Heillaóskaskrá

ÍTR

Essei

Ottó B Arnar

Þrír frakkar hjá Úlfari

 

Brúskur hárstofa ehf

Danica sjávarafurðir hf

Ís og Ævintýri ehf

Ísfrost

Íþróttasamband Fatlaðra 

Landsamband Lögrelgumanna

Löndun ehf

Nonni Litli ehf

Orka ehf

Sálarransóknarfélag Reykjavíkur

SB Pípulagnir ehf

Skipakostur slf

Slólpi Gámar ehf

Stjörnuegg hf

Tannlæknastofa Theodórs ehf

Teiknistofan Tröð

Tösku og Hanskabúðin

Útfarastofa Íslands

Veislulist ehf

Vídd ehf

Wurt á Íslandi ehf

1930-1939

1930 - Kaldur norðanstormur beint í fangið

Keppendur ræstir af stað 1930 við dyr Alþingishússins við Austurvöll.

Veður var ekki gott á fyrsta dag Alþingishátíðarársins. Hvass og kaldur norðanstormur beint í fang hlauparanna á túnunum sunnan og austan Hringbrautar. Veittist þeim mörgum þar afar erfitt, enda gugnuðu þá tveir þeirra á leiðinni; Oddgeir Sveinsson og Thor Cortes, báðir úr KR.

Lesa meira >>

1931 - Sjónarmunur milli nýrra manna

Oddgeir Sveinsson KR kemur þremur sekúndubrotum á undan Ármenningnum Jóhanni Ólafssyni í mark 1931.

Á hólminn gengu þó ekki allir, 7 mættu ekki og hlupu því 29, sem var engu að síður næstmesti fjöldi í Víðavangshlaupi ÍR frá upphafi. Þeim skaut af stað Sigurliði Kristjánsson, betur þekktur sem Silli í firmaheitinu Silli & Valdi, en hann var formaður ÍR 1932 til 1934. Tveir keppendur komust ekki alla leið í mark, annar frá ÍR og hinn frá Ármanni. Fyrir KR hlupu 12, fyrir ÍK 7 og 5 frá hvoru félagi Ármanni og ÍR.

Lesa meira >>

1932 - Gísli ekki vitund móður

Eyjamenn áttu oft góðum frjálsíþróttamönnum að skipa. Hér eru sjö afreksmenn þeirra og er sigurvegarinn í Víðavangshlaupinu 1932, Gísli Finnsson, þriðji frá hægri. Karl Sigurhansson, l.t.v., og Þórarinn Guðmundsson, 2. f.h. hlupu einnig í þetta sinn.

Vestmannaeyingar brutu blað í sögu 17. Víðavangshlaups ÍR 1932. Til keppni sendu þeir sína sex bestu hlaupara með strandferðaskipinu Lyru til Reykjavíkur, en þangað komu þeir tveimur dögum fyrir hlaup. Var þetta í fyrsta sinn að Eyjamenn keppa í hlaupinu, og sama var reyndar að segja um hina sjö keppendur ungmennafélagsins Vísis af Hvalfjarðarströnd.

Lesa meira >>

1933 - Sekúndubrot á milli Bjarna og Oddgeirs

Gísli Albertsson var fyrstur alla leiðina og stefndi að því er virtist til sigurs. En svo hrasaði hann og datt skammt frá endamörkum og missti þá tvo fram úr sér.

„Eftir öllum sólarmerkjum að dæma má í dag búast við einhverri hörðustu keppni sem enn hefir farið fram í þessu hlaupi,“ spáði Morgunblaðið í umfjöllun um 18. Víðavangshlaup ÍR að morgni sumardagsins fyrsta 1933. Og þar rataðist blaðinu rétt orð á munn því aðeins sjónarmunur skildi að fyrstu tvo menn, Bjarna Bjarnason úr Borgarfirði og Reykvíkinginn Oddgeir Sveinsson.

Lesa meira >>

1934 - Borgfirðingar vinna glæsilegan sigur

Bjarni Bjarnason úr Borgarfirði kemur fyrstur í mark 1934.

Nítjánda Víðavangshlaup Íþróttafélags Reykjavíkur var ekkert frábrugðið þeim fyrri í huga höfuðborgarbúa. Hafði það jafnan þótt merkilegur viðburður í íþróttalífi bæjarins og var engin undantekning þar á nú ef marka mátti þann aragrúa fólks sem með því fylgdist spennt af eftirvæntingu.

