n1_logo_grunni

hertz-hvitur_grunnur

jako

Fréttir

sumargamanIR

26.7.2015 Fríða Rún Þórðardóttir

MÍ í frjálsíþróttum ÍR stigahæst liða í Íslandsmeistari félagsliða

Frjálsíþróttadeild ÍR sigraði í dag stigakeppni félagsliða á MÍ aðalhluta sem fram fór á Kópavogsvelli í dag en mótið var samvinnuverkefni ÍR og Breiðabliks. IR hlaut 33.955 stig en lið FH varð í 2. sæti með 31.736 stig. Kvennalið ÍR sigraði stigakeppni kvenna með 21.071 stig en karlaliðið varð í 2. sæti á eftir FH með 12.884 stig. Frjálsíþróttadeild ÍR sigraði í dag stigakeppni félagsliða á MÍ aðalhluta sem fram fór á Kópavogsvelli í dag en mótið var samvinnuverkefni ÍR og Breiðabliks. IR hlaut 33.955 stig en lið FH varð í 2. sæti með 31.736 stig. Kvennalið ÍR sigraði stigakeppni kvenna með 21.071 stig en karlaliðið varð í 2. sæti á eftir FH með 12.884 stig. Í allt unnu ÍR-ingar 13 Íslandsmeistaratitla um helgina ásamt því að sjá um framkvæmd mótsins með Breiðablik.

19.7.2015 Fríða Rún Þórðardóttir

Tristan Freyr Jónsson með bætingu í tugþraut á EM

Tristan Freyr Jónsson bætti sig í tugþraut á EM 19 ára og yngri í Eskilstuna. Hann hlaut 7203 stig en átti best 6.971 stig frá því á Norðurlandamótinu í vor. Hann hafnaði í 13. sæti. Tristan bætti sig í stöng 4.20 m og 110m grindahlaupi 14,44 sek  í þraut, og hljóp sitt besta 1500m hlaup til þessa 4:49,69 mín. Með þessum árangri í þraut stígur hann upp um 2 sæti og er nú með annan besta árangur Íslendings 18-19 ára í þraut, aðeins Íslandsmet Einars Daða Lárussonar 7.394 stig er betra. Frábær árangur hjá Tristan en hann er á yngra ári í þessum aldursflokki og á því möguleika á að bæta metið. Til hamingju Tristan og allir sem koma að hans árangri

18.7.2015 Fríða Rún Þórðardóttir

Tristan Freyr Jónsson ÍR í 11. sæti af 22 eftir fyrri dag á EM í Eskilstuna

Tristan Freyr Jónsson er í 11. sæti eftir fyrri keppnisdag á EM. Tristan átti ágætan dag og bætti sig í 100m (varð 4.) og um 1 cm í hástökki. Hann var við sitt besta í langstökki (varð 6.) en aðeins frá áætlun í kúluvarpinu (13. sæti) þar sem hann kastaði 11.91m. Í 400m, sem er sterk grein hjá Tristani varð hann 4. en mikill vindur var í hlaupinu sem auðvitað hafði áhrif á alla keppendur og var árangur slakari en ella. Niðurstaðan eftir fyrri dag er að Tristan er rétt um 10 stig frá því sem hann á best eftir fyrri dag eða 3869 stig. Við fylgjumst með gangi mála á morgun og óskum Tristan góðs gengis.

18.7.2015 Fríða Rún Þórðardóttir

Aníta Hinriksdóttir, 3. á EM 19 ára og yngri í Eskilstuna

Aníta Hinriksdóttir varð í dag í 3. sæti á EM 19 ára og yngri. Aníta hljóp á 2:05.04 mín en hlaupið vannst á 2:02,83 mín. Aníta hljóp fremst eins og henni er tamt og fór fyrri hringinn á rétt um 60 sek sem er fínn tími. Hún var enn fremst á 600m markinu en þegar innan við 80m voru eftir fór sigurvegarinn, hin Belgíska Eykens fram úr sem og Schmith frá Þýskalandi og Aníta sem leitt hafði í mjög stífum vindi gat ekki tekið fram úr þeim á endasprettinu. Mikil keppni hjá þessum gríðarlega sterku ungu stúlkum sem eiga allar framtíðina fyrir sér og eiga eftir að mætast á brautinni oftsinnis í framtíðinni. Óskum Anítu, Gunnari Páli og fjölskyldu Anítu til hamingju við ÍR-ingar erum stolt af frammistöðunni.

