Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

1951

Stefán fyrstur fjórða árið í röð

Þegar hlaupaleiðin var gengin með keppendum í 36. Víðavangshlaupi ÍR síðasta vetrardag var veðurútlitið eigi gott; snjór yfir öllu og skafrenningur. En svo rann sumardaginn fyrsti upp bjartur og fagur. Þótt veður væri kalt, 4-5 stiga frost á hádegi og lítilsháttar norðnorðaustan næðingur, var ákveðið um morguninn, að freistast skyldi að hlaupa.

Hlaupararnir að fara af Njarðargötu inn í Hljómskálagarðinn. Til vinstri er Stefán Gunnarsson er Stefán Gunnarsson Ármanni að taka forustuna af Kristjáni Jóhannssyn UMSE er verið hafði fyrstur alla leiðina fram að því.Látlaus hríð var í Reykjavík allan daginn síðasta vetrardag en frost lítið. Vetrarríkið í bænum við sumarmál var þó aðeins svipur hjá sjón af því sem var út um land allt, einkanlega þó á Norður- og Austurlandi, þar sem fannbreiðan var margir metrar á þykkt.

Tíðin olli því, að einungis 17 keppendur mættu af 28 skráðum frá sjö félögum. Flestir sem vantaði voru veðurtepptir úti á landi. Hlaupararnir frá Héraðssambandinu Skarphéðni voru flestir veðurtepptir fyrir austan fjall, Torfi Ásgeirsson var innlyksa á Akureyri og hinir þrír, sem ekki mættu, voru illa fyrir kallaðir.

Og næðingurinn hefur að öllum líkindum verið helsta ástæða þess, að áhorfendur voru færri en vant var.

Snjór var á jörðu er hlaupið hófst á Melavellinum. Kristján Jóhannsson úr Eyjafirði, sem genginn var til liðs við ÍR, tók forystuna og hélt henni mestallt hlaupið. Leiðin lá suður á Grímsstaðaholt, yfir Vatnsmýrina, meðfram Tívolígarðinum og endað í Hljómskálagarðinum, eins og venja hafði verið undanfarin ár.

Stefán Gunnarsson kemur fyrstur að marki og að baki honum er Kristján Jóhannesson er varð annar.Stefán fylgdi Kristjáni fast eftir og er líða tók á seinni helminginn voru þessir tveir garpar orðnir all langt á undan. Þegar sveigt var inn í Hljómskálagarðinn undir lokin hóf Stefán mikinn sprett og fór fram úr Kristjáni. Hann gerði sitt ítrasta til að halda í Stefán en Ármenningurinn var of sterkur og sigraði ótvírætt. Á þeim Kristjáni munaði tveimur sekúndum. Var þetta fjórða árið í röð sem Stefán varð fyrstur að marki í ÍR-hlaupinu.

Næstu menn hlupu mjög vel þótt talsvert væru á eftir og var nokkurs vænst af þeim á hlaupabrautum sumarsins. Þriðji varð Viktor E. Münch Ármanni og í næstu sætum Sigurður Guðnason ÍR og Eiríkur Haraldsson Ármanni. Vöktu þeir töluverða athygli fyrir frammistöðu sína því þeir höfðu aldrei hlaupið svona langt og sá síðarnefndi aðallega haldið sig við hástökk til þessa.

Í þriggja manna sveitakeppninni sigraði A-sveit Ármanns með 7 stigum, átti 1. 3. og 5. mann. Önnur varð sveit ÍR með 15 stig og þriðja B-sveit Ármanns með 24 stig. Vann félagið því í fyrsta sinn bikar þann, sem Hallgrímur Benediktsson stórkaupmaður gaf til þeirrar keppni.

Ármann vann einnig með yfirburðum bikarinn fyrir 5 manna sveitakeppnina, sem Sanitas hf. Gaf. Félagið vann einnig þann bikar nú í fyrsta sinn, en Ármann var eina félagið með fimm manna sveit.

Það var til tíðinda í hlaupinu 1951, að Knattspyrnufélagið Víkingur sendi keppendur í ÍR-hlaupið í fyrsta sinn, Jóhann og Eirík Helgasyni. Urðu þeir í 11. og 14. sæti í mark.

Oddgeir strengir heit


Stefán jafn Sverri


Meira nöldur um sveitakeppni


Aukinn áhugi á langhlaupum


Þrenna hjá Ármanni


Úrslitin 1951