hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

Fréttir
28.6.2016 Fríða Rún Þórðardóttir

Góður kringlukastárangur

Thelma Lind Kristjánsdóttir kastaði í kvöld 50.42 m á móti í Kaplakrika í kvöld. Þetta er nýtt unglingamet en gamla metið átti Ragnheiður Anna Þórsdóttir FH 50,18m.

Guðni Valur Guðnason keppti á sterku kastmóti í Sollentuna í Svíþjóð, varð 7. með kast upp á 59,06 m í meðvindi. Guðni er nú á leiðinni til Hollands með þjálfara sínum í loka undirbúning fyrir EM í Amsterdam sem hefst um miðja næstu viku. 

28.6.2016 Helgi Björnsson

Hópur ÍR heldur utan á Gautaborgarleika

Hópur ungmenna á aldrinum 13-17 ára frá Frjálsíþróttadeild ÍR hélt í morgun utan til Svíþjóðar til keppni á Gautaborgarleikunum. Keppendur ÍR á mótinu eru tæplega 50 talsins. Lagt var stað frá Keflavík eldsnemma og flogið til Kaupmannahafnar. Þaðan var haldið í rútu og kom hópurinn á áfangastað um kvöldmatarleytið.

Keppni hefst á föstudaginn en þangað til mun hópurinn undirbúa sig fyrir átökin. Myndir úr ferðinni munu birtast hér á flickr síðu félagsins. Meðal annars frá ferðalaginu í dag. Einnig verður fylgst með helstu úrslitum hér á síðunni en úrslitin í heild má finna á heimasíðu mótsins, www.vuspel.se.

26.6.2016 Fríða Rún Þórðardóttir

MÍ 11-14 ára lokið

Frjálsíþróttadeild ÍR hélt um helgina Meistaramót Íslands í flokkum 11-14 ára. Á mótinu kepptu frjálsíþróttaungmenni frá 13 félögum og samböndum á landinu og voru keppendur 211 talsins þar af 65 frá HSK/Selfossi. Lið HSK/Selfoss sigraði heildarstigakeppni mótsins með 1204 stig, lið FH varð í 2. sæti með 553 stig, lið UFA varð í 3. sæti með 449 stig og lið ÍR í 4. sæti með 186 stig. Stigin eru reiknuð þannig að 10 efstu í hverri grein hljóta stig fyrir sitt félag. 12 mótsmet voru sett og þau Kristján Viggó Sigfinnsson Ármanni setti piltamet 13 ára í hástökki 1,72m og Glódís Edda Þuríðardóttir UFA setti met í 80m grindahlaupi 13 ára stúlkna. ÍR liðið hlaut 2 gullverðlaun, 3 silfurverðlaun og 2 bronsverðlaun sem er heldur minna en undanfarin ár en aðeins 20 keppendur kepptu fyrir hönd ÍR á mótinu. 

Íslandsmeistarar úr röðum ÍR-inga voru Daniel Atli Matthiasson Zaiser sem sigraði í spjótkasi pilta 13 ára og Iðunn Björg Arnaldsdóttir í 600m en hún keppir í flokki 14 ára stúlkna. Óskum Daniel og Iðunni til hamingju með Íslandsmeistaratitlana en einnig öllum hinum sem tóku þátt. Það er mikilvægast að vera með og taka þátt og eiga góða daga saman á vellinum. ÍR þakkar öllum foreldrum og öðrum starfsmönnum mótsins sem og öllum þeim sem tóku þátt í mótinu kærlega fyrir helgina. 

26.6.2016 Fríða Rún Þórðardóttir

Bauhaus Mannheim mótið

Tristan Freyr Jónsson, Dagbjartur Daði Jónsson og Thelma Lind Kristjánsdóttir kepptu í Mannheim í dag. Thelma Lind varð 9. í kringlukasti með 46,48 m hennar 3. besti árangur. Tristan hljóp 200m á 22,28 sek í mótvindi og varð í 21. sæti og stökk lengst 6,80m í langstökki. Dagbjartur kastaði 60,51 m og varð 4. í sinni kastgrúppu. Þórdís Eva Steinsdóttir hljóp 200m á 24,95 sek sem er hennar besti tími utanhúss, og skilaði tíminn henni í 20. sæti. 

25.6.2016 Fríða Rún Þórðardóttir

Tristan Freyr Jónsson með aldursflokkamet og HMU20 lágmark í 110 m grindahlaupi

Tristan Freyr Jónsson ÍR keppti í dag, ásamt tveimur öðrum íslenskum ungmennum, á Bauhaus Junioren Gala í Mannheim í Þýskalandi. Tristan keppti fyrst í 110 m grindahlaupi og varð í 15. sæti á tímanum 14,05 sek sem er Íslandsmet í 19 ára flokki og einnig HMU20 lágmark en hann er nú þegar með lágmark í tugþraut. Hann vantaði aðeins 3/100 sek til að komast í 12 manna úrslit. Stuttu síðar keppti hann í 100m og hljóp á 10,77 sek sem er bæting en hann hefði þurft 10.61 sek til að komast í úrslit. Kormákur Ari Hafliðason FH keppti í 400m hljóp á 50,37 sek og varð 19. og Þórdís Eva Steinsdóttir FH keppti einnig í 400m, hljóp á 55,68 sek og varð 10. Rigning og rok var á vellinum þegar 400m fóru fram. 