16.7.2015 Fríða Rún Þórðardóttir

Aníta Hinriksdóttir, með bestan tíma út úr undanrásum 800m hlaupsins á EM

Aníta Hinriksdóttir hljóp í dag 800m á 2:05,01 mín í undanrásum á EM. Þetta er besti tíminn í fyrra hlaupinu en á laugardag verða bein úrslit en áður hafði verið ákveðið að það yrðu undanúrslit á morgun. Þetta er hagstætt fyrir stúlkurnar og gefur þeim færi á að vera vel hvíldar og hlaupa mjög hratt í úrslitunum.  Næstbesti tíminn frá því í dag er 2:05.45 mín en flestar stúlkurnar voru að hlaupa á 2:06 - 2:08. 

16.7.2015 Margrét Héðinsdóttir

EM 19 ára og yngri - Aníta og Tristan meðal keppenda

DSC_6405Evrópumót 19 ára og yngri  hefst í Eskiltuna Í Svíðþjóð í dag og mun standa í fjóra daga. Tveir ÍR-ingar þau Aníta Hinriksdóttir og Tristan Freyr Jónsson eru komin til Eskiltuna ásamt þjálfurum sínum þeim Gunnari Páli Jóakimssyni og Þráni Hafsteinssyni, til að taka þátt í mótinu.

Aníta keppir í undanrásum 800m hlaupsins í dag fimmtudag.  

9.7.2015 Fríða Rún Þórðardóttir

EM 20 til 22 ára ÍR-ingar í eldlínunni í dag

EM 20 til 22 ára fer fram í Tallin um þessar mundir. Það eru þrír ÍR ingar sem keppa í dag.

Krister Blær Jónsson stekkur í stangarstökkinu en 21 keppandi er skráður til leiks. Krister á best 5,05m en keppendur þurfa að stökkva 5,40m til að vera öruggir í úrslit eða að vera meðal þeirra 12 bestu. 12 keppendur sem stökkva í dag eiga 5.40m eða betra.

Guðni Valur Guðnason keppir í kringlukasti á sínu fyrsta stórmóti og er hann í seinni kastgrúppunni en þeir sem kasta 59,50 m komast sjálfkrafa áfram, en minnst 12 keppa síðan í úrslitum. Guðni á best 57,89 m sem er jafnframt hans ársbesta. Af þeim 21 keppanda sem keppa í kringlunni í dag eiga 8 lakari árangur en Guðni.

8.7.2015 Gunnar Páll Jóakimsson

Hlauparar úr ÍR og ÍR-skokk sópa að sér verðlaunum.

 

20150708_210158

10 km götuhlaups Ármanns fór fram miðvikudaginn 8. júlí. Arnar Pétursson kom langfyrstur í mark á 32:22 mín og Andrea Kolbeinsdóttir var fyrst kvenna á 37:39 mín sem er stórbæting og í fyrsta sinn sem hún hleypur undir 38 mínútum. Hlauparar úr ÍR og ÍR-skokk sópuðu til sín verðlaunum í aldursflokkum og aðeins tveir sigurvegarar af tólf eru ekki að æfa með ÍR eða ÍR-skokk (sjá mynd). 

4.7.2015 Fríða Rún Þórðardóttir

Gautaborgarleikar, Dagbjartur Daði Jónsson sigraði í spjótkasti

Gautaborgarleikarnir fara fram nú um helgina og eru nokkrir ÍR-ingar skráðir til keppni. Dagbjartur Daði Jónsson keppti í spjótkasti (700g) og sigraði í flokki 18 ára með 63,85m kasti sem er hans 3. besti árangur en hann á best 65,43m síðan á Vormóti ÍR í fyrra. Óskum Dagbjarti til hamingju með sigurinn.

Önnur frábær úrslit urðu þau að Þórdís Eva Steinsdóttir FH sigraði í 300m grindahlaupi á 43,96 sek, og hún varð svo 2. í 80m grind á 12,03 sek. Hinrik Snær Steinsson FH varð 4. í 300m 40,94 sek sem er 2. besti árangur pilts í þessum flokki, aðeins Íslandsmet Einars Daða Lárussonar ÍR er betra 40.90 sek. Örn Davíðsson varð 4. í spjótkasti karla með 64.24 m.