n1_logo_grunni

hertz-hvitur_grunnur

jako
Fréttir

sumargamanIR

21.5.2015

ÍR ingar fjölmennir í frjálsíþróttalandsliðinu á Smáþjóðaleikunum

Þorsteinn, Hrafnhild og Ívar verða öll með í árFrjálsíþróttasamband Íslands kynnti nú fyrr í vikunni hverjir myndu keppa fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum sem fram fara hér á landi í byrjun júní. Frjálsíþróttakeppni leikanna fer fram á Laugardalsvelli dagana 2., 4. og 6. júní. Eins og undanfarin ár eiga ÍR ingar stóran hluta liðsins en í ár koma 22 af 57 keppendum frá ÍR eða 39%. FH ingar eiga næst flesta keppendur eða 15 og UFA koma þar á eftir með 7.

20.5.2015

Opið fyrir umsóknir í Magnúsarsjóð

IR_logoÁrleg úthlutun úr Magnúsarsjóði, menntunar- og afrekssjóði ÍR fer fram í byrjun júní. Opið er fyrir umsóknir til og með 27. maí og skal þeim skilað til Þráins Hafsteinssonar íþróttastjóra ÍR á skrifstofu félagsins. Áhugasömum umsækjendum er bent á að fylla út sérstakt umsóknareyðublað sjóðsins sem má nálgast á heimasíðu félagsins: http://www.ir.is/media/PDF/Magnusarsjodur_Umsoknareydublad.pdf

Nánar um markmið sjóðsins með því smella HÉR.

19.5.2015

Yfir þúsund mans á vel heppnuðu Subwaymóti ÍR

10648529_10153250309388607_6793547619326426557_oÁ uppstigningardag hélt Knattspyrnudeild ÍR vel heppnað Subwaymót fyrir 6. flokk karla. 84 lið voru skráð til leiks frá 9 félögum. Mótið heppnaðist einstaklega vel og létu duglegir keppendur og aðstandendur ekki smá rigningu hafa áhrif á sig, enda birti fljótlega til að sól skein í heiði síðar hluta mótsins.... 

19.5.2015

Uppskeruhátíð og sumaræfingar

Fimmtudaginn 21 maí, frá kl. 17 - 19, verður uppskeruhátíð körfuknattleiksdeildar ÍR haldin í Seljaskóla. Veitt verða verðlaun og viðurkenningar fyrir vel unnin störf. Í lokin verður svo boðið upp á léttar veitingar. Hvetjum foreldra að mæta með iðkendum sínum.

image009

Sumaræfingar í Seljaskóla:

Krakkar fæddir 2004-2006
Mánud.17-18
Fimmtud. 17:30 – 18:30
Laugard. 10-11

Æfingar byrja fimmtudaginn 28. Maí og eru til laugard. 29. Ágúst

Þjálfari: Eggert Maríusson

Krakkar fæddir 2001-2003
Þriðjud. 17-18
Miðvikud. 17 – 18
Föstud. 17-18

Æfingar byrja þriðjudaginn 19. maí og eru til föstudagsins 14. ágúst

Þjálfari: Árni Eggert Harðarson

Krakkar fæddir 2000 - 1997
Þriðjud. 18-19
Miðvikud. 18-19
Föstud. 19:30 -20:30

Æfingar byrja þriðjudaginn 19. maí og eru til föstudagsins 14. Ágúst

Þjálfari: Árni Eggert Harðarson

Æfingagjöld Eru 20.000 kr. Í öllum aldurshópunum, skráning í gegnum kerfi ÍR.

16.5.2015

Hlynur Andrésson ÍR, óstöðvandi !

Hlynur Andrésson ÍR varð í 4. sæti af 14 keppendum í 3000m hindrunarhlaupi á Mid American Championships í dag. Hann hljóp á 9:20,44 mín sem er hans besti tími en þetta er hans annað 3000m hindrunarhlaup á ferlinum og bæting um 5 sek á milli vikna. Þessi tími setur Hlyn í 14. sæti á íslenskri afrekaskrá en þetta er jafnframt besti tími íslensks karls síðan árið 2008. Íslandsmetið á Sveinn Margeirsson 8:46,2 mín síðan árið 2003.

Hlynur keppti einnig í 1500m á sama móti, varð 6. af 12 keppendum og bætti sig, hljóp á 3:50.34 mín. Hann átti best 3:51,62 mín en tíminn setur hann í 8. - 9. sæti á íslenskri afrekaskrá. 

Til hamingju með árangurinn Hlynur.

15.5.2015

Andrea Íslandsmeistari í 10 km götuhlaupi

Andrea MÍ 10 KAndrea Kolbeinsdóttir ÍR varð Íslandsmeistari í 10 km götuhlaupi sem fram fór i Garðabæ á uppstigningardag. Hún sigraði á tímanum 40:58 mín. Í karlaflokki varð Arnar Pétursson ÍR í öðru sæti á 33:11 mín, sigurvegari var Ingvar Hjartarson Fjölni. Eva Skaarpas sigraði í flokki 40 - 49 ára. Í 5 km hlaupi sem fram fór samhliða sigraði Valur Þór Kristjánsson ÍR.

9.5.2015

Víðavangshlaup Íslands, ÍR-ingar sigursælir

VÍ sigursveit kvenna

Víðavangshlaup Íslands var haldið í Laugardalnum 9. maí. Ármenningar héldu þar frábæra hlaupahátíð sem hófst á barnahlaupi, styrkt af grænmetisbændum en í kjölfarið fór Íslandsmótið í víðavangshlaupum fram.

ÍR-ingar voru sigursælir og sigruðu í flestum flokkum og sveitakeppnum.VI  sigursveit karla

8.5.2015

Norðurlandameistaramót í Júdó

NM-plakat-2015-600x800Norðurlandameistaramót í Júdó verður í Laugardalshöllinni 9-10.maí 2015. Nánari upplýsingar má finna með því að smella á myndina hér til vinstri.

7.5.2015

Ný og spennandi sumarnámskeið ÍR

Screen Shot 2015-05-06 at 22.40.22Námskeiðin eru deildaskipt, íþróttadeild og leikja/listadeildÍþróttafræðingarnir Sigríður Fanndal og Óðinn Björn Þorsteinsson stjórna námskeiðunumHeitur matur í hádeginu. Nánari upplýsingar má sjá með því að smella HÉR eða á myndina hér til hliðar.