Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

1949

Harðviðri og flensa knúðu fram frestun

Tímamót urðu í sögu Víðavangshlaups ÍR árið 1949, í 44. hlaupinu. Vegna harðviðrisútlits og inflúensufaraldurs í Reykjavík var fallið frá því að halda hlaupið 1. sumardag. Var því slegið á frest til sunnudagsins 8. maí en þetta var í fyrsta sinn í sögunni sem hlaupinu hafði verið frestað. Aðeins einu sinni áður hafði það ekki farið fram á sumardaginn fyrsta. Var það árið 1940 en í það skiptið ákváðu ÍR-ingar að gera sér dagamun; héldu hlaupið 2.maí og efndu til skemmtana sama dag í kvikmyndahúsum borgarinnar.

Stefán Gunnarsson vann Víðavangshlaupið annað árið í röð 1949 og félagar hans Njáll Þóroddsson og Hörður Hafliðason urðu í öðru og þriðja sæti. Miklir kuldar voru í borginni síðustu daga vetrarins og útlit fyrir harðviðri á sumardaginn fyrsta. Fyrir Norðurlandi lá hafís víða við land sem jók á loftkuldann. Vegna þessa og veikindafaraldurs í bænum taldi framkvæmdanefnd hlaupsins ekki heppilegt að láta hlaupið fara fram og ákvað síðasta vetrardag, að fresta því um óákveðinn tíma. Þráðurinn var tekinn upp 8. maí og voru aðstæður þá allt aðrar, veður gott, fremur hlýtt eftir árstímanum en dálítil væta meðan hlaupið fór fram.

Tiltölulega fáir höfðu skráð sig sem þátttakendur í hlaupinu að þessu sinni og var Ármann eina félagið sem sendi menn bæði í þriggja og fimm manna sveitakeppnina. Skráðir voru 12 keppendur en aðeins 9 tóku þátt og luku allir keppni; 7 frá Ármanni, einn frá ÍR og einn frá KR. Það var Oddgeir Sveinsson sem tók þátt í hlaupinu í 19. sinn. Hafði hann verið meðal keppenda oftar en nokkur annar. Hann varð áttundi nú á 14:06,0 mínútum.

Óhætt er að segja, að Ármenningar hafi sigrað í hlaupinu með glæsibrag. Félagið átti þrjá fyrstu menn í mark og vann því þriggja manna sveitakeppnina með minnstu mögulegu stigatölu. Vann hún Vísisbikarinn í þriðja sinn í röð og þarmeð til eignar. Ármann vann einnig keppni í fimm manna sveitum og hlaut Coca-Cola bikarinn annað árið í röð, en hann var reyndar ekki enn tilbúinn úr smíði.

Stefán Gunnarsson Ármanni varð fyrstur að marki á 11:44,2 mínútum. Í næstu tveimur sætum voru félagar hans, Njáll Þóroddsson á 11:53,0 mín. og Hörður Hafliðason á 11:54,0 mín. Guðmundur Bjarnason ÍR varð fjórði á 12:01,6 mín. og fimmti Haraldur Þórðarson Ármanni, sigurvegari 1940 (þá undir merkjum Stjörnunnar í Dalasýslu) og 1943, á 12:27,0 mín.

Fyrir sigur sinn hlaut Stefán Gunnarsson ÍR-bikarinn í annað sinn. Auk þess fengu fyrstu þrír menn verðlaunapeninga og auk bikaranna fyrir sveitakeppni hlaut hver sveit áletrað skjal um þátttöku sína og árangur.

Hlaupaleiðin var lítillega breytt frá í fyrra. Hlaupið hófst við suðurenda Íþróttavallarins, síðan hlaupið í vestur að stórri birgðaskemmu og síðan í suðvestur, gegnum braggahverfi í stefnu sunnan við Haga, beygt snöggt til suðurs að Skerjafirði, síðan austur í stefnu á Grímsstaði, yfir túnið þar og ofan við húsin fyrir neðan Hólabrekku. Þaðan var hlaupið sem merki vísuðu niður á Vatnsmýrartúnin fyrir neðan Háskólann og norður þau inn í Hljómskálagarðinn og síðan fyrir Tjarnarendann að Hljómskálanum þar sem hlaupinu lauk.

Þjóðviljanum leist ekki á hina slöku þátttöku í hlaupinu, en í frásögn þess af hlaupinu sagði m.a.:

„Þeir sem stóðu við endamark hlaupsins í Hljómskálagarðinum hafa vissulega séð fífil þessa hlaups fegri en í þetta sinn. Menn urðu undrandi að sjá aðeins einn keppanda frá K.R., sem nú keppti í 19. sinn. Ber Oddgeiri Sveinssyni heiður og lof fyrir þessa þátttöku. Hinu furðar mann svo á, að hans 1807 manna félag skuli ekki senda fleiri en hann einan til keppni í þetta hlaup, þar hlýtur eitthvað að vera í ólagi. Sama er að segja um ÍR með sína 11 – 12 hundruð félagsmenn, þar keppir aðeins einn. Hér er eitthvað alvarlegt á ferðinni, sem taka verður föstum tökum. Hér er greinleg afturför hjá ÍR og KR sem manni virðist algerega óafsakanlegt. Er þetta raunar með sama marki brennt og lengri hlaupin yfirleitt, þau liggja í láginni. Hvort því veldur að æska þessa tíma þykir þau of erfið, kunni betur við ró, er ekki gott að segja eða ódugnaður félaganna er um að kenna, en hætt er við að eitthvert samband sé þar á milli.

Ef til vill er sanngjarnt að líta á kalsaveðrið sem orsök í því að sára fáttfólk mætti við þetta hlaup. En er þetta nóg afsökun? Freistast maður til að álíta að hlaupið hafi tapað miklu af þeim ljóma sem það átti í hugum fólksins, og væri það mikill skaði. Áður var þetta hátíð. Þarna hefur Í.R.. mikið verk að vinna, að forða þessu söguríka hlaupi frá því að verða hálfdauður vani í stað ljóma og lífs.“

Gengið undir leka


Steindór borgaði kaffisamsætið


Vanhöld í starfsliði


Mættu ekki í hófið


Ekki samkvæmt reglum


Úrslitin 1949


Leikskrá