n1_logo_grunni

hertz-hvitur_grunnur

jako

Fréttir
3.10.2015 Árni Birgisson

Sigurður ráðinn yfirþjálfari ÍR.

Barna og unglingaráð knattspyrnudeildar ÍR hefur ráðið Sigurð Þórir Þorsteinsson til starfa sem yfirþjálfara yngri flokka knattspyrnudeildar ÍR. Sigurður mun taka við starfinu af Halldóri Halldórssyni sem hefur nú kvatt ÍR eftir 13 ára farsæl störf. 

Sigurður er reynslumikill þjálfari hann hefur m.a. starfað sem þjálfari hjá Skallagrími, Breiðablik og Aftureldingu, yfirþjálfari hjá Fylki og undanfarin ár hefur hann verið formaður knattspyrnuþjálfarafélags Íslands. 

Sigurður er uppalinn ÍR-ingur í húð og hár hefur spilað með öllum flokkum félagsins. 

Við bjóðum Sigurð velkominn til félagsins og hlökkum til að starfa með honum. 

 

kv. stjórn knd. ÍR

3.10.2015 Margrét Héðinsdóttir

Frábærir Bronsleikar að baki

bronsleikarBronsleikum ÍR lauk um hádegi í dag. Metþátttaka var á leikunum þar sem ríflega 370 krakkar mættu til leiks. Yngstu þátttakendurnir voru aðeins 3ja ára og þeir elstu 11 ára.

7ára og yngir og 8 - 9 ára börn tóku þátt í fjölþraut barna en 10 -11 ára börnin kepptu í fjórþraut. Úrslitin í fjórþrautinni má finn á Þór, mótaforriti Frjálsíþróttasambands Íslands. Sú nýbreytni að hafa fjórþraut fyrir elstu börnin féll í góðan jarðveg og allir skemmtu sér konunglega í sameiginlegri upphitum undir stjórn Einars Daða Lárussonar og bróður hans. 

Allir fóru svo sælir og glaðir heim með bronsmedalíu um hálsinn.

Til að halda mót sem þetta þarf vaksa sveit sjálfboðaliða sem komu úr röðum iðkenda ÍR og foreldra þeirra. Þökkum starfsmönnum kærlega fyrir þeirra framlag.

Óskum öllum þátttakendum til hamingju með árangurinn og þökkum þeim komuna á mótið.

1.10.2015 Margrét Héðinsdóttir

Metþátttaka á Bronsleikum ÍR

DSC_2646Bronsleikar ÍR verða haldnir næstkomandi laugardag og hefst keppni kl. 9:30 í Laugardalshöll. Mótið er haldið til að heiðra Völu Flösadóttur sem vann til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000. Það stefnir í metþátttöku í ár þar sem hátt í 300 börn eru skráð til leiks og ljóst að það verður kátt í höllinni á laugardaginn. Til að halda mót sem þetta þarf margar vaskar hendur og það eru liðsmenn meistaraflokks ÍR ásamt öflugum unglingum sem sjá um framkvæmdina ásamt vaskri sveit reyndra sjálfboðaliða.

Á myndinni má sjá Völu Flosadóttir í hópi ánægðra þátttakenda á fyrstu Bronsleikum ÍR árið 2010.

1.10.2015 Bergþóra Eiðsdóttir

Nýr formaður Handknattleiksdeildar ÍR

Á framhaldsaðalfundi Handknattleiksdeildar ÍR sem haldinn var í Austurbergi í gær var Haraldur Hannesson kosinn nýr formaður deildarinnar.

ÍR-ingar fagna nýjum formanni deildarinn og bjóða hann velkominn til starfa og þakka um leið Runólfi Bjarka Sveinssyni fráfarandi formanni vel unnin störf fyrir deildina. 

29.9.2015 Bergþóra Eiðsdóttir

Vegna umræðu um dekkjakurl í knattspyrnuvöllum

Samkvæmt yfirlýsingu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur frá 2010 er eftirlitinu ekki kunnugt um neinar 
rannsóknir sem sýna að notkun gúmmíkurls í knattspyrnuvöllum sé hættuleg heilsu fólks hvorki í 
andrúmslofti slíkra staða né varðandi snertingu við húð.  Yfirlýsing frá FIFA Alþjóða 
knattspyrnusambandinu frá 2006 er samhljóma, ekki hafa fundist rannsóknir sem sýna fram á að 
hætta sé af notkun svarta dekkjakurlsins í knattspyrnuvöllum.  Í yfirlýsingu FIFA er vitnað í rannsóknir 
sem gerðar hafa verið af óháðum stofnunum eða háskólum m.a. í Þýskalandi, Danmörku, Svíþjóð, 
Noregi,  Belgíu og Frakklandi.

