Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

1934

Borgfirðingar vinna glæsilegan sigur

Nítjánda Víðavangshlaup Íþróttafélags Reykjavíkur var ekkert frábrugðið þeim fyrri í huga höfuðborgarbúa. Hafði það jafnan þótt merkilegur viðburður í íþróttalífi bæjarins og var engin undantekning þar á nú ef marka mátti þann aragrúa fólks sem með því fylgdist spennt af eftirvæntingu.

Bjarni Bjarnason úr Borgarfirði kemur fyrstur í mark 1934. Að þessu sinni voru keppendur frá þremur félögum: 7 menn frá Íþróttafélagi Borgfirðinga (ÍB), tíu frá Knattspyrnufélagi Reykjavíkur og 5 menn frá Íþróttafélagi Kjósarsýslu (ÍK). Er þetta annað árið sem Borgfirðingar taka þátt í hlaupinu sem sjálfstætt félag. Áður kepptu Borgfirðingar af hálfu íþróttafélaga í Reykjavík er þeir tóku þátt í hlaupinu og voru oft í fremstu röð.

Hlaupið var um Skólabrú og Laufásveg að Hlíð; þaðan norður yfir túnin á Laugaveg, við nr. 101, og þá sem leið liggur niður Laugaveg, Bankastræti, Austurstræti og staðnæmst við afgreiðslu Morgunblaðsins.

Hlaupið var hafið frá dyrum Alþingishússins og er hlaupararnir voru horfnir sjónum manna suður Laufásveginn, þyrptist manngrúinn þúsundum saman yfir í Austurstræti og Bankastræti. Fylltist allt þar á svipstundu nema braut sú er haldið var opinni fyrir hlauparana. Hljóp þar hver sem betur gat til að ná sem bestu stæði til að fylgjast með er hlaupamenn bæri að marki. Fljótt varð þar þröng mikil og átti lögreglan fyrst í stað fullt í fangi með að halda fólksmergðinni utan við hlaupabrautina á miðju strætinu, en mest var þröngin framan við afgreiðslu Morgunblaðsins – við marklínuna.

„Mannfjöldinn laust upp dynjandi fagnaðarópi, er sást til fyrstu hlauparanna – og linnti ekki fagnaðarlátunum fyr en síðasti keppandi var kominn að marki,“ sagði Morgunblaðið

Eins og í fyrra tók Gísli Albertsson frá ÍB fljótt forystuna og breikkaði bilið milli hans og annarra jafnt og þétt. Á túnunum inn við Hlíð var hann orðinn um 200 metrum á undan en rataði þar hins vegar í ógöngur. Tók að óþörfu mikinn krók og smám saman og áður en varði var hann fallinn niður í sjöunda sæti. Að dómi manna hefði hann að minnsta kosti orðið sigurvegaranum hættulegur ef ekki hefði tekist svo óheppilega til hjá honum, en á lokakaflanum vann hann sig aftur fram úr tveimur og varð á endanum fimmti að marki.

Við krók Gísla tók Sverrir Jóhannesson KR forustyna og félagi hans Ólafur Guðmundsson var á hælum hans. Aðrir fylgdu fast á eftir og stefndi í slag um hvert sæti. Þegar inn á Laugaveginn kom og hraðinn jókst síðasta spölinn var Bjarni Bjarnason ÍB fyrstur en þó ekki sloppinn frá Sverri og Jóni Guðmundssyni ÍB. En von bráðar losaði Bjarni sig frá þeim og vann öruggan sigur, nú mun öruggari en í fyrra. Sverrir varð annar og Jón þriðji. Bæði þeir þrír og eins allir hinir hlaupararnir virtust í góðri æfingu og fljótir að jafna sig eftir að marki kom.

Bjarni hljóp skeiðið á 13 mín. 35,2 sek., Sverrir á 13 mín. 38,9 sek. og Jón á 13 mín. 50,3 sek. Voru þessir þrír sæmdir verðlaunapeningum. Þá voru 4., 5. og 6. maður að marki úr ÍB og unnu Borgfirðingar því nýja silfurbikar þann – Morgunblaðsbikarinn – sem keppt var um í fyrsta sinn með 19 stigum. Rufu þeir þar með átta ára sigurgöngu KR-inga í Víðavangshlaupi ÍR en þeir unnu Silla & Valdabikarinn til fullrar eignar í fyrra. Að þessu sinni varð KR-sveitin í öðru sæti, fékk 41 og Kjósverjar fengu 68 stig, en þeir máttu muna sinn fífil fegurri en nú í Víðavangshlaupi ÍR.

Villtist en munaði ekkert um það


Fjölmenni við hlaupið


Keppt um Morgunblaðsbikarinn


Áhugaleysi?


Úrslitin 1934