n1_logo_grunni

hertz-hvitur_grunnur

jako
Fréttir
17.8.2014

NM 19 ára og yngri, Hilmar Norðurlandameistari og mótsmet, Guðni með aldursflokkamet

Seinni degi á norðurlandamóti ungmenna 19 ára og yngri er nú lokið.

Helstu úrslit urðu þau að Guðni Valur Guðnason stórbætti sinn besta árangur í kringlukasti með 1,75 kg sleggju og setti jafnframt Íslandsmet þegar hann kastaði hvorki meira né minna n 52,87 m, hann átti best áður 49,45 m en eldra metið, sett af Óðni B. Þorsteinssyn árið 1998 var 50,55m. Gríðarlega flott hjá Guðna en hann varð í 5. sæti.

Hilmar Örn Jónsson sigraði örugglega í sleggjukastinu, kastaði 75,99m og 4 metrum lengra en næsti maður, Hilmar á best 77,43 m frá því nýverið. Til hamingju Hilmar með norðurlandameistartitilinn og mótsmetið en kastið hans er það lengsta sem kastað hefur verið í þessari keppni frá upphafi.

 

17.8.2014

Kári Steinn Karlsson 34. af 50 keppendum sem luku keppni á EM

Kári Steinn Karlsson varð 34. af 50 keppendum sem luku keppni á EM en 72 keppendur lögðu af stað og þvi hafa afföll verið mikil. til að mynda einn 2:07 og einn 2:09 maður. Kári Steinn hljóp á 2:21,56 klst sem er 4 mín frá hans besta. Fáir voru að hlaupa sitt besta hlaup í dag enda brautin erfið en reyndar var sigurvegarinn Danielle Meucci sem hljóp á 2:11,08 klst að bæta sig. Óskum Kára Steini til hamingju með árangurinn.

17.8.2014

Bein útsending á RUV frá Maraþoni karla, ÁFRAM Kári Steinn

Kári Steinn Karlsson hleypur nú loka fjórðunginn í maraþonhlaupi á EM í Zurich. Þetta er mjög erfið hlaupaleið með mikið af brekkum upp og niður sem tekur verulega á hann eins og hina hlauparana. Kári er búinn að halda vel en það er farið að hægja á honum eins og öðrum í hópnum sem hann hefur hlaupið í kappi við frá upphafi. Síðustu 10 km munu verða erfiðir en Kári Steinn heldur sínu og er að berjast vel.

16.8.2014

Kári Steinn Karlsson hleypur heilt maraþon á EM í fyrramálið

Kári Steinn Karlsson hleypur maraþon í fyrramálið en hlaupið hefst kl. 7. Kári Steinn hefur æft vel og verður spennandi að fylgjast með honum og 71 öðrum hlaupurum sem náð hafa lágmarki fyrir mótið.

Kári Steinn hefur hraðst hlaupið á 2:17.12 klst en margir hlauparar eru á svipuð róli og því fær hann góða keppnin og möguleikar á bætingu ef aðstæður verða góðar. Óskum Kára Steini góðs gengis en hægt er að fylgjast með hlaupinu á http://www.european-athletics.org/competitions/european-athletics-championships/2014/athletics/event/mens-marathon/

16.8.2014

Norðurlandamót 19 ára og yngri í Kristiansand

Fyrri degi á norðurlandamóti 19 ára og yngri er nú lokið. Fréttir af ÍR-ingum eru þær að Sæmundur Ólafsson varð 6. í 1500m 4:03,47 mín en þetta er bæting á ársbesta hjá honum úr 4.06 mín og aðeins 40/100 sek frá hans besta árangri. Guðni Valur Guðnason varð 5. í kúluvarpi (6 kg) og kastaði 16,83 m sem er um 50 cm frá hans besta.
Helstu úrslit hjá öðrum Íslendingum urðu þau að Kolbeinn H. Gunnarsson varð 2. í 400m 48,45 sek, Sindri Hrafn Guðmundsson sigraði með miklum yfirburðum í spjótkasti með 73,77 m en næsti kastaði 65.82m og Þórdís Eva Steinsdóttir varð 3. í 400m, 55,16 sek, bæting hjá henni og 2. best árangur íslenskrar konu í ár í 400m og er nýtt Íslandsmet í hennar aldursflokki. Til hamingju með flottan dag krakkar og þjálfarar.

 

15.8.2014

Leikur á sunnudaginn

Nú er að duga eða drepast fyrir strákana okkar í baráttunni í 2. deildinni. Fleiri stig mega ekki glatast ef vonin um sæti í 1. deild að ári á ekki að fljúga frá okkur.

Liðið tekur á móti Huginn í Mjóddinni á sunnudaginn kl. 14 og óskar eftir stuðningi þínum. Boðið verður upp á ferskt loft og sólskin og von á stórskemmtilegan leik. 

Súpufundurinn verður á sínum stað eins og venjulega og hefst kl. 13. Sjáumst þá, áfram ÍR!

14.8.2014

Aníta Hinriksdóttir stóð fullkomlega undir væntingum á EM

Aníta í Rieti 04Aníta Hinriksdóttir stóð sig frábærlega og stóð fullkomlega undir væntingum í keppni meðal þeirra bestu í Evrópu en hún varð í 11. sæti í 800 m hlaupi. Aníta hljóp mjög vel í undanúrslitunum, hljóp þar á sínum ársbesta tíma en komst ekki alla leið í 8 kvenna úrslit til þess hefði hún þurft að hlaupa á 2:01.58 mín en Aníta á best 2:00,49 mínútur frá því í fyrra sem reyndar hefði dugað í 3. sæti í undanúrslitunum. Aníta sem er aðeins 18 ára er jöfn meðal jafningja þó svo að þeir jafningjar séu oft mörgum árum eldri og hoknir af reynslu, Aníta getur farið stolt heim af EM með frábæra reynslu fyrir framtíðina í farteskinu. Til hamingju Aníta við erum stolt af þér.

13.8.2014

NM 19 ára og yngri í Frjálsíþróttum 16. - 17. ágúst

Þrettán íþróttamenn, þar á meðal fjórir ÍR-ingar þeir Hilmar Örn Jónsson sem keppir í sleggjukasti, Guðni Valur Guðnason sem keppir í kúluvarpi og kringlukasti, Sæmundur Ólafsosn sem hleypur 1500m og Krister Blær Jónsson sem stekkur stangarstökk og hleypur 110 m grindahlaup.

13.8.2014

Aníta inn í undanúrslit á 2:02,12 mín

DSC_0667Aníta Hinriksdóttir hljóp sig inn í undanúrslitin í 800 m hlaupi á Evrópumeistaramótinu í Sviss í morgun. Þetta er besti tími ársins hjá Anítu en hún varð 5. í sínum riðli og með 10. besta tímann. Undanrásirnar verða á morgun og hleypur Aníta í fyrri riðlinum en 8 stúlkur munu komast áfram í úrslitahlaupið á laugardag, 3 úr hvorum riðli og 2 bestu tímar . Hlaupið er kl. 16:38 að íslenskum tíma í beinni útsendingu sjónvarps.