðu langhlaup fyrir sig.

Úrslit hlaupsins sýndu og sönnuðu að FH-ingar væru að koma sér upp hópi harðsnúinna hlaupara. Piltarnir sem kepptu voru flestir ungir að árum, en stóðu sig með miklum sóma. Þannig hreppti Sigurður P. Sigmundsson fjórða sæti, var á undan félaga sínum Róbert McKee, sem sigraði í karlaflokki á meistaramóti Íslands í víðavangshlaupi nokkrum vikum áður. Þóttu þeir stórefnilegir og hið sama var að segja um þá Einar P. Guðmundsson og Gunnar Þ. Sigurðsson.

Nokkrir smáir keppendur en knáir kláruðu 60. hlaupið vandalaust. Er engu líkara en lögregla sé að kasta á þennan heiðurskveðju.ÍR-ingar sópuðu til sín verðlaunagripunum sem keppt var um í sveitakeppninni. Unnu þeir 3ja og 5 manna sveitabikarana til eignar. Auk þess unnu svo ÍR-ingar 10 manna sveitakeppnina, en UMSK sigraði í kvennakeppninni og HSK átti elstu sveitina. Vó þar mikið að í þeirra hópi var langelsti keppandinn í hlaupinu, Jón Guðlaugsson, sem var 49 ára. Keppti hann þarna í sínu 16. víðavangshlaupi. Lauk hann því með miklum sóma og góðum endaspretti.

Í öllum sveitakeppnum karla urðu FH-ingar í öðru sæti. Það urðu þeir einnig í mjög jafnri keppni í kvennaflokki, voru aðeins stigi á eftir UMSK. Keppni elstu sveita var nokkuð jöfn. HSK tefldi fram 129 ára liði, UMSK 127 ára og ÍR 123 ára.

Eins og áður segir var endamark hlaupsins í Austurstræti. Allt fram undir 1940 lauk hlaupinu þar, jafnan að viðstöddum miklum mannfjöldi. Síðan hefur hlaupinu oftast lokið á Fríkirkjuveginum eða í Hljómskálagarðinum. Í tilefni af 60 ára afmæli hlaupsins var ákveðið að tengja það upprunanum með því að hafa lokaspretturinn á ný í Austurstræti.

Smellið hér til að sjá fleiri myndir

 

Í 53. sinn á hlaupinu


Misjöfn þáttaka


Mikið brottfall


Sumargjöfin góða


Úrslitin 1975