Landsbankinn

atlas

Hreysti

Leiksport

Hagabakarí

World Class

Gáski

Nings

jako

Saga Bronsleika ÍR

25. september árið 2000 stóð Vala Flosadóttir á verðlaunapalli á Ólympíuleikunum í Sydney í Ástralíu. Hún tók við bronsverðlaunum í stangarstökki eftir að hafa sveiflað sér yfir rána í 4,50 m hæð. Árið 2010 var ákveðið í tilefni að því að 10 ár voru liðin frá afreki Völu að stofna mót henni til heiðurs og fékk það nafnið Bronsleikar ÍR.
Á Bronsleikum er keppt samkvæmt komulagi sem Alþjóða frjálsíþróttasambandinu (IAAF) kynnt laust eftir aldarmótin (e. Kids athletics). Þetta fyrirkomulag hafa ÍR-ingar þróað þannig að fjöldi krakka getur tekið þátt í fjölbreyttum greinum og kallað fjölþraut barna. Fjölþrautin byggir á frjálsíþróttalíkum þrautum. Keppendum er skipt í lið og sem fara í gegnum fjölþrautina og safna stigum. Markmiðið er að allir fái að njóta sín í ólíkum þrautum og allir séu með. Bronsleikar ÍR hafa slegið í gegn hjá yngsta frjásíþróttfólkinu og keppendum fjölgað ár frá ári.

DSC_2646