Landsbankinn

atlas

Hreysti

Leiksport

Hagabakarí

World Class

Gáski

Nings

jako

Fríða Rún Þórðardóttir

Nafn:

Fríða Rún Þórðardóttir

Gælunafn:

Þjálfari:

Burkni Helgason

Í hvaða skóla ert þú, á hvaða braut  og á hvaða ári:

Ég var í Menntaskólanum við Sund á náttúrufræðibraut árin 1986-1990

Frá 1990 til 1996 stundaði ég nám við The University of Georgia í Athens í Georgiufylki í Bandaríkjunum, útskrifaðist með MS próf í næringarfræði og næringarráðgjöf.

Atvinna:

Vinn í eldhúsi Landspítala og hjá World Class í Laugum

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst 6 ára:

Smiður

Hvaða tungumál talar þú:

Íslensku, ensku, skil norðurlandamálin fyrir utan finnsku og skil smá í þýsku

Lífsmottó:

Just do it

Hjátrú:

Það rignir ef tindarnir á hrífum snúa upp

Hvenær byrjaðir þú í frjálsum:

11 ára gömul, fyrir 28 árum síðan

Uppáhalds greinin þín:

Víðavangshlaup 5-6 km löng

Aðal keppnisgreinar:

1500m, 3000m, 5000m, víðavangshlaup

Besti löglegi árangur þinn í þínum keppnisgreinum: 

                                                800m               2:12.12 mín

                                                1500m             4:22.95 mín

                                                3000m             9:28.17 mín

                                                5000m             16:52.96 mín

                                                10000m           36:23.79 mín

                                                10 km götuhlaup         36:59 mín

                                                Hálfmaraþon               1:26.21 mín

Fyrirmynd:

Móðir mín

Uppáhalds íþróttamaður:

Enginn sérstakur núna en Jón Arnar Magnússon þegar hann var að keppa

Aðrar íþróttagreinar sem þú hefur æft eða keppt í:

Frjálsar í dag, var líka í fótbolta, smá hestamennska, hef prófað að keppa í vaxtarrækt

Eftirminnilegasta keppnin þín og hvers vegna:

Maður er ótrúlega fljótur að gleyma en þó standa upp úr keppnir eins og víðavangshlaupið á EM +35 ára í mars 2009 þegar ég sigraði á einum eftirminnilegasta “kúrs” sem ég hef hlaupið á. Einnig er sigurinn í 10000m á Smáþjóðaleikunum 2007 eftirminnilegur.

Áhugamál annað en íþróttir:

Hesturinn minn, garðrækt og handavinna.

Uppáhalds leikari:

George Clooney

Uppáhalds sjónvarpsþáttur:

Enginn sérstakur, en rómantískar bíómyndir eru alltaf velkomnar

Uppáhalds tónlistarflytjandi:

James Blunt núna

Uppáhalds matur og Drykkur

Yfir höfuð mexíkóskur matur en auðvitað stendur jólamatur fjölskyldunnar uppúr.

Vatnið er best en Pepsi Max á líka upp á pallborðið

Annað:

Það að hafa verið í íþróttum svona lengi hefur verið stórkostlegur tími og góður lífsins skóli.