n1_logo_grunni

hertz-hvitur_grunnur

jako
Fréttir
31.1.2015

Stórmót ÍR, 60m kvenna, ÚRSLIT

Nú er lokið úrslitahlaupinu í 60m kvenna. Þar sigraði Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir ÍR á tímanum 7,56 sek og Hafdís Sigurðardóttir UFA varð 2. á 7,61 sek. Hrafnhild var að bæta sig verulega, átti best 7,62 sek en þessi tími er annar besti tími sem íslensk kona hefur hlaupið á frá upphafi innanhúss en aðeins Íslandsmet Geirlaugar Geirlaugsdóttur 7,54 sek síðan árið 1996 er betri. Hafdís á best 7,58 sek.

Dóróthea Jóhannesdóttir varð 3. á 8.00 sek, bætti sig um 2/100 síðan úr undanúrslitunu. Dóróthea sigraði síðan langstökkið með stökk upp á 5,72 m sem er hennar besti árangur innan- og utanhúss en hún átti best 5,58 m innanhúss síðan 2011 og 5,65 m utanhúss síðan í fyrra, hún er greinilega í fínu formi en

31.1.2015

Stórmót ÍR, úrslit í 200m karla, Ívar og Tristan með bætingu og Kolbeinn með nýtt Íslandsmet

Kolbeinn Höður Gunnarsson UFA setti nú rétt í þessu nýtt Íslandsmet í 200m hlaupi karla en hann hljóp á tímanum 21.64 sek í æsispennandi keppni við Ívar Kristinn Jasonarson en Ívar hljóp á 21,69 sek sem er hans besti tími innanhússs. Gamla metið var 21.65 sek og var í eigu Óla Tómasar Freyssonar FH. Tristan Freyr Jónsson varð 4. í mark en hann bætti sig einnig, hljóp á 22.22 sek en átti best 22.52 sek. Það er því ljóst að íslenskir frjálsíþróttamenn eru í bætingarham þessa dagana enda margir að stefna á EM innanhúss í Prag í mars.

31.1.2015

Stórmót ÍR í 19. sinn, úrslit í 200 m kvenna og stúlkna

Stórmót ÍR stendur nú sem hæst í Laugardalshöllinni. Hluti af þeim 800 keppendum sem taka þátt í mótinu að þessu sinni hófu keppni strax kl. 9 í morgun en þá reyndu vonarstjörnur framtíðarinnar í fjálsum, og jafnvel fimleikum líka, með sér í þrautabraut 8 ára og yngri.

Keppni stendur nú yfir í eldri flokkum fram eftir degi en þéttskipað er í höllinn bæði innan vallar og í stúkunni. Hægt er að fylgjast með úrslitum í nýja mótaforritinu Thor (www.fri.is / mót / Mótaforritið Þór) en þar má sjá að mjög margir hafa náð að bæta sinn besta árangur sem ávalt er gleðilegt.

Mikið einvígi var háð í 200m hlaupi kvenna þar sem Hafdís Sigurðardóttir UFA og Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir íR áttust við Hafdís kom í mark á 24.13 sek en Hrafnhild 24.27 sek það var því mjótt á mununum. Í 200m stúlkna áttust við þær Þórdís Steinsdóttir FH og Tiana Ósk Witworth, Þórdís kom á undan í mark á 25.18 sek en Tiana varð 2. á 25,82 sek sem er hennar besti tími.

Óskum keppendum góðs gengis og öllum í Laugardalshöllinni góðrar skemmtunar.

30.1.2015

Nýr leikmaður hjá mfl. karla

Meistarflokkur karla, í knattspyrnu, hafa fengið til sín hinn 22 ára vinstri bakvörð Benedikt Óla Breiðdal frá Fylki.  Benedikt skrifaði undir 2ja ára samning við ÍR nú í vikunni.

Benedikt var á láni hjá Gróttu síðasta sumar.    "Það er mikil ánægja hjá okkur ÍR ingum að bæta þessum flotta leikmanni við okkar hóp og við bindum miklar vonir við þennan unga og ferska leikmann á næstu árum." segir Addó þjálfari meistaraflokks, ferlega ferskur.

29.1.2015

Stórmót ÍR - keppt í framförum

DSC_8597Á 19. Stórmóti ÍR í frjálsíþróttum sem fram fer í Laugardalshöllinni um helgina verða í fyrsta skipti veittar viðurkenningar í öllum keppnisgreinum fyrir mestu framfarir. Nýtt mótaforrit Frjálsíþróttasambands Íslands gerir þetta mögulegt en það býður ekki aðeins upp á að raða keppendum í röð eftir árangri í keppnisgreinum heldur líka eftir því hvað þeir hafa bætt árangur sinn mikið. ÍR-ingurinn, þrístökkvarinn fyrrverandi og tölvunarfræðingurinn Friðrik Þór Óskarsson hefur hannað mótaforritið með þessum mikilvæga möguleika. Það verða því fjórir einstaklingar í flokkum 11 ára og eldri sem verða kallaðir til verðlaunaafhendingar eftir hverja keppnisgrein á Stórmóti ÍR um helgina, þrír bestu og svo sá sem bætti persónulegan árangur sinn mest.