Heilbrigðiseftirlitið bannar ekki rekstraraðilum íþróttavalla notkun svarts gúmmís en mælir ætíð með 
notkun umhverfisvænni efna þar sem þau eru til.

Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er umhverfisvænna gúmmí notað í alla nýja 
gervigrasvelli sem Reykjavíkurborg byggir.  Slíkir vellir eru komnir í  Egilshöll, hjá Þrótti og Val.  Stefnt 
er að endurnýjun allra gervigrasvallanna með dekkjakurlinu þar á meðal ÍR-vallar á næstu árum. 

F.h. Íþróttafélags Reykjavíkur

Þráinn Hafsteinsson

Íþróttastjóri

27.9.2015 Árni Birgisson

Meistaraflokkur karla - Addó og Knd. ÍR endurnýja samninginn

Arnar Þór Valsson og Knattspyrnudeild ÍR hafa gengið frá samkomulagi um að Arnar Þór, Addó, verði áfram þjálfari meistaraflokks karla.

 

Addó hefur verið þjálfari meistarflokks karla síðastliðin  þrjú  ár,  og var ákveðið að semja aftur við Addó þar sem árangur meistaraflokks hefur verið vaxandi og ungir ÍR-ingar hafa tekið miklum framförum undir hans stjórn.  Stigasöfnun hefur aukist á hverju ári, nýir liðsmenn falla vel í leikmannahópinn og andinn og ánægjan í hópnum er gríðarlega góð. Knattspyrnudeild ÍR hlakkar til að starfa áfram með Addó í átt að gera gott lið enn betra.

 

ÁFRAM ÍR

 

Kveðja,

Stjórn Knd. ÍR.

23.9.2015 Bergþóra Eiðsdóttir

Framhaldsaðalfundur Handknattleiksdeidar

Framhaldsaðalfundur Handknattleiksdeildar ÍR verður haldinn miðvikudaginn 30.september n.k. kl.18:00 í ÍR-heimilinu 

 

Dagskrá:
1.     Kosning fundarstjóra og fundarritara. 
2.     Kosning formanns. 

 

Stjórn Handknattleiksdeildar ÍR

20.9.2015 einaro

Golfmót KKD ÍR og Stuðningsmannakvöld

Laugardaginn 26. september verður haldið golfmót KKD ÍR á Gufudalsvelli í Hveragerði. Fyrirkomulag mótsins verður 9 holu Texas Scramble. Ræst verður út á öllum teigum kl 15.30 / mæting kl 15.00 tímarlega. 
Skráning á irkorfubolti@gmail.com 
Hægt er að skra sig sem lið og sem einstakling. 

Glæsileg verðlaun verða í boði fyrir fyrstu 3 sætin. Að verðmæti 30.000 kr.
Allir þátttakendur fá teiggjöf.

Þátttökugjald er 6000 krónur og um kvöldið verður stuðningsmannakvöld í ÍR heimilinu Skógarsel kl 20:00. Þar verður boðið uppá pizzur og drykki ásamt verðlaunaafhentingu og leikmannakynningu á meistaraflokk karla. Dregið verður úr skorkortum þeirra sem ekki hljóta verðlaun í mótinu.
Þeir ÍR-ingar sem ekki taka þátt í mótinu eru hvattir til að mæta um kvöldið og taka þátt í þjappa okkur saman fyrir veturinn.

gofl

20.9.2015 johannagust

ÍR ingar sigursælir á Reykjavíkurmóti einstaklinga með forgjöf í keilu 2015

Hlynur Örn Ómarsson og Bergþóra Rós Ólafsdóttir sigurvegarar Reykjavíkurmóts einstaklinga í keilu með forgjöf 2015Um helgina fór fram í Keiluhöllinni Egilshöll Reykjavíkurmót einstaklinga með forgjöf. Sigurvegarar voru þau Hlynur Örn Ómarsson og Bergþóra Rós Ólafsdóttir en þau keppa bæði undir merkjum ÍR. Hlynur sigraði Hannes Jón Hannesson ÍR í úrslitum og Bergþóra Rós sigraði Elsu G Björnsdóttur úr KFR. Alls kepptu 19 konur og 24 karlar í mótinu.