n1_logo_grunni

hertz-hvitur_grunnur

jako

Fréttir
29.11.2015 einaro

Árlegt jólamót ÍR og Nettó í körfubolta fór fram um helgina

 

Árlegt jólamót ÍR og Nettó í körfubolta fór fram um helgina í íþróttahúsi Seljaskóla, Hertz-hellinum. Tæplega 800 börn á aldrinum 6-11 ára mættu til leiks en í ár voru alls 167 lið skráð til keppni. 
Dagskrá helgarinnar var að vonum þétt en áætlað er að um 2000 manns hafi lagt leið sína í Hertz-hellinn á laugardag og sunnudag. 
Spilað var frá morgni til kvölds alla helgina. Mótið gekk afar vel fyrir sig og voru keppendur, þjálfarar og aðrir sem sóttu mótið frabærir gestir í alla staði. 
Ánægjan skein úr hverju andliti. 
Körfuknattleiksdeild ÍR vill nýta tækifærið og þakka þátttakendum fyrir komuna, senda þakkir til Nettó og einnig öllum þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem komu að skipulagningu og umgjörð mótsins. 
Án þeirra væri ógerlegt að halda mót eins og jólamót ÍR og Nettó.
8 6 1 3

 

27.11.2015 Bergþóra Eiðsdóttir

Þorrafagnaður miðasala

Nú er miðasalan á Þorrafagnað ÍR 2016 alveg að bresta á. Salan fer fram í ÍR- heimilinu Skógarseli 12 þann 2. desember kl 17:00 Hver og einn getur mest keypt 2 borð í einu. Fyrstir koma – fyrstir fá. 

Hér er hlekkur á viðburðinn á Facebook.

https://www.facebook.com/events/1523109231343738/  

Það sem þarf að gera er að:

1. smella á hlekkinn hér að ofan.

2. smella á invite hnappinn (þessi með umslaginu á) en þá kemur upp rammi með öllum vinum þínum.

3. smella á alla á vinalistanum sínum sem þú vilt bjóða að vera á viðburðalistanum.

4. smelta á hnappinn Send Invites og viðkomandi aðilar vita allt um viðburðinn.

Hlökkum til að sjá ykkur.

24.11.2015 Margrét Héðinsdóttir

Glæsilegir Silfurleikar ÍR haldnir í 20. sinn

silfurleikarSilfurleikar ÍR voru haldnir í 20. sinn laugardaginn 21. nóvember. Keppnin fór fram í frjálsíþróttasal Laugardalshallarinnar og var nýtt þáttökumet slegið en 780 ungmenni á aldrinum 4-17 ára frá 28 félögum og héraðssamböndum tóku þátt. Þetta er þremur félögum fleira en í fyrra og 180 keppendum fleira en árið á undan.

Fjölþraut barna er alltaf vinsæl meðal þeirra allra yngstu en þar kynnast þau frjálsíþróttum í fyrsta sinn á skemmtilegan og uppbyggjandi hátt. Mögulega verða einhverjir úr þeim hópi íþróttafólk framtíðarinnar á Íslandi.

Nýmæli var að keppt var í fjórþraut 10 -11 ára en þar keppa ungmennin í fjórum keppnisgreinum. Keppendur fara í gegnum þrautina í litlum hópum en slík samvinna gefur þeim tækifæri til að þroska félagalega þáttinn hjá sér og efla samvinnu og kunningsskap sem einmitt er svo mikilvægt í íþróttum. Áhuginn fyrir þessari grein var svo mikill að það var sett Íslandsmat í fjölda keppenda í einnig keppnisgrein á frjálsíþróttamóti, nýja Íslandsmetið er 144 keppendur sem skipuðu 18 flotta hópa sem sumir voru blanda af íþróttamönnum frá mismunandi félögum, íþróttafólk sem kannski þekktist ekki neitt.

19.11.2015 Margrét Héðinsdóttir

Fjölmennustu Silfurleikar ÍR frá upphafi

tilraun1Silfurleikar ÍR í frjálsíþróttum verða haldnir í frjálsíþróttahöllinni í Laugardala á laugardaginn kemur.

Leikarnir eru haldnir árlega til heiðurs afreki Vilhjálms Einarssonar á Ólympíuleikunum í Melbourne 1956 þar sem hann vann fyrstu Ólympíuverðlaun Íslendinga með silfurverðlaunum í þrístökki. Keppni í þrístökki er gert sérstaklega hátt undir höfði á leikunum.

Silfurleikar ÍR fara nú fram í tuttugasta sinn og þegar ljóst að metþátttaka verður eða um 800 keppendur á aldrinum 17 ára og yngri allstaðar að af landinu. Fjölmennasti keppendahópurinn er frá mótshöldurum ÍR sem senda 190 keppendur til leiks.

