Landsbankinn

atlas

Hreysti

Leiksport

Hagabakarí

World Class

Gáski

Nings

jako

Sandra Pétursdóttir

Nafn: Sandra Pétursdóttir

Þjálfari: Pétur Guðmundsson

Í hvaða skóla ert þú, á hvaða braut  og á hvaða ári:

Ég er stúdent af myndlistabraut í FG

Uppáhalds fög í skóla:

Verklegu fögin s.s. myndment og smíðar. Myndlistasaga er líka mjög skemmtileg.

Á hvaða skóla stefnir þú í framhaldinu: Háskóla Íslands

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú værir orðin(n) stór,

Þegar þú varst 6 ára: Hárgreiðslukona eins og mamma

Í dag:  Stefni á uppeldisfræði

Hvaða tungumál talar þú:

Auk íslensku eru það enska, norska og smá þýska

Lífsmottó: Hafa gaman

Hjátrú: Í hæfilegu magni


Íþróttir:

Hvenær byrjaðir þú í frjálsum: Þegar ég var 6 eða 7 ára

Uppáhalds greinin þín: Sleggjukast

Aðal keppnisgreinar: Sleggjukast, kúluvarp og kringlukast

Besti löglegi árangur þinn í þínum keppnisgreinum:

Sleggja – 54,19 og kúla – 11,86 inni

Fyrirmynd: Foreldrar mínir eru góðar fyrirmyndir

Uppáhalds íþróttamaður:

Það er alltaf skemmtilegt að fylgjast með Alexander Petterson

Aðrar íþróttagreinar sem þú hefur æft eða keppt í:

Æfði fimleika og hef verið að prófa hálandaleika í vetur.

Eftirminnilegasta keppnin þín og hvers vegna:

Kastmót ÍR þegar ég bætti íslandsmetið í sleggju.

Það var ískalt á vellinum, ég var í þrennum buxum og Pétur þjálfari var með heitan bíl og heitt kakó á milli kasta

Áhugamál annað en íþróttir:

Myndlist og ég ELSKA ferðalög og allt sem við kemur þeim.

Uppáhalds leikari:

Christian Bale er í svolitlu uppáhaldi

Uppáhalds sjónvarpsþáttur:

Horfi á Friends, How I met your mother, Sex and the City o.fl.

Uppáhalds tónlistarflytjandi: Mjög misjafnt

Uppáhalds matur og Drykkur:

Jólamaturinn er alltaf rosalega góður, svo drekk ég mikið af ribenna safa