Landsbankinn

atlas

Hreysti

Leiksport

Hagabakarí

World Class

Gáski

Nings

jako

Bronsleikar ÍR

Bronsleikar ÍR eru haldnir að hausti ár hvert. Leikarnir eru til heiðurs Völu Flosadóttur sem vann til bronsverðlauna í stangarstökki á Ólympíuleikunum í Syndey árið 2000.

Á Bronsleikum er keppt í Fjölþraut barna sem samanstendur af þrautum sem reyna á styrk, snerpu, úthald og samhæfingu. Þrautirnar eru þróaðar sérstaklega fyrir þann aldur sem þær eru lagðar fyrir svo allir ættu að fá skemmtileg viðfangsefni við hæfi. 

Tímasetning

Leikarnir árið 2016 verða  haldnir 15. októtber og hefst keppnin klukkan 9:00 hjá 7ára og yngri og 8 - 9 ára. Upphitun í fjórþraut hjá 10 -11 ára hefst kl. 10:45. Áætlað er að ljúka verðlaunaafhendingu hjá yngsta hópnum kl. 11:00 og þeim elsta klukkan 13:45.

Flokkar og keppnisfyrirkomulag

7 ára og yngri (2009+)
Fjölþraut barna - Börnin fara í 8 til 14 manna hópum í gegnum þrautabraut sem samanstendur af 6 þrautum. 
Þrautirnar eru: Spilahlaup - Keðjulangstökk - Kraftkast - Sipp - Stigahlaup - París 

8 - 9 ára (2007-2008)
Fjölþraut barna - Börnin fara í 8 til 14 manna hópum í gegnum þrautabraut sem samanstendur af 7 þrautum. 
Þrautirnar eru: Hindrunarhlaup - Stangarlangstökk - Skutlukast - Langstökk - Grindaboðhlaup - Hliðarhopp - Kúluvarp 

Í fjölþrautinni er árangur ekki skráður á einstaklingsgrundvelli heldur fær hver hópur bækling sem árangur hópsins er skráður í.

10 - 11 ára (2005-2006)
4þraut - Börnin mynda 8 manna hópa og reyna sig í langstökki, kúluvarpi, 60m hlaupi og 600m hlaupi.

Í langstökki fá allir þrjú stökk og í kúluvarpi fá allir 4 köst og tvö lengstu köstin mæld.

Í fjórþrautinni er tekinn tími og árangur hvers og eins mældur og skráður inn í mótaforritið Þór. 

Upphitun fyrir fjórþrautina hefst kl. 10:45 og keppnin að lokinni upphitun.

Athugið að aldursflokkar miðast við fæðingarár en ekki afmælisdag


Skráning

Skráning er í Þór, mótaforriti FRÍ. Ef þjálfarar vilja hafa áhrif á hópaskiptingu eru þeir beðnir um að senda póst á irfrjalsar@gmail.com. Í 4þraut verður raðað tilviljanakennt í hópa nema annars sé óskað.

Forskráningu lýkur kl. 12.00 á hádegi á miðvikudegi.

Skráning á staðnum verður frá kl. 8:30.

Þátttökugjöld

Þátttökugjald er 2.500 kr. á hvert barn í forskráningu og 4.000 kr. ef skráð er á staðnum eða eftir að forskráningu lýkur.

Börn sem æfa frjálsar með ÍR og ÍR ungar greiða ekki þátttökgjöld.

Greiðsla

  • Þátttökugjöld má greiða inn á reikning Frjálsíþróttadeildar ÍR: 0115 - 26 - 14004  kt. 421288-2599 og sýna útprentaða staðfestingu á greiðslu þegar mætt er á leikana eða senda kvittun úr heimabanka á netfangið irfrjalsar@gmail.com með kennitölu barns/nafni á hóp í skýringu.
  • Eindregið er mælst er til þess að félög sem mæta á Bronsleika með iðkendur sína geri upp fyrir sitt lið í einu lagi. Reikningar til félaganna verða sendir út í vikunni eftir mót.
  • Greiða á staðnum með peningum eða korti

Verðlaun

Þátttökuviðurkenning fyrir alla keppendur

Nánari upplýsingar og fyrirspurnir

irfrjalsar@gmail.com


 Síðast uppfært: 21.9.2016