Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

1939

Sverrir fyrstur fjórða árið í röð

Örtröð var á Austurvelli og götunum umhverfis og tókst af þeim sökum ekki að koma Víðavangshlaupinu 1939 af stað fyrr en rúmum stundarfjórðungi eftir auglýstan rástíma. Skýringin á örtröðinni var að fjölmenn skátaskrúðganga endaði við Dómkirkjuna vegna sumardagsmessunnar rétt áður en hlaupið átti að hefjast. Ekki bætti úr skák að hlaupið hófst svo að segja við kirkjuna.

Þáttaka sveitar Dalamanna vakti athygli en hana skipuðu (f.v.) Gísli Ólafsson, Haraldur Þórðarson og Evert Sigurvinsson.Uppákoman við kirkjuna fór illa í blaðamann Þjóðviljans sem sagði að helgi messunnar hefði verið misboðið. Sagði hann þetta því merkilegra þar sem ÍR-ingar „væru yfirleitt smekkmenn í framkvæmdum“. Tímasetja hefði átt hlaupið síðar, en sú breyting hafði verið gerð á hlaupinu frá fyrri árum, að ákveðið var að láta það hefjast klukkan 11 í stað 14. Og þar sem skátamessunni var útvarpað beint var ekki hægt að útvarpa beint frá hlaupinu sem fyrr. Mælti það ekki síður en annað á móti því að þessi nýi tími skyldi valinn.

Þótt veður hafi verið fremur kalt var Víðavangshlaup ÍR sami sumarboðinn sem áður og einhver vinsælasti íþróttaviðburður ársins, eins og sannast hefur ár eftir ár í mikilli aðsókn að hlaupinu. Að þessu sinni var um nokkra breytingu á hlaupinu að ræða. Önnur leið farin en undanfarin ár, en þó sama vegalengd. Mun þessi breyting hafa stafað af því að ósamkomulag var milli stjórnar ÍR og framkvæmdanefndar barnadagsins. Leiðinlegt þótti, að það ósamkomulag skyldi þurfa að bitna á bæjarbúum, sem gaman höfðu haft af víðavangshlaupinu.

Víðavangshlaupið hafði þótt heldur lítið „víðavangs“-hlaup hin síðari ár, því það hafði að mestu verið hlaupið á lögðum vegum. Því breytti ÍR leiðinni nokkuð nú. Hlaupið hófst frá Alþingishúsinu og farið var um Kirkjustræti, Suðurgötu að Loftskeytastöðinni, þá troðninga vinstra megin við veginn að Sjóklæðagerðinni, þá beygt til vinstri og stefnt á Breiðabólstað, syðst í Vatnsmýri. Þar var beygt til vinstri og stefnt á Kennaraskólann á Hringbraut, hún farin á Sóleyjargötu og síðan um Fríkirkjuveg og endað við barnaskólann.

Þar hafði hlaupið ekki endað fyrr og vegna þess – svo og tímabreytingarinnar – munu margir hafa orðið af hlaupinu. Því urðu margir fyrir vonbrigðum sem héldu að hlaupararnir kæmu að marki í Austurstræti eins og venja var til. Hafði hlaupið jafnan sett sinn svip á daginn vegna hins mikla mannfjölda, sem alltaf safnaðist saman til að horfa á úrslit hlaupsins. Hlaupið nú fór einnig fram að viðstöddu fjölmenni, og í ágætu veðri. Þó voru áhorfendur ekki eins fjölmennir og undanfarin ár, enda áttu margir ekki heimangengt fyrir hádegi og aðrir kusu að sofa út.

Margir af ágætustu hlaupurum landsins tóku þátt í hlaupinu. Fjölmiðlar sögðu, að án efa yrði mikið kapp milli bæjarmanna og aðkomumanna. Morgunblaðið sagði að einn hlauparinn úr Dölum myndi verða Sverri Jóhannessyni úr KR skeinuhætttur keppinautur en Sverrir hafði unnið hlaupið þrjú ár í röð. Þar var átt við Harald Þórðarson, sem varð annar í mark 1938.

