Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

1941

Óskar og Indriði stungu af

Hlaupararnir á ferð úti í Vatnsmýrinni 1941.Víðavangshlaup ÍR í sumarbyrjun 1941 varð að pólitísku bitbeini. Gagnrýnt var að það fengi að fara fram meðan aðrir mannfagnaðir voru bannaðir vegna stríðsástands. Til dæmis voru hópgöngur barna á degi þessum ekki leyfðar. Dró þetta ekki úr áhuga bæjarbúa sem sýndu mikinn áhuga fyrir hlaupinu nú sem fyr og safnaðist mikill mannfjöldi saman í Austurstræti og Bankastræti til að sjá lokasprett hlauparanna.

Sigurgeir Ársælsson Ármanni tók von bráðar forustuna eftir að keppendur voru ræstir af stað. Hélt hann henni alla leið suður á tún og búist var almennt við því, að hann eða Haraldur Þórðarson félagi hans úr Ármanni, sem sigraði í Viðavangshlaupinu í fyrra, myndu leiða hlaupið í mark. Þóttu líkur til að keppnin um fyrsta sætið myndi verða á milli þeirra.

Þetta fór þó á annan veg. Þegar suður á túnin kom, gekk á ýmsu og kapp mikið í hlaupurunum sem enn héldu sig í þéttri fylkingu. Þar dró hins vegar til tíðinda er KR-ingarnir Óskar A. Sigurðsson og Indriði Jónsson tóku að spjara sig. Tóku þeir forystuna, Óskar á undan, en Indriði á eftir, og hertu mjög á sér. Dró strax greinilega í sundur og æ því meir sem lengur leið á hlaupið.

Það varð því aldrei að aðalkeppnin yrði á milli þeirra Sigurgeirs og Haralds. Hvorugur þeirra var í fararbroddi þegar hlaupararnir sáust efst í Bakarabrekkunni á lokasprettinum í mark, heldur Óskar og Indriði. Höfðu þeir þá hrist alla keppinautana af sér og komu langfyrstir í mark við fögnuð gífurlegs mannfjölda sem safnaðist hafði saman í Bankastræti, Austurstræti og nærliggjandi götum meðan hlaupið fór fram.

Óskar rann skeiðið á 14:36,7 mín., Indriði á 14:41,0 og Haraldur Þórðarson á 15:08,2 mín. Færðu þeir Óskar og Indriði KR sigurinn í sveitakeppninni ásamt Ragnari Sigurjónssyni sem varð sjöundi í mark.

Sigurvegarinn frá í fyrra, Haraldur hlaut óvænta en góða keppni af kornungum nýliða og bráðefnilegum hlaupara, Guðmundi Þ. Jónssyni úr Ungmennafélagi Kjalnesinga. Varð Haraldur að taka á honum stóra sínum til að halda þriðja sæti .

KR-inarnir sem unnu sveitakeppnina (f.v. – keppnisnúmer í sviga) Oddgeir Sveinsson (9), Ragnar K. Sigurjónsson (7), Óskar A. Sigurðsson (2) og Indriði Jónsson (5).Vegalengdin, sem hlaupin var, var 4½ km. Hófst hlaupið fyrir framan alþingishúsið. Þaðan var hlaupið vestur Kirkjustræti, suður Suðurgötu, á Melana suður fyrir háskóla, þaðan niður á Vatnsmýrartún og yfir þau á Laufásveg. Þaðan tekin stefna norður veginn, að Kennaraskólanum, um Barónsstíg, Bergstaðastræti, Skólavörðustíg, Bankastræti, Austurstræti og loks numið staðar fyrir framan afgreiðslu Morgunblaðsins gegnt Búnaðarbankanum. Var í raun hlaupin svipuð leið og áður en með smá breytingum þó hér og þar. Hæfilegar hindranir voru á leiðinni en torfærur samt minni en oft áður.

Keppendur voru 15 á skrá frá fjórum félögum, en 12 mættu til leiks frá þremur félögum. og kom einn þeirra ekki að marki. KR vann flokkakeppni hlaupsins með 10 stigum, átti 1., 2. og 7, mann. Ármann hlaut 14 stig, átti 3., 5. og 6. mann, og U.M.S.K. 21 stig, átti 4., 8. og 9. mann. Hlaut K.R. þar með Egils-flöskuna öðru sinni.

Nú kepptu Kjósverjar undir merkjum sambandsins, UMSK, og var það í fyrsta skipti sem héraðssambandi var leyfð þátttaka í Víðavangshlaupi ÍR.

Hlaupið fór ágætlega fram í alla staði. Gott var að hlaupa, nema nokkur mótvindur um miðbik leiðarinnar. Tími sigurvegarans var ágætur.

Undraðist að hlaupið skyldi leyft


Hlaupinu útvarpað?


Úrslitin 1941


Leikskrá