Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

1969

Kópavogsmenn sigursælir

Frá upphafi Víðavangshlaupsins 1969. Fremstir fara (f.h.) Kristján Magnússon Ármanni, Jón Guðlaugsson HSK og Jórdaninn Jamit Jamie. Allt þar til nú, eða alla vega fram til síðustu ára, hefur Víðavangshlaup ÍR verið fyrsti umtalsverði viðburður frjálsíþróttaársins. Gott upphaf þar gat boöað gott sumar og verið góð auglýsing fyrir þá sigursælu; einstaklinga sem félög. Því meiri metnað sem félög lögðu í hlaupið þeim mun sterkari gat sú auglýsing orðið sem þau hlutu með uppskeru sinni.

Dæmi um félag sem kappkostaði að ná sem bestum árangri í hlaupinu var Ungmennafélagið Breiðablik í Kópavogi (UBK). Undir lok sjöunda áratugarins og upp úr því tefldi það stórum og öflugum sveitum fram í hlaupinu og vöktu mikla athygli með góðum árangri.

Í 54. Víðavangshlaupinu, 1969, slóu Kópavogsmenn í gegn svo um munaði. Áttu stóran hóp keppenda, hlaupakjarna sem æft hafði vel um veturinn, sem reyndist sigursæll. Það var ekki nóg að þeir ættu sigurvegara hlaupsins, þann fyrsta í sögunni úr Kópavogi, heldur vann félagið allar sveitakeppnirnar þrjár, 3ja manna sveit, 5 manna og 10 manna.

Fáni ÍR við rásmarkið í Hljómskálagarðinum áður en hlaupið hófst.Eftir fremur rýra þátttöku um árabil, með þeirri undantekningu sem 50. hlaupið var, fannst mörgum það ánægjuleg sjón að sjá svo stóran hóp leggja í hlaupið. Sigfús Jónsson, ungur og efnilegur ÍR-ingur, tók forystu og fór geyst. Var hann fyrstur þegar hlaupararnir yfirgáfu Hljómskálagarðinn og héldu út í Vatnsmýrina. Síðar reyndist aðalkeppnin milli hans og Þórðar Guðmundssonar UBK. Í þeirri rimmu naut Þórður margra ára reynslu sinnar undir lokin og vann örugglega.

Dagblaðið Vísir sagði að þetta hafi verið stærsti sigur á ferli Þórðar. En hann varð þó að taka verulega á til að losa sig frá hinum 18 ára Sigfúsi sem varð örugglega í öðru sæti. Langt bil, 23 sekúndur, var í þriðja mann, Kjartan Ólafsson KR sem var algjör nýliði í hlaupum og þótti lofa góðu. Komu svo aðrir keppendur nokkuð jafnt að marki og í einstökum tilfellum var hörkubarátta á lokasprettinum.

Þátttakendur að þessu sinni voru 28 og er það meira en verið hefur í mörg ár og með meira móti frá upphafi. ÍR-ingar höfðu heldur aldrei átt svo marga þátttakendur í sínu eigin hlaupi en þeir tefldu fram 10 manna sveit eins og UBK. Sigfús Jónsson var þar driffjöður og fékk skólafélaga sína í Menntaskólanum við Hamrahlíð til þátttöku.

Annað árið í röð unnu Kópavogsmenn allt sem hægt var að vinna í sveitakeppninni. Var það frábær árangur hjá þessu ötula ungmennafélagi sem var óðum að hasla sér völl í sem flestum íþróttum. Í keppni 3ja manna sveita hlaut UBK 12 stig, ÍR 19 og KR 25 stig. Í 5 manna sveitakeppni hlaut UBK 31 stig, ÍR 40 og KR 70. í 10 manna sveitum hlaut UBK 93 stig en ÍR 117 stig. Fóru Breiðabliksmenn því heim með þrjá bikara; Volvobikarinn sem Gunnar Ásgeirsson gaf til keppni í 3ja manna sveit, Hagtryggingarbikarinn fyrir 5 manna sveit og Shellbikarinn sem Skeljungur gaf til keppni í 10 manna sveit.

Bræður vekja athygli


Jórdani keppti


Fjöldinn gladdi


Úrslitin 1969