Og ÍR-hlaupið varð nú meðal annars merkilegt sakir þess, að Sverrir vann sigur fjórða árið í röð. Var það einstakur árangur, og er eiginlega enn. Geir Gígja hafði unnið hlaupið jafn oft á árunum 1924 – 1928 en mest þrjú í röð, eins og Guðjón Júlíusson úr Kjós. Til að setja afrekið í samhengi, þá var árangur Sverris tvisvar jafnaður, á fimmta og sjöunda áratugnum, en ekki bættur fyrr en á tíunda áratugnum, eftir rúma hálfa öld.

KR átti fyrsta mann (Sverrir á innfelldu myndinni) og sigruðu í sveitakeppninni. Sveitina skipuðu (f.v.) Oddgeir Sveinsson, Sverrir Jóhannesson og Indriði Jónsson. Sverrir tók strax forystu og skotið reið af og hélt henni svo að segja óslitið alla leið. Þeir Sigurgeir Ársælsson úr Ármanni og Haraldur Þórðarson úr Ungmennafélaginu Stjörnunni í Dalasýslu ætluðu að fylgja honum, en reyndist það brátt ofurefli. Áður en einn kílómetri var að baki hafði Sverrir slitið þá af sér. Höfðu þeir Sigurgeir og Haraldur ekkert meira af honum að segja nema á kaflanum í Vatnsmýri, sem var all blautur.

Þar missti Sverrir af sér skóinn og tafðist nokkuð vegna þess. Komust þeir Sigurgeir og Haraldur þá fram fyrir um skeið. En er hann hafði fest á sig skóna aftur rauk Sverrir aftur af stað og tók óðara aftur fram úr þeim. Hélt hann síðan forustunni alla leið í mark.

Sverrir sigraði svo örugglega, hljóp á 13:45,8 mínútum og var sex sekúndum rúmum á undan Haraldi Þórðarsyni, sem hljóp á 13:52,1 mín. Þegar út úr mýrinni kom fór Indriði Jónsson KR, sem þangað til hafði verið fjórði, að vinna á. Tók hann á skörpum spretti fram úr Sigurgeir á lokakaflanum en náði ekki Haraldi. Varð hann því þriðji á 13:59,8 sekúndum.

Indriði þótti mjög efnilegur hlaupari sem sagður var með góðri þjálfun geta náð langt, en hann var aðeins 19 ára. Árið áður keppti hann í Víðavangshlaupinu og varð þá sextándi. Var því um mikla framför að ræða hjá honum.

Hlaupararnir virtust annars allir ekki svo þreyttir eftir hlaupið og létu sæmilega vel yfir hinni nýju leið. Af hinum 23 áður tilkynntu þátttakendum mættu 6 ekki til leiks og einn kom ekki að marki; Arilíus Ámundason ÍR. Úrslit sveitakeppninnar urðu þau, að KR bar sigur úr býtum, átti 1., 3. og 9. mann og fékk 13 stig. Var þetta þriðji sigur þeirra í röð og unnu KR-ingar því Svanabikarinn til eignar.

Dalamenn urðu í öðru sæti með 17 stig, áttu 2., 7. og 8. mann. Í þriðja sæti varð Glímufélagið Ármann, átti 5., 6. og 15. mann og fékk 26 stig. Íþróttafélag Kjósarsýslu varð fjórða, átti 4., 11. og 14. mann og fékk 26 stig. Aðeins tveir ÍR-ingar luku keppni af þremur og fékk félagið því ekkert stig í sveitakeppninni, þrjá þurfti að marki til þess.

Þvældist fyrir


Verði útvarpað


Harðnandi keppni


Níunda hlaupið


Komnir langt að


Rekinn á brott af vorgyðjunni


Ekki nógu klæddir?


Úrslitin 1939


Leikskrá