n1_logo_grunni

hertz-hvitur_grunnur

jako
Fréttir
28.11.2014

Jólamót Nettó og ÍR um helgina - Leikjaniðurröðun

Hér er hægt að sjá leikjaniðurröðun á Jólamóti Nettó og Körfuknattleiksdeild ÍR sem fer fram um helgina í Seljaskóla. 

 Laugardagur

Sunnudagur

28.11.2014

Aðvörun

IR_logoAf gefnu tilefni skal tekið fram að ÍR-ingar sem vinna að fjáröflun í nafni félagsins eiga að vera í ÍR-klæðnaði.  Þeir eru í flestum tilfellum að selja varning á vegum ákveðins flokks eða deildar ÍR og ganga þá í hús í hverfinu og bjóða varninginn til kaups. 

Enginn flokkur eða deild ÍR stendur fyrir fjáröflun þar sem leitað er eftir frjálsum fjárframlögum almennings fyrir utan verslanir.

Starfsmenn ÍR

20.11.2014

Þorrablót ÍR 2015

IR_logoÞorrafagnaður ÍR 2015 verður haldinn laugardaginn 17. janúar 2015 í  Íþróttahúsi ÍR við Seljaskóla.Miðvikudaginn  3. desember 2014  kl. 18:00 hefst miðasala. Aðeins verða seld heil borð fyrir tólf manns. 

Auglýst er með góðum fyrirvara svo ÍR-ingar geti skipulagt borð áður en sala hefst.  Verð pr. mann er kr. 7.300,- 

Sú nýbreyttni verður í ár að miðasala fer aðeins fram í ÍR heimilinu Skógarseli en ekki á vefnum líkt og áður.  

ÍR heimilið í Skógaseli 12 opnar kl. 17.30  og verður þá hægt að fá númer sem ræður söluröð á borðum. Þegar greitt hefur verið fyrir borð getur kaupandi valið borð í salnum. Borðaval er frjálst og allir geta valið úr lausum borðum. 

Þorrablótsnefnd ÍR

19.11.2014

Minningarleikur um Hlyn Þór Sigurðsson sunnudaginn 23. nóvember 2014

Minningaleikur um Hlyn Þór Sigurðsson


ÍR og Leiknir úr Reykjavík mætast sunnudaginn 23. nóvember í árlegum minningarleik um Hlyn Þór Sigurðsson á Hertz-vellinum klukkan 16:00.

18.11.2014

Handboltadeild ÍR - happdrætti 2014

Screen Shot 2014-11-18 at 18.17.02Vinningshafa í happdrætti handboltadeildar ÍR má sjá HÉR.

18.11.2014

Stórslagur í Hellinum - Fimmtudaginn 20.nóv.

ÍR tekur á móti Grindvíkingum. 
ÍR er sem stendur í 10.sæti með 2 stig eftir fimm leiki. Grindavík er í 9.sæti með 4 stig. 
Því má gera ráð fyrir hörkuleik á fimmtudaginn.

13.11.2014

600 keppendur á Silfurleikum ÍR í frjálsum á laugardaginn

image001 (1)

Glæsileg þátttaka er í 19. Silfurleikum ÍR í frjálsum sem fara fram í Laugardalshöllinni á laugardag 15. nóvember. Silfurleikarnir eru haldnir til heiðurs Vilhjálmi Einarssyni og silfurverðlaunum hans á Ólympíuleikunum 1956 og keppt í þrístökki í öllum aldursflokkum frá 11 ára aldri. 600 Keppendur frá 25 félögum víðsvegar að af landinu mæta til leiks í flokkum 17 ára og yngri. Flestir keppendur koma frá mótshöldurunum ÍR eða 120.

11.11.2014

Foreldrakvöld knattspyrnudeildar ÍR

irforeldra3Taktu frá 21. nóvember, þá er komið að okkur foreldrunum að taka æfingu í ÍR heimilinu, Skógarseli 12. 

Hamingjustund milli kl.21 og 22. Allur ágóði af happdrætti og veitingasölu rennur beint til Barna - og unglingaráðs og verður notaður til að bæta knattspyrnuaðstöðu félagsins. Viðburðinn má finna á facebook með því að smella HÉR.

Sjáumst! 

10.11.2014

Trey Hampton

KKD ÍR hefur samið við nýjan erlendan leikmann hann heitir Trey Hampton.
Hampton lék með Tindastóli í úrvalsdeildinni á leiktíðinni 2011-2012 og var þá með 19,6 stig og 9,9 fráköst í leik.  
Trey Hampton mun leika sinn fyrsta leik á fimmtudaginn í TM-höllinni í Keflavík.