n1_logo_grunni

hertz-hvitur_grunnur

jako
Fréttir

sumargamanIR

29.6.2015 Fríða Rún Þórðardóttir

Stórkostlegt Stangarstökk hjá Huldu Þorsteinsdóttur ÍR

Hulda Þorsteinsdóttir stangarstökkvari úr ÍR sýndi frábæra takta á innanfélagsmóti ÍR í Laugardalshöll í kvöld. Hún gerði sér lítið fyrir og stökk 4.30 m sem er bæting á hennar besta árangri innanhúss um 29 cm! Hún á best 4.10 utanhúss. Þessi árangur setur Huldu í 73. sæti á heimslistanum innanhúss og 44. sæti á Evrópulistanum innanhúss fyrir árið 2015. Hún er enn 3. besta íslenska konan frá upphafi en færist óðfluga nær þeim Þóreyju Eddu Elísdóttur og Völu Flosadóttur sem báðar kepptu á Ólympíuleikum sælla minninga. Árangur Huldu er merkur fyrir þær sakir að hún hefur átt við mjög þrálát meiðsli að stríða undanfarin ár og lengi var mjög tvísýnt hvort hún myndi stökkva stangarstökk aftur. En Hulda er komin til baka sterkari sem aldrei fyrr og nú er HM lágmarkið sem er 4.50 m næsta markmið. Hulda keppir á föstudag og sunnudag og sendum við henni okkar bestu óskir um góðan árangur og skemmtilega keppni.

28.6.2015 Fríða Rún Þórðardóttir

Aníta og Tristan áttu góðan dag í Mannheim

h22a69sQgcawl7MOyEcnbGs2PbDKAxCBv85nMJGI4zI,fTJhVg7OVcRf4Ow6PH8upKNrpeY7SOy5b_ldJayszCI,7HjYqx8juntMEyiLpbfhpQUjYP4HuF7fWc2_IRlINPA,mT6sKZsyAi6ZrrSk--pDzzHaiJx9ML8momUJA9v9Mb8,Z-y7uiSHU_GdIY4IeI1GNO927cqzzh63dMQbiHEavbEAníta Hinriksdóttir kom önnu í mark á sínu fjórða Junioren Gala í Þýskalandi í dag. Hún hljóp á 2:02,57 min og rétt missti af sigrinum en hin belgíska Rene Eykens fór fram úr henni á marklínunni eftir að Aníta hafði leitt hlaupið næstum allan tímann. Aníta hefur verið að stríða við smávægileg eymsli í læri en það lét ekki á sér kræla í dag sem eru góðar fréttir.

Tristan Freyr Jónsson átti einnig frábæra helgi í Manneheim en hann bætti sig og sömuleiðis Íslandsmetið í 110 m grindahlaupi (99 cm grindur) í flokki 18-19 ára.

28.6.2015 Árni Birgisson

ÍR efstir - ÍR vann Leiknir F. í hörkuleik.

Strákarnir okkar sigruðu í toppslagnum í 2. deildinni þegar þeir tókum á móti Leiknismönnum frá Fárskrúðsfirði í Mjóddinni laugardaginn 27.06 sl..

Leikurinn var mjög jafn eins og gefur að skilja og þurftu strákarnir að hafa mikið fyrir þessum sigri. Á endanum var það Magnús markmaður sem sá til þess að tvö mörk frá Jóni Gísla nægðu til sigurs með því að verja vítaspyrnu undir lok leiksins.

Já, dramatíkin var mikil í Mjóddinni í gær. Hér fylgir með viðtal fótbolta.net við markaskorarann síkáta.

26.6.2015 Fríða Rún Þórðardóttir

ÍR-ingar að standa sig vel í Kaplakrika og í Hollandi

DSC_1372ÍR-ingar hafa verið að standa sig vel sl. daga. Þorsteinn Ingvarsson stökk 7.58 m í aðeins of miklum meðvindi á móti í Kaplakrika 25. júní og er þetta besti árangur hans í fimm ár. Stökkserían var mjög góð og stökk hann 7.49 m og 7.40 m með löglegum vindi. Spennandi verður að fylgjast með Þorsteini í sumar. Bjarki Freyr Finnbogason hljóp vel í 200m hljóp á 23.00 sek og bætti sig um 64/100. Flottur árangur það.

