n1_logo_grunni

hertz-hvitur_grunnur

jako
Fréttir
18.12.2014

Guðni Valur, Andrea og Gunnar settu aldurflokkamet á Jólamóti ÍR

Andrea

Þrjú aldursflokkamet féllu á 1. Jólamóti ÍR 2014. Andrea Kolbeinsdóttir ÍR setti nýtt aldursflokkamet í 15 ára flokki í 3000 m hlaupi. Andrea hljóp á 10:13,08 mín og bætti sinn fyrri árangur um tæpar 40 sekúndur. Aníta Hinriksdóttir hljóp með Andreu fyrstu 2000 metrana en Aníta átti fyrra metið í flokknum, 10:29 mín. Guðni Valur Guðnason ÍR bætti aldursflokkamet Sindra Lárussonar ÍR í kúluvarpi pilta 18-19 ára með kasti upp á 17,40m. Met Sindra var 17,34m en Sindri var að þessu sinni einn af dómurum kúluvarpskeppninnar. Þá bætti Gunnar Guðmundsson ÍR aldursflokkamet Einars Daða Lárusson ÍR í 300m hlaupi þegar hann hljóp á 35,76 sek og bætti sig verulega. Gamla metið var 36,11.

16.12.2014

Skíðakennsla í Breiðholtsbrekku fram að jólum.....FRÍTT.

Stefnt er að því að vera með skíðaþjálfara frá Skíðadeild ÍR í Brekkunni alla opnunardaga fram að jólum.

Staðfestur tími birtist daglega inn á facebook síðu skíðadeildarinnar: https://www.facebook.com/irskidi

Viljum við sérstaklega hvetja alla sem eru skráðir í ÍR unga til að mæta.

15.12.2014

Fyrsta fimleikasýning ÍR-inga í þrjátíu ár

IMG_6296Í haust hófust fimleikaæfingar að nýju undir merkjum ÍR eftir rúmlega 30 ára hlé. Byrjað var á grunnuppbyggingu en þrjátíu 5-7 ára börn hafa æfta af kappi í allt haust undir stjórn Sigríðar Fanndal aðalþjálfara og íþróttafræðings og Katrínar Róbertsdóttur aðstoðaþjálfara....

13.12.2014

Sæmundur setti unglingamet í 1500 m hlaupi

IMG_9989

Sæmundur Ólafsson bætti unglingamet Kára Steins Karlssonar í 1500 m hlaupi innanhúss á Aðventumóti Ármanns í dag. Sæmundur hljóp á 3:56,47 mín en gamla metið var 3:58,37 mín. Þá bættu María Birkisdóttir og Andrea Kolbeinsdóttir sig verulega í 1500 m hlaupi, hlupu á 4:45,94 og 4:47,48 mín.

12.12.2014

Jólatré til styrktar ÍR

jolatreGlæsileg jólatré til styrktar ÍR fást í Mjóddinni (hágæða danskur nomansþinur).

Jólasveinninn mætir í Mjóddina á hverjum degi frá og með 12. des til að gleðja gesti og gangandi. 

Verðum í göngugötunni í Mjóddinni þar sem við aðstoðum þig við valið á draumatrénu.

Áfram ÍR!

3.12.2014

Þorrablót ÍR 2015

IR_logoÞorrafagnaður ÍR 2015 verður haldinn laugardaginn 17. janúar 2015 í  Íþróttahúsi ÍR við Seljaskóla.Miðvikudaginn  3. desember 2014  kl. 18:00 hefst miðasala. Aðeins verða seld heil borð fyrir tólf manns. 

Auglýst er með góðum fyrirvara svo ÍR-ingar geti skipulagt borð áður en sala hefst.  Verð pr. mann er kr. 7.300,- 

Sú nýbreyttni verður í ár að miðasala fer aðeins fram í ÍR heimilinu Skógarseli en ekki á vefnum líkt og áður.  

ÍR heimilið í Skógaseli 12 opnar kl. 17.30  og verður þá hægt að fá númer sem ræður söluröð á borðum. Þegar greitt hefur verið fyrir borð getur kaupandi valið borð í salnum. Borðaval er frjálst og allir geta valið úr lausum borðum. 

Þorrablótsnefnd ÍR

1.12.2014

Fjölmennasta Jólamót Nettó og ÍR til þessa

nettomotSamtals var leikið í 22 klukkutíma samtímis á fjórum körfuboltavöllum í íþróttahúsi Seljaskóla á fjörugu Jólamóti Nettó og ÍR í minnibolta um helgina.  Strákar 11 ára og yngri léku á laugardeginum og stúlkur á sama aldri mættu svo til leiks á sunnudeginum.   Metþátttaka var í mótinu en um 800 krakkar voru skráðir til leiks í 140 liðum frá 35 félögum.  Allir þátttakendur fóru glaðir heim með verðlaunapening og nesti frá Nettó. Mót sem þetta er stórvirki í framkvæmd en alls lögðu um 100 sjálfboðaliðar körfuknattleiksdeildar ÍR fram vinnu við mótið.  Stöðugur vöxtur mótsins undanfarin ár gefur til kynna að þátttakendur, þjálfarar og foreldrar séu ánægðir með framkvæmd mótsins og komi ár efir ár til þátttöku í skemmtilegum körfuboltaviðburði í Breiðholtinu.

Myndir frá mótinu má sjá með því að smella HÉR.

1.12.2014

Fjórir ÍR-ingar á HM landsliða í keilu

keilaHeims­meist­ara­mót­ landsliða í keilu hefst á fimmtu­dag­inn og stend­ur í ell­efu daga í Abu Dhabi í Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæmun­um.  Íslendingar senda lið sem er skipað sex keilurum og þar af eru fjórir ÍR-ingar.  Liðið skipa Arn­ar Davíð Jóns­son KFR, Arn­ar Sæ­bergs­son ÍR, Hafþór Harðar­son ÍR, Magnús Magnús­son ÍR, Skúli Sig­urðsson ÍA og Stefán Claessen ÍR. Þjálf­ari er Arn­ar Sæ­bergs­son og far­ar­stjóri/​aðstoðarmaður er Ásgrím­ur Helgi Ein­ars­son.

28.11.2014

Jólamót Nettó og ÍR um helgina - Leikjaniðurröðun

Hér er hægt að sjá leikjaniðurröðun á Jólamóti Nettó og Körfuknattleiksdeild ÍR sem fer fram um helgina í Seljaskóla. 

 Laugardagur

Sunnudagur