Þegar fyrstu leikarnir voru haldnir haustið 1996 þótti það mjög nýstárlegt að halda frjálsíþróttamót innanhúss fyrir börn og unglinga að hausti til. Þátttakendur í fyrsta mótinu var innan við eitt hundrað en Silfurleikarnir ruddu brautina í mótahaldi að hausti til og nú eru haldin mörg mót innanhúss hér á landi fyrir börn og unglinga á þessum tíma árs. Í auknu mótaframboði hafa Silfurleikarnir haldið sínum sessi sem fjölmennasta frjálsíþróttamótið sem haldið er að hausti til hér á landi.

Fjölmennt mót eins og Silfurleikar ÍR krefjast mikils mannafla. Það verða um eitt hundrað sjálfboðaliðar úr Frjálsíþróttadeild ÍR sem munu sjá um dómgæslu og  sjá til þess að allt fari vel fram. Keppni mun standa yfir frá kl. 9:00-18:00 laugardaginn 21. nóvember.

Hvetjum alla til að kíkja við í Höllinni og taka þátt í gleðinni.

17.11.2015 einaro

Borche Ilievski Sansa hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks ÍR í körfuknattleik

Borche Ilievski Sansa hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks ÍR í körfuknattleik. Borche tekur við liðinu af Bjarna Magnússyni sem hætti með liðið í gærdag þann 16. nóvember 2015.

Borche hefur starfað sem yfirþjálfari yngri flokka hjá félaginu ásamt Sigurði Gíslasyni mun áfram sinna því starfi. Borche þjálfaði liðið á æfingu í kvöld og er fyrsti leikur liðsins undir hans stjórn annað kvöld kl. 18:00 í Njarðvík.

Hvetjum við alla ÍR inga að mæta til Njarðvíkur og styðja liðið.

Áfram ÍR

16.11.2015 einaro

Bjarni Magnússon hættur með ÍR

Bjarni Magnússon sem þjálfað hefur lið ÍR í Domino's deildinni undanfarin tvö tímabil er hættur með liðið. Undir stjórn Bjarna endaði ÍR í 10.sæti síðasta vetur.

Liðið hefur unnið tvo leiki og tapað þrem á þessu tímabili og er sem stendur í 10.sæti deildarinnar.   

Leit að eftirmanni Bjarna er hafin. Enda stutt í næsta leik sem er á miðvikudaginn við Njarðvík.

Stjórn KKD ÍR þakkar Bjarna kærlega fyrir samstarfið og óskar honum alls hins besta í framtíðinni.16.11.2015 Bergþóra Eiðsdóttir

Fyrsti Íslandsmeistaratitill ÍR-ings í karate

IMG_2197ÍR-ingar sem kepptu í Íslandsmeistaramóti fullorðinna í kumite náðu glæsilegum árangri og lönduðu fyrsta Íslandsmeistaratitli ÍR í karate. 
Sverrir Ólafur Torfasson ÍR varð Íslandsmeistari í flokki karla í +84 kg þyngdarflokki og Diego Valencia varð í 2. sæti í sama flokki. Aron Anh Ky Huynh ÍR varð í 2. sæti í flokki karla í 67 kg þyngdarflokki og Kristján Helgi Carrasco ÍR varð í 3. sæti í flokki karla í -75 kg þyngdarflokki.
Í opnum flokki og hafnaði Sverrir Ólafur Torfasson í 2. sæti og
Kristján Helgi Carrasco í 3. sæti.

8.11.2015 Helgi Björnsson

Góður árangur á Gaflaranum - Myndir

Gaflarinn

Fjölmargir ÍR ingar lögðu leið sína í Hafnafjörðinn um helgina til að taka þátt í Gaflaranum sem er orðinn árlegur frjálsíþróttaviðburður fyrir krakka frá 10 ára aldri. Góður árangur náðist á mótinu en helst má nefna að Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir fór í fyrsta skipti undir 8 sekúndur í 60 m hlaupi. Hún kom í mark á tímanum 7,98 s sem er aðeins 8/100 frá Íslandsmeti í flokki 14 ára og aldrei að vita hvað gerist á Silfurleikunum eftir hálfan mánuð. Þeir Ívan Óli Santos og Daníel Atli Matthíasson Zaizer rökuðu saman verðlaunum í flokki 12 ára pilta og tóku fyrstu tvö sæti í þremur greinum af fjórum.

Fleiri myndir frá mótinu má finna hér og úrslitin eru að venju á Þór.