hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

Fréttir
27.5.2016 Helgi Björnsson

Sumargaman ÍR - Frábær námskeið ÍR fyrir 6-9 ára börn

Hin ofurvinsælu sumarnámskeið ÍR ,,SUMARGAMAN” verða á dagskrá félagsins í sumar með sama sniði og s.l. sumar.

Smellið hér til að skoða nánari upplýsingar um námskeiðin. Einnig er að finna upplýsingar hér á síðunni.

25.5.2016 Bergþóra Eiðsdóttir

ÍR- skokk sigraði með yfirburðum

FrjálsarskokkÍR- skokk sigraði með yfirburðum í keppninni um Poweradebikarinn sem haldin var frá október – mars í vetur. Var þetta í þriðja sinn í röð sem hópurinn vann bikarinn og alltaf eru það fleiri og fleiri sem standa á bak við sigurinn. Þjálfararnir hafa verið mjög duglegir að hvetja til þess að fólk mæti og hlaupi og er á planinu að halda þessu áfram. Myndataka var gerð af hópnum fyrir stuttu og sýnir glæsileika hans.

25.5.2016 Helgi Björnsson

Samstaða um uppbyggingu frjálsíþrótta í Reykjavík

IMG_20130807_121315Margrét Héðinsdóttir var kosin nýr formaður Frjálsíþróttaráðs Reykjavíkur (FÍRR) á aðalfundi FÍRR 23. maí sl. Margrét er jafnframt formaður frjálsíþróttadeildar ÍR, en auk hennar eiga fulltrúar úr frjálsíþróttadeildum Ármanns, Fjölnis, og KR sæti í ráðinu. FÍRR er sameiginlegur vettvangur frjálsíþróttadeilda á Reykjavíkursvæðinu, en frjálsar íþróttir hafa verið í mikilli sókn á því svæði sl. ár.

21.5.2016 Fríða Rún Þórðardóttir

Úrslit kastkeppninnar í Halle, allir í 9. sæti.

Úrslitin í Halle í dag urðu eftirfarandi. Dagbjartur Daði Jónsson varð í 9. sæti í spjótkasti U20 með 59,86 m sem er hans 5. besti árangur frá upphafi en hann á best 66.11 m síðan í júní fyrra. Guðni Valur Guðnason varð einnig 9. í kringlukasti karla með 52,87m þetta er nokkuð styttra en Guðni kastaði á fyrsta móti vorsins hér heima en hann á best 63,50m. Guðmundur Sverrisson varð einnig 9. í spjótkasti karla með 75,10m sem er hans 7. besti árangur skv. afrekaskrá FRÍ og besti árangur síðan 2014 en hann á best 80,66 m síðan 2013. Flott byrjun á keppnistímabilinu hjá Gumma og Dagbjarti.

21.5.2016 Fríða Rún Þórðardóttir

Kastarar keppa í Halle

Þeir Dagbjartur Daði Jónsson spjótkastari, Guðmundur Sverrisson spjótkastari og Guðni Valur Guðnason kringlukastari eru staddir í Halle í Þýskalandi en þar keppa þeir í dag laugardag og á morgun. Strákarnir fá þar verðuga keppni en raðað er í kastgrúppur eftir árangri. Guðni Valur fær góða keppni í kringlukastinu en hann á annan besta árangurinn í sinni grúppu og sama má segja um Guðmund en 14 keppendur eru í báðum grúppum. Dagbjartur keppir í flokki U20 og er þar með 6 besta árangurinn af 18. Við óskum strákunum góðs gengis og fylgjumst með árangri þeirra um helgina

19.5.2016 Bergþóra Eiðsdóttir

Opið fyrir umsóknir í Magnúsarsjóð

Árleg úthlutun úr Magnúsarsjóði, menntunar- og afrekssjóði ÍR fer fram í byrjun júní. Opið er fyrir umsóknir til og með 30. maí 2016 og skal þeim skilað til Þráins Hafsteinssonar íþróttastjóra ÍR á skrifstofu félagsins.    

16.5.2016 Gunnar Páll Jóakimsson

Andrea fær boð um að keppa í Austurríki

Andrea Kolbeinsdóttir ÍRAndrea fékk boð um þátttöku í stórhlaupi í Vín í Austurríki næstkomandi sunnudag. Það eru um 33.000 þátttakendur í 5 km og 10 km,sem gerir hlaupið að einu fjölmennasta kvennahlaupi í heimi. Andrea keppir í alþjóðlegum hluta 5 km hlaupsins (elite 5 K). Þetta er mjög spennandi verkefni fyrir Andreu sem er einn efnilegast hlaupari okkar í dag. Hún keppti í fyrsta sinn með landsliðinu 2015, þá 16 ára gömul, er hún keppti á Smáþjóðaleikunum í 5000 m hlaupi og í Evrópukeppni landsliða í 3000 m hindrunarhlaupi. Hún á góða möguleika á að ná lágmarki á EM U18 2016 í 2000 m hindrunarhlaupi. Á myndinni er Andrea hress eftir sigur og brautarmet í styttri veglengd (14 km) Hvítasunnudagshlaups Hauka sem fram fór í dag.

12.5.2016 Helgi Björnsson

Út í sumarið

running1ÍR skokk kynnir "Út í sumarið" sem er nýtt sumarnámskeið fyrir þá sem vilja hreyf sig úti í góðum félagskap í sumar. Þjálfari á námskeiðinu verður Sara Björk Lárusdóttir, íþróttafræðingur, en hún hefur áður stýrt byrjendanámskeiðum hjá ÍR skokk við góðan orðstýr. Kynningafundur verður í ÍR heimilinu við Skógarsel 6. júní klukkan 17:00 og námskeiðið sem er 12 vikur hefst 8. júní. Nánari upplýsingar má finna hér.

12.5.2016 Kristján Gylfi Guðmundsson

Knattspyrnuskóli ÍR 2016

Knattspyrnuskóli ÍR 2016

Knattspyrnuskóli ÍR verður starfræktur á ÍR-svæðinu við Skógarsel í sumar. Knattspyrnuskólinn hefst mánudaginn 13. júní næstkomandi.

Skólinn er fyrir hádegi frá kl. 9-12.

Í skólanum verður unnið í grunn- og tækniþáttum íþróttarinnar með einstaklingsmiðaða nálgun að leiðarljósi. Skólastjórar eru Kristján Gylfi Guðmundsson þjálfari 2., 6. og 7. flokks karla og Magnús Þór Jónsson markmannsþjálfari meistaraflokka og yngri flokka.