Landsbankinn

atlas

Hreysti

Leiksport

Hagabakarí

World Class

Gáski

Nings

jako

Fjölþraut barna

Fjölþraut barna var í fyrsta sinn á frjálsíþróttamóti á Íslandi á Silfurleikum 2009.  Þetta er liðakeppni þar sem 8 til 12 einstaklingar, strákar og stelpur, eru saman í liði. Um er að ræða tvær mismunandi fjölþrautir eftir aldri þannig að 8 ára og yngri eru saman í hópum og 9 og 10 ára saman. Fjölþrautin samanstandur af  9 þrautum. Þrautirnar byggjast á hugmyndum IAAF og felast í hlaupum, hoppi, stökkum og köstum. Hverju liði þarf að fylgja einn fullorðinn liðsstjóri sem sér um að fylgja hópnum á réttan stað og aðstoða börnin við framkvæmd þrautanna. Þetta getur verið þjálfari barnanna eða foreldri einhvers þeirra eftir því hvernig liðin vilja skipuleggja þetta. Liðsstjórar fá afhent hefti þar sem í eru lýsingar á þrautunum og upplýsingar um hvar hópurinn á að byrja og hvernig hann á að feta sig í gegnum brautina. Í þetta hefti er árangur liðsins skráður. Strax að fjölþrautinni lokinni fá allir þátttakendur viðurkenningu.

 

Það er ljóst að fjöldi þátttakenda frá einstökum félögum er misjafn. Þar sem ekki er um keppni á milli félaga að ræða munum við búa til hópa sem innihalda þátttakendur frá fleiru en einu félagi. Þjálfarar búa sem sagt til 8 til 12 manna hópa eins og hægt er en þeir keppendur sem út af standa fara í blandaða hópa sem við setjum saman fyrir mótið. Við munum reyna eins og við getum að láta þjálfara vita um hópana fyrirfram með tölvupósti. Við stefnum að því að mynda sem flesta hópana fyrirfram en að sjálfsögðu verðum við sveigjanleg á staðnum og myndum þá hópa sem til þarf þar. Áætlað er að keppnin hefjist kl. 9 og því er mikilvægt að þátttakendur og liðsstjórar mæti tímanlega svo öll lið séu klár kl. 9

 

Hlökkum til að sjá ykkur á Silfurleikum ÍR.

 

Nánari lýsingu á hverri þraut má finna hér ásamt lýsingum á hlutverki liðsstjóra.

 

Síðast uppfært 21.10.2013