Landsbankinn

atlas

Hreysti

Leiksport

Hagabakarí

World Class

Gáski

Nings

jako

Frjálsar
5.11.2016 Þráinn Hafsteinsson

Ingunn Einarsdóttir sigursæl frjálsíþróttakona úr ÍR látin

Ingunn1Látin er eftir erfið veikindi ein skærasta frjálsíþróttastjarna Íslands á áttunda áratugnum, Ingunn Einarsdóttir. Ingunn var fædd árið 1955 og því 61 árs er hún lést í Hollandi þar sem hún var búsett síðustu árin.  

Fyrstu keppni hóf Ingunn árið 1968, aðeins 13 ára gömul og á fermingarárinu 1969 sló hún í gegn, setti alls 10 Íslandsmet. Fjögur í grindahlaupum, tvö í 400 metra hlaupi, tvö í 800 metrum, eitt í 200 m hlaupi og það tíunda í fimmtarþraut. 

15.10.2016 Margrét Héðinsdóttir

Mikil gleði á Bronsleikum ÍR

bronsleikarBronsleikar ÍR fóru fram í 7. sinn í Laugardalshöll í dag. Bronsleikar ÍR eru haldnir ár hvert til að minnast þess að Vala Flosadóttir fékk bronsverðlaun í stangarstökki á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000.

bannerSogusida

2.10.2016 Kristín Birna Ólafsdóttir

Fyrsti fundur vetrarins

Um helgina fór fram fyrsti fundur vetrarins með meistaraflokki. Fundurinn var á léttu nótunum þar sem Þorvaldur Þórsson (Olli grindahlaupsþjálfari) hélt frábæran fyrirlestur um ferðir hans upp á 100 hæstu tinda Íslands. Hann fór þessa 100 tinda á innan við einu ári sem telst til mikilla afreka. Hann tengdi reynslu sína á þessu ári við það sem íþróttafólk fer í gegnum á sínum íþróttaferli og tókst honum vel til með myndrænum og skemmtilegum fyrirlestri. Íþróttafólkið spreytti sig svo á ýmsum þrautum sem meistaraflokksráð hafði skipulagt og gekk hópunum misvel í þrautunum sem voru alveg ótengdar frjálsíþróttum, en keppnisfólkið gerði að sjálfsögðu sitt besta og hafði gaman af. Það er glæsilegur blandaður hópur af margreyndu íþróttafólki jafnt sem efnilegum óreyndari einstaklingum sem fara af stað inn í undirbúningstímabilið saman. 

25.9.2016 Kristín Birna Ólafsdóttir

Kári Steinn sigraði í Montreal

Kári Steinn Karlsson maraþonhlaupari úr ÍR náði þeim glæsilega árangri í dag að sigra í sögufrægu hlaupi í Montreal, Kanada, á tímanuml 2:24:19. Kári Steinn, sem er einn farsælasti lanhlaupari Íslands náði því að sýna enn og aftur hvers hann er megnugur. Svo skemmtilega vill til að nákvæmlega á þessum degi, fyrir fimm árum síðan, setti Kári Steinn Íslandsmet sitt í þessari grein og hljóp þá á tímanum 2.17.12.

ÍR-ingar óska Kára Steini innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur. 23.9.2016 Kristín Birna Ólafsdóttir

Æfingar fara vel af stað

Nú eru æfingar farnar vel af stað hjá öllum flokkum innan frjálsíþróttadeildarinnar. Í byrjun september hófust æfingar fyrir yngri flokka og fyrir skömmu byrjuðu æfingar hjá meistaraflokki. Við fögnum því að hafa mikinn fjölda og fjölbreytileika í öllum hópum og erum stolt af þeim frábæra hópi þjálfara sem sjá um íþróttafólkið okkar. Það er góður andi í hópunum og mikill hugur í fólki gagnvart komandi æfinga-/og keppnistímabili. 

Fyrir áhugasama byrjaði meistraflokkur ÍR í frjálsum með snappchat undir heitinu "irfrjalsar" og hægt er að fylgjast með ýmsu skemmtilegu þar sem við kemur æfingum og daglegu lífi einstaklinganna í meistraflokki. Það er enginn annar en Ólympíufarinn okkar hann Guðni Valur sem sér um fyrstu vikuna á snappinu.

20.9.2016 Bergþóra Eiðsdóttir

Leitað að Usain Bolt í Breiðholti

Breiðholt verður sannarlega á iði í vikunni 19.-25. september. Hverfið er fulltrúi Íslands í verkefninuVika hreyfingar og íþrótta í Evrópu og af því tilefni munu 2 þúsund nemendur í 1.-7. bekk spretta úr spori á sínum hraða í íþróttatímum grunnskóla hverfisins. Samhliða spretthlaupinu verður tímataka í fullum gangi, enda hafa skipuleggjendur vikunnar lúmskan grun um að næsti Usain Bolt sé búsettur í Breiðholti. Allir hlauparar fá bol og verðlaunapening fyrir þátttökuna, en að auki mun hraðasti bekkurinn í hverjum árgangi fá afhentan bikar á lokahátíð í Íþróttahúsinu við Austurberg laugardaginn 24. september.

Usian Bolt

4.9.2016 Fríða Rún Þórðardóttir

Aníta Hinriksdóttir varð 3ja í Hollandi

Aníta Hinriksdóttir varð í dag í þriðja sæti í 800 metra hlaupi í Hollandi í dag. Hún hljóp á tímanum 2:03,37 mínútum og var aðeins steinsnar frá öðru sætinum. Sigurvegari varð hin hollenska Sanne Verstegen sem hljóp á 2:01.73 mín og önnur varð Hamlimah Nakayi frá Úganda sem varð 28/100 á undan Anítu. Íslandsmet Anítu í greininni er 2:00,14 mínútur síðan á Ólympíuleikunum í Ríó.