n1_logo_grunni

hertz-hvitur_grunnur

jako
Fréttir
2.5.2015

Hlynur Andrésson með bætingu í 5000m hlaupi

Hlynur Andrésson ÍR keppti á 5000m hlaupi á Jesse Owens Classic mótinu í Columbus Ohio 1. maí. Hann hljóp á glæsilegum tíma, 14:24.25 mín og varð í 3. sæti eftir harða keppni. Hann bætti sig um hálfa mínútu miðað við besta tíma sinn utanhúss en hann á 3 sek bætri tíma innanhúss. Hlynur er á mikilli og góðri framfarabraut og er nú með 3. besta árangur Íslendings í þessari grein, aðeins Íslandsmet Kára Steins Karlssonar 14:01,99 mín og tími Jóns Diðrikssonar, 14:13 mín, er betri árangur frá upphafi.

Það styttist einnig óðfluga í Íslandsmetið í 20-22 ára flokki en það er 14:07.13 mín. Óskum Hlyn til hamingju með árangurinn.

29.4.2015

10. flokkur drengja í körfubolta Íslandsmeistarar í mögnuðum leik

Strákarnir í 10. flokki í körfubolta, sem eru drengir fæddir 1999 og 2000, léku til úrslita í hreinum úrslitaleik gegn Keflavík sl. sunnudag í Stykkishólmi en þar fóru fram allir úrslitaleikir yngri flokka helgina 25. og 26. apríl. Þessir drengir hafa verið mjög sigursælir undanfarin tvö keppnistímabil og landað á þeim tíma 3 titlum af 4 sem voru í boði. Leikurinn á sunnudaginn var hörkuleikur en útlitið ekki bjart í hálfleik þegar ÍR var undir 25-35. En í seinni hálfleik var blaðinu snúið við, strákarnir búnir að jafna 46-46 í lok 3. leikhluta og stungu svo hreinlega af í 4. leikhluta og lönduðu frábærum sigri 76-63. Í síðari hálfleik höfðu þeir svör við öllum tilraunum Keflvíkinga til að halda sér inn í leiknum, bæði í vörn og sókn og um gríðarlega taktískan sigur að ræða þar sem leikskipulag þjálfarans og meistarans Herberts Arnarsonar gekk fullkomlega upp.

Maður leiksins var valin Hákon Örn Hjálmarsson en hann átti frábæran leik, skoraði 31 stig (19 stig í seinni hálfleik), tók 12, fráköst, stal 4 boltum og gaf 3 stoðsendingar. Það var þó Skúli Kristjánsson sem tók liðið á herðar sér í 4. leikhluta en í þeim leikhluta einum skoraði hann 15 stig!, en hann hefur sýnt áður að hann er maður stóru leikjana og spilar best í slíkum leikjum. Þegar upp var staðið var það þó liðsheildin í síðari hálfleik sem skóp sigurinn en hver einasti maður barðist til síðasta blóðdropa um hvern einasta bolta og áttu Keflvíkingar einfaldlega ekki svör við vilja strákana til að klára leikinn. Slíkur leikur er einkenni þeirra sem vinna titila. Til hamingju ÍR ingar! 

28.4.2015

Aðalfundur Íþróttafélags Reykjavíkur

Aðalfundurinn verður haldinn miðvikudaginn 29. apríl 2015  kl. 20:00 í félagsheimili ÍR  Skógarseli 12 Reykjavík. 

IR_logo

Dagskrá aðalfundar: 

1. Kosning þriggja manna kjörbréfanefndar.

2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

3. Skýrsla stjórnar um starfsemi ársins.

4. Lesnir og skýrðir endurskoðaðir reikningar.

5. Lagabreytingar.

6. Ákveðin árgjöld.

7. Lögð fram starfs- og fjárhagsáætlun næsta starfsárs.

8. Kosinn formaður.

9. Kosnir aðrir stjórnarmenn og varastjórnarmenn.

10. Kosnir tveir skoðunarmenn.

11. Önnur mál. 

Léttar veitingar verða boðnar að loknum fundi. 

Stjórnin

28.4.2015

Yfirlýsing vegna álitamáls í Víðavangshlaupi ÍR

Mótshaldarar Víðavangshlaups ÍR vilja koma á framfæri að framkvæmd hlaupsins og merking brautar var í samræmi við það sem tíðkast hefur hérlendis með hlaup sem þetta. Óskað var eftir áliti Frjálsíþróttasambands Íslands (FRÍ) á úrslitum hlaupsins og dómgæslu. Álit framkvæmdastjóra FRÍ er svohljóðandi:

26.4.2015

Nú fer að líða að lokum þessarar skíðavertíðar

kla_HMIðkendur skíðadeildarinnar hefur gengið vel í vetur og haft í nógu að snúast þrátt fyrir erfitt veður. Áttum við keppendur á öllum helstu stórmótum vetrarins á erlendri grund og eru ekki mörg félög sem geta státað sig af því. Helga María Vilhjálmsdóttir sem kjörin var íþróttakona ÍR á janúar tók meðal annars þátt á Heimsmeistaramótinu í alpagreinum sem haldið var í Beaver Creek  og Heimsmeistaramóti Unglinga sem haldið var í Noregi.Auk Helgu voru Kristinn Logi Auðunsson og Sigurður Haukson valdir til að taka þátt á HM unglina.