Á morgun keppa Thelma Lind Kristjánsdóttir í kringlukasti og Dagbjartur Daði Jónsson í spjótkasti og Tristan Freyr í 200m og mögulega langstökki.

23.6.2016 Fríða Rún Þórðardóttir

Aníta Hinriksdóttir í 3. sæti í Madríd, 2:00.86 mín

Aníta Hinriksdóttir varð í 3. sæti á gríðarsterku móti í Madrid í kvöld. Aníta hljóp á 2:00,86 mín en hlaupið vannst á 2:00.22 mín, 2. sætið 2:00,36 mín. Það var ljóst fyrir hlaupið að það yrði mjög sterkt en 5 konur áttu undir 2 mínútum og þar af 3 á þessu ári. Þetta er þriðji besti tími Anítu utanhúss, en hún á best 2:00:49 mín og 2:00:55 mín sem er hennar ársbesta.

Frábær árangur hjá Anítu sem er á leiðinni á EM í Amsterdam í byrjun júlí. Til hamingju Aníta og Gunnar Páll.

22.6.2016 Fríða Rún Þórðardóttir

Bauhaus Mannheim mót í frjálsíþróttum, 3 ÍR-ingar meðal keppenda

Stórmótið Bauhaus Junioren Gala mótið fer fram í Mannheim um næstu helgi, dagana 25. og 26. júní. Fimm íslensk frjálsíþróttaungmenni eru meðal keppenda, þar á meðal þrír ÍR-ingar. Tristan Freyr Jónsson er skráður í 200m, 400m og 110m grindahlaup en vonir standa til að hann komist inn í 100m og langstökkið líka. Tristan er 17. besta tímann af 26 í 200m sem segir mikið til um styrkleika mótsins en reyndar er munurinn mjög lítill og aðeins um 10/100sek sem skilur að 10. og 17. sætið á startlistanum. Í 110m grindahlaupi eru 21 keppendur og fær Tristan mjög harða keppni þar. 25 keppendur eru skráðir til leiks í 400m en þar keppa Tristan og Kormákur Ari Hafliðason í FH, þeir félagar eru með 17. og 18. bestu tímana. Thelma Lind Kristjánsdóttir hefur verið að taka stórstígum framförum í kringlukastinu undanfarið og mun etja kappi við 11 aðrar stúlkur sem allar stefna á bætingu og HM lágmark sem Thelma hefur nú þegar náð. Dagbjartur Daði Jónsson keppir í spjótkasti og stefnir ótrauður á HM lágmark. Hann hefur lengst kastað 66,11 m og fær harða keppi í Mannheim en í spjótkastinu eru 9 keppendur skráðir. Þórdís Eva Steinsdóttir keppir í 400m og fær hún mjög harða og verðuga keppni en 27 stúlkur eru skráðar. Þráinn Hafsteinsson þjálfari hjá ÍR er þjálfari í ferðinni. Óskum við þeim öllum góðs gengis og góðrar ferðar.

22.6.2016 Fríða Rún Þórðardóttir

Aníta Hinriksdóttir keppir á sterku móti í Madrid 23. júní

Aníta Hinriksdóttir ÍR keppir á sterku móti í Madrid á Spáni fimmtudagskvöldið 23. júní, á svonefndu áskorendamóti alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Aníta er með 6. besta tíma keppenda í 800m en fimm konur eru með skráðan besta tíma undir 2 mínútum, og þrjár þeirra á þessu ári. Mótið er mikilvægur hluti af loka undirbúningi Anítu fyrir EM í Amsterdam en þar keppir hún 6. júlí næstkomandi. Heimasíða mótsins á Spáni er www.rfea.es og óskum við Anítu góðs gengis á mótinu en hún hefur sýnt mjög gott form að undanförnu og er til alls líkleg. 

15.6.2016 Fríða Rún Þórðardóttir

Frábær árangur á Vormóti ÍR, Íslandsmet, aldursflokkamet og lágmörk féllu

Vormót ÍR fór fram í 74. sinn í fínu veðri á Laugardalsvelli. Vigdís Jónsdóttir FH setti kvennamet í sleggjukasti þegar hún kastaði sleggjunni 58,56 m, eldra metið átti hún sjálf 58,43 m sem hún setti sjálf í maí 2015. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir ÍR setti stúlknamet 15 ára í 200m hlaupi þegar hún hljóp á 25.04 sek, gamla metið sem var 25.04 sek var orðið 10 ára gamalt og í eigu Helgu Margrétar Þorsteinsdóttur úr USVH. Andrea Kolbeinsdóttir ÍR keppti í 2000m hindrunarhlaupi og hljóp á 7:05,87 mín sem er lágmark á EMU18 í Georgíu í sumar og vel það þar sem lágmarkið er 7:25 mín. Andrea er skammt frá Íslandsmetinu í greininni sem er rétt undir 7:05 mín. Thelma Lind Kristjánsdóttir ÍR sem tekið hefur mjög stórstígum framförum í kringlukastinu kastaði 48,07 m og náði lágmarki á HMU20 í Póllandi í sumar. Sigurjón Sigurbjörnsson setti nýtt Íslandsmet í flokki 60-64 ára í 3000m hlaupi og Signý Hjartardóttir setti met í flokki 14 og 15 ára í 2000m hindrunarhlaupi.

Hlynur Andrésson ÍR sigraði í Kaldalshlaupinu og það með yfirburðum hljóp á 8:39,96 mín.