Lesa meira >>

1935 - Allt er þegar þrennt er fyrir Gísla frá Hesti

Sverrir Jóhannesson kemur í mark öruggur í fyrsta sæti. Var það fyrsti sigur hans í hlaupinu af fjórum í röð.

Vetur var úr bæ og landsmenn fögnuðu þeim góða gesti, sem sumardagurinn fyrsti er. Konungarnir úr norðrinu, Snær og Frosti, höfðu að vísu ekki enn slept heljartökum sínum af landinu. Það voraði seint og byggðir og vegir enn víða undir fönn. En sumardagurinn fyrsti ber þau boð að brátt myndi vora og landið birtast grænt undan fönnum. Íþróttamenn myndu fyllast fjöri og þrótti; varpa af sér dofakufli vetrarins, fyllast fjöri og þrótti og finna vorhug vakna í sál og sinni.

Lesa meira >>

1936 - Borgfirðingar eignast Morgunblaðsbikarinn

Vinna Borgfirðingarnir Morgunblaðsbikarinn til fullrar eignar á morgun, eða tekst KR að halda uppi heiðri borgar sinnar? Úr þessu verður skorið á morgun,“ sagði Morgunblaðið í forspjalli sínu um 21. Víðavangshlaup ÍR, árið 1936.

Reykvíkingar höfðu jafnan sýnt mikinn áhuga fyrir Víðavangshlaupinu og var sá áhugi ekki minni að þessu sinni þar sem svo mikið var í húfi og hlaupagarparnir hver öðrum fræknari.

Lesa meira >>

1937 - KR stöðvar sigurgöngu Borgfirðinga

Þannig var umhorfs í Austurstræti við lok Víðavangshlaups ÍR 1937,  múgur og margmenni sem oft, bæði fyrr og síðar.

Flestir hinna 22 keppenda í Víðavangshlaupi ÍR 1937 voru nýir menn og því þótti ómögulegt að spá neinu um úrslitin. Lyktir urðu þó þær að KR-ingar áttu fyrsta, þriðja og fimmta mann í mark og fóru þeir því með öruggan sigur af hólmi í sveitakeppninni.

Þrjú undanfarin skipti hafði Íþróttafélag Borgarfjarðar borið sigur úr býtum en varð nú þriðja í röðinni. Áður en Borgfirðingar létu til sín taka hafði KR þar áður orðið hlutskarpast í 7 skipti í röð.

Lesa meira >>

1938 - Sverrir með fágæta yfirburði

Sverrir tók forystu á fyrstu metrunum og fer hér á undan Óskari (með númer 10), Sigurgeir og Haraldi (7).

Sumardagurinn fyrsti 1938 heilsaði bjartur og fagur, með hlýju en lítilli sól. Þegar um morguninn var auðséð að upp var runninn hátíðisdagur. Fánar blöktu á flestum flaggstöngum bæjarins. Þegar leið fram yfir hádegi og komið að því að ræsa hlauparana í 23. Víðavangshlaupi ÍR af stað var saman kominn á Austurvelli mesti mannfjöldi á einum stað sem nokkru sinni hafði sést í bænum – og hafði þó oft verið yfrinn fyrir.

Það var ekki aðeins að Austurvöllur væri þéttskipaður af fólki. Það var líka allt Kirkjustræti, Templarasund, Pósthússtræti og hliðargötur. Og fjöldi manna stóð í Austurstræti. Var á tímabili svo mikil þröng í Pósthússtræti og Austurstræti að lítt mögulegt var að komast áfram.

Lesa meira >>

1939 - Sverrir fyrstur fjórða árið í röð

Þáttaka sveitar Dalamanna vakti athygli en hana skipuðu (f.v.) Gísli Ólafsson, Haraldur Þórðarson og Evert Sigurvinsson.

Örtröð var á Austurvelli og götunum umhverfis og tókst af þeim sökum ekki að koma Víðavangshlaupinu 1939 af stað fyrr en rúmum stundarfjórðungi eftir auglýstan rástíma. Skýringin á örtröðinni var að fjölmenn skátaskrúðganga endaði við Dómkirkjuna vegna sumardagsmessunnar rétt áður en hlaupið átti að hefjast. Ekki bætti úr skák að hlaupið hófst svo að segja við kirkjuna.

Lesa meira >>