26.6.2015 Fríða Rún Þórðardóttir

ÍR ingar á Junioren Gala í Mannheim

Þau Aníta Hinriksdóttir og Tristan Freyr Jónsson keppa á Junioren Gala um helgina, mjög sterku móti sem Aníta hefur verið sigursæl á sl. 2 ár en Tristan keppir þar í fyrsta sinn. Aníta hleypur 800m á sunnudag og er hún með bestan tíma keppenda, 2:01,50 mín en það verður þó um hörku keppni að ræða og vonandi nær Aníta að bæta met sitt samhliða því að sigra í hlaupinu. Tristan keppir í 100m, 110 m grindahlaupi og 200m og stefnir ótraður á bætingar en hann á best 10.98 s í 100m, 14.49 s í grindinni og 21.99 s í 200m. Tveir aðrir íslenskir keppendur keppa á mótinu það eru þau Vigdís Jónsdóttir og Hilmar Örn Jónsson sem keppa bæði í sleggjukast og eru í FH. Hægt er að fylgjast með mótinu á http://2015.junioren-gala.de

26.6.2015 Bergþóra Eiðsdóttir

Toppslagur ÍR-inga á laugardag í fótboltanum

Lið ÍR í meistaraflokki karla í fótbolta sem trónir í efsta sæti Íslandsmóts 2. deildar eftir sjö umferðir leikur á laugardag á Hertz-vellinum í Mjódd gegn næst efsta liðinu, Leikni frá Fáskrúðsfirði. ÍR-ingar hafa unnið sex leiki og gert eitt jafntefli en Leiknismenn unnið fimm leiki og gert tvö jafntefli.   Leikurinn á laugardag er því alger toppslagur. Leikurinn hefst kl. 14:00 og mikilvægt að Breiðhyltingar og allir ÍR-ingar fjölmenni á leikinn.

Áfram ÍR

14.6.2015 Fríða Rún Þórðardóttir

Tristan Freyr Jónsson varð 6. á NM ungmenna í tugþraut.

DSC_6348Tristan Freyr Jónsson lauk nú rétt í þessu keppni á NM ungmenna í tugþraut þegar hann hljóp 1500m á 5:03,70 mín og varð 6. í mark og 6. sætið í þrautinni.

Niðurstaðan var 6.971 stig og bæting á hans besta árangri, hins vegar er 6. sætið kannski smá vonbrigði. Tristan hefur sýnt að hann framtíðina fyrir sér og setur reynslu helgarinnar í reynslubanka framtíðarinnar en keppni í tugþraut er samspil óteljandi þátt þar á meðal keppnisreynsla á keppnisreynslu ofan og getan til að takast á við næstu grein af hörku þegar greinin á undan hefur ekki gengið nógu vel. Við óskum Tristan til hamingju með allar bætingarnar í þessari þraut og 6.971 stig sem er frábær árangur.

14.6.2015 Fríða Rún Þórðardóttir

Tristan Freyr byrjar daginn á bætingu í grindahlaupi.

DSC_1670Tristan Freyr byrjar daginn á bætingu í grindahlaupinu, hljóp á 14,69 sek. Í kringlunni gekk ekki sem skildi, 30,74 m var lengsta kast Tristans en hann er nú með 5252 stig og fer niður um 2 sæti í það 5. en er aðeins 96 stigum frá 3. sætinu. En svona er þrautin og nú vonum við að næsta grein gangi mjög vel.

13.6.2015 Fríða Rún Þórðardóttir

Tristan Freyr Jónsson í 3. sæti eftir fyrri dag á NM í þraut

Tristan Freyr hefur lokið keppni á fyrri degi þrautarinnar. Hann stökk 1,90 m í hástökki sem er hans besti árangur í þraut en hann stökk. 1,79 m í fyrra í þessari keppni. Hann hljóp 400m á 48,79 sek en hann átti best 49,77 sek í 400 m, góð bæting þar sem kemur honum inn á topp 20. listann yfir bestu 400 m hlaupara Íslandssögunnar. Þetta er um 1 sek betra en í fyrra.

Eftir daginn er Tristan í 3. sæti með 3.888 stig en aðeins fá stig skilja á milli 1. og 3. sætir en sá sem er með flest stig er með 3.936 stig, 2. sætið 3.916 stig og þá Tristan. Það er "brjáluð keppni" milli þessar þriggja keppenda eins og haft er orðrétt eftir Þráni Hafsteinssyni þjálfara Tristans og mikil spenna fyrir morgundeginum þegar keppt er í 110 m grindahlaupi, stangarstökki, spjótkasti, kringlukasti og 1500m hlaupi.