Landsbankinn

atlas

Hreysti

Leiksport

Hagabakarí

World Class

Gáski

Nings

jako

Fjölþraut barna

Þrautabraut fyrir 8 ára og yngri

Í samræmi við stefnu IAAF verður á Stórmóti ÍR þrautabraut fyrir keppendur 8 ára og yngri. Þetta er liðakeppni þar sem 8 til 12 einstaklingar, strákar og stelpur, eru saman í liði. Brautin samanstendur af  9 þrautum. Þrautirnar byggjast á hugmyndum IAAF og felast í hlaupum, hoppi, stökkum og köstum. Hverju liði þarf að fylgja einn fullorðinn liðsstjóri sem sér um að fylgja hópnum á réttan stað og aðstoða börnin við framkvæmd þrautanna. Þetta getur verið þjálfari barnanna eða foreldri einhvers þeirra eftir því hvernig liðin vilja skipuleggja þetta. Liðsstjórar fá afhent hefti þar sem í eru lýsingar á þrautunum og upplýsingar um hvar hópurinn á að byrja og hvernig hann á að feta sig í gegnum brautina. Í þetta hefti er árangur liðsins skráður. Í lok þrautar skilar liðsstjóri heftinu til starfsmanns á síðustu þraut. Strax að þrautabrautinni lokinni fá allir þátttakendur viðurkenningu. Upplýsingarnar úr heftinu verða síðan skráðar inn í skjal ásamt mynd af hópnum. Skjalið verður sett á heimasíðu deilarinnar irsida.is/frjalsar eftir helgina, aðgengilegt til útprentunar fyrir þá sem það vilja. Þessi háttur er hafður á þar sem mótaforritið býður ekki uppá skráningu á þrautabraut sem þessari.

 

Þjálfarar eru beðnir að skrá þennan aldurshóp í  mótaforrit og velja þrautabraut sem grein. Síðan þarf að senda tölvupóst með upplýsingum um liðsskipan og nafn á liðsstjóra á netfangið margret1301@gmail.com  Vegna nauðsynlegs undirbúnings er mikilvægt að fá þessar upplýsingar sem fyrst og ekki seinna en á miðnætti þriðjudaginn 19. janúar.

 

Það er ljóst að fjöldi þátttakenda frá einstökum félögum er misjafn. Þar sem ekki er um keppni á milli félaga að ræða munum við búa til hópa sem innihalda þátttakendur frá fleiru en einu félagi. Þjálfarar búa sem sagt til 10 manna hópa eins og hægt er en þeir keppendur sem út af standa fara í blandaða hópa sem við setjum saman fyrir mótið. Við munum reyna eins og við getum að láta þjálfara vita um hópana fyrirfram með tölvupósti. Við stefnum að því að mynda sem flesta hópana fyrirfram en að sjálfsögðu verðum við sveigjanleg á staðnum og myndum þá hópa sem til þarf þar. Áætlað er að keppnin hefjist kl. 9 og því er mikilvægt að þátttakendur og liðsstjórar mæti tímanlega svo öll lið séu klár kl. 9

 

Hlökkum til að sjá ykkur á Stórmóti ÍR.

Nánari lýsingu á hverri þraut má finna hér.