Þá fór Elísa Arna til Lichtenstein og keppti á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar. 

Okkar krökkum hefur gengið ágætlega í bikarkeppni SKÍ í vetur en SKRR stóð uppi sem sigurvegari í heildarstigakeppninni auk þess að vinna alla stúlkna og kvenna flokkana og í öðru sæti í drengja og karla flokkum. Bestum einstaklings árangri náði Sigríður Dröfn Auðunsdóttir en hún endaði í öðru sæti í stúlknaflokki 14 – 15 ára.  

Fertugustu Andrésar Andarleikunum var slitið í gær og gekk ágætlega hjá okkar krökkum. Stóðu þau sig öll með mikilli príði og komust þrír keppendur á verðlaunapall, þau: Sigríður Dröfn Auðunsdóttir lenti í fyrsta sæti í stórsvigi og öðru sæti í svigi í flokki 15 ára. Stefán Gíslason varð annar í svigi og fjórði í stórsvigi í flokki 9 ára og Halldóra Gísladóttir náði þriðja sæti í svigi 14 ára.

Framundan er svo innanfélagsmót sem stefnt er á að halda 1. maí og foreldraslútt þann 13 maí. Einnig á eftir að klára Faxaflóamót og Reykjavíkurmót í flokki 16 ára og eldri.

 

 

 

eah_oe  skkr_bikar Sigríður Dröfn Auðunsdóttir

26.4.2015

Kári Steinn Karlsson ÍR, 29. í Hamborgarmaraþoninu, glæsilegur tími

Kári Steinn Karlsson maraþonhlaupari úr ÍR varð í 29. sæti í Hamborgarmaraþoninu sem fram fór í morgun, 26. apríl. Tími Kára Steins, 2:21,30 klst er 3. besti tíminn sem íslenskur hlaupari hefur hlaupið en Kári Steinn á sjálfur tvo bestu tímana þar á undan. Íslandsmet hans er 2:17,12 kls. Áætlað er að 22.000 manns hafi hlaupið í Hamborg í morgun og var Kári Steinn því að standa sig frábærlega eins og hans er von og vísa. Hlaupið var mikilvægur liður í undirbúningi Kára Steins fram að Ólympíuleikum á næsta ári en lágmarkið er 2:17,00 klst. Stefán Guðmundsson stóð sig einnig vel hljóp á 2:36.22 klst en hann á best 2:34.29 klst.

25.4.2015

Metþátttaka og rífandi stemming í 100. Víðavangshlaupi ÍR

Metþátttaka var í 100. Víðavangshlaup ÍR sem fór fram í miðbæ Reykjavíkur á sumardaginn fyrsta við góðar aðstæður og frábæra stemmingu. Alls luku 1171 hlauparar hlaupi en mest hefur fjöldi í Víðavangshlaupi ÍR til þessa verið 535.

24.4.2015

Aðalfundur formannafélags ÍR

20150423_131812Á sumardaginn fyrsta var haldinn aðalfundur formannafélags ÍR í tengslum við 100. Víðavangshlaup félagsins. Á fundinn mættu átta formenn og ræddu árangur og velferð félagsins fyrr og nú. Reynir Sigurðsson sem er 87 ára er aldursforseti formannafélagsins og hefur verið félagi í því síðan 1963 eða í rúma hálfa öld. Á fundinn mætti Ágúst Ásgeirsson, sem var formaður 1985-1986, en hann ernú  búsettur í Frakklandi.  Ágúst er höfundur að sögu ÍR og sögu Víðavangshlaups ÍR, og miðlaði hann af fróðleik sínum á fundinum. Það er ÍR mikill styrkur að eiga svo öfluga bakhjarl sem formannafélagið er fyrir ÍR.

22.4.2015

100. Víðavangshlaup ÍR á sumardaginn fyrsta

8c7ace7dde27Víðavangshlaup ÍR fer fram í hundrðasta skipti á sumardaginn fyrsta. Hlaupið var fyrst haldið árið 1916 og ekki fallið úr hlaup síðan og því sú íþróttakeppni sem á sér lengsta samfellda sögu hér á landi.

Ný hlaupaleið og met þátttaka
Metþátttaka verður í hlaupinu en á annað þúsund hlauparar eru nú þegar forskráðir.
Upphitun hefst við Hörpuna kl. 11:15 og Kári Steinn Karlsson ræsir hlaupið kl. 12:00 í Tryggvagötunni.  Hlaupin verður ný 5 km leið upp Hverfisgötu, niður Laugaveg og Bankastræti, eftir Lækjargötu og Fríkirkjuvegi, umhverfis tjörnina og endað við Arnarhól. Allir þátttakendur fá sérsleginn verðlaunapening þegar þeir koma í mark....