Ljóst er að mótið verður það fjölmennasta frá upphafi en tæplega 800 keppendur eru skráðir til leiks frá 31 félagi, þar af eru þrjú færeysk frjálsíþróttafélög sem hafa komið á þetta mót árlega í nokkur ár. Til að framkvæma mót sem þetta þarf ríflega 100 manns. Sjálfboðaliðarnir sem ætla að gera keppendum kleift að koma saman og keppa eru úr röðum ÍR-inga og aðstandenda þeirra. Án þeirra væri þetta ekki hægt.

Við bjóðu alla velkomna í Laugardalshöll um helgina en keppni stendur frá kl. 9 til kl 18 bæði laugardag og sunnudag.

28.1.2015

Evrópumót félagsliða í víðavangshlaupum, ÍR með öflugt lið

1. febrúar nk. keppir öflugt, fjögurra manna lið frá ÍR, í Evrópukeppni félagsliða í víðavangshlaupum sem fram fer í Guadalajara á Spáni. Vegalengdin sem hlaupin er, er heilir 10 km og ekki á sléttum götur borgarinnar heldur í krefjandi landslagi og á mismunandi undirlagi, nokkuð sem strákarnir þekkja vel.

ÍR-ingarnir sem skipa liðið okkar eru þeir Arnar Pétursson, Guðni Páll Pálsson, Kári Steinn Karlsson og Sæmundur Ólafsson. Mótið er mikilvægur liður í að skapa hvetjandi verkefni og tilbreytingu fyrir strákanna yfir vetrarmánuðina, stóru hluti í undirbúningi Kára Steins fyrir maraþonið í apríl þar sem hann hyggst hlaupa undir HM lágmarki en fyrir hina er þetta mikilvægur hluti af því að öðlast góða keppnisreynslu í alvöru keppni á erlendri grundu.

Við óskum strákunum góðs gengis og góðrar ferðar en fylgst verður með gangi mála og úrslit birt er þau berast. Að sögn Gunnars Páls Jóakimssonar þjálfara strákanna sem fer með þeim til Spánar, er þetta öflugt lið þar sem góður andi ríkir enda allir í góðu formi og tilbúnir í verkefnið.

28.1.2015

Æfingar í Bláfjöllum í dag - Miðvikudag 28 janúar

Nú leikur veðrið loksins við okkur eftir hunleiðinlega ótíð. Það verða æfingar hjá öllum flokkum frá 18 - 20.

Í kvöld er fysta æfing hjá freestyle hópnum sem við erum að byrja með og hvetjum við alla sem hafa áhuga að nýta tækifærið og kíkja á æfingu. Einnig er kvöldæfing hjá 7 ára og yngri hópnum og allir velkomnir að koma og prófa.

Mæting tímalega í ÍR skálann en þar munu þjálfara taka á móti iðkendum.

Þjálfari freestyle hópsins er Pétur Stefánssong (867-8126) og Fanney Rún Jónsdóttir (822-5304) er með 7 ára og yngri. 

26.1.2015

MÍ í fjölþrautum um helgina - bæting hjá Einari Daða

Einar Daði LárussonEinar Daði Lárusson vann Íslandsmeistaratitil í sjöþraut karla og bætti fyrri árangur sinn verulega á MÍ í fjölþrautum innanhúss sem fór fram um helgina í Laugardalshöll. Árangur Einars Daða 5726 stig er sem stendur í fimmta sæti á Evrópulistanum í sjöþraut karla í vetur og næstbesti árangur Íslendings í greininni frá upphafi. Jón Arnar Magnússon á Íslandsmetið 6227 stig. Árangur Einars Daða í greinunum var sem hér segir: 60 m 7,23 s - langstökk 7,10 m - kúluvarp 13,45 m - hástökk 2,06 m (PB) - 60 m grind 8,19 s og 1000 m á 2:46,07 mín.

26.1.2015

Byrjendanámskeið ÍR skokk hefst 4. febrúar

Powarade bikarVar áramótaheitið að byrja að hlaupa? Nú er tækifærið að hefja hlaupaferilinn í frábærum félagsskap með góðri leiðsögn.

Byrjendanámskeið hjá ÍR skokk hefst miðvikudaginn  4. febrúar. 

Námskeiðið er ætlað þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í hlaupum og hafa engann eða lítinn bakgrunn. Í lok námskeiðs ættu flestir að geta hlaupið 5-8 km samfellt. Þátttakendur fá æfingaráætlanir í samræmi við getu hvers og eins og leiðbeiningar um hlaupabúnað, næringu og lífstílsbreytingar.