hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Fréttir
10.11.2016 Árni Birgisson

Tveir ÍR-ingar á úrtaksæfingar

Tveir leikmenn úr nýstofnuðum 3.flokki hjá ÍR hafa verið valdir til þátttöku í úrtaksæfingum hjá U-16 ára landsliði karla í knattspyrnu

Þetta eru þeir Kristján Jóhannesson og Róbert Andri Ómarsson, strákar sem eru fæddir árið 2002.

Æfingarnar fara fram undir stjórn Freys Sverrissonar þjálfara, helgina 11-13. nóvember. 

Óskum við þessum efnilegu piltum innilega til hamingju með þennan áfanga og óskum þeim góðs gengis á æfingunum.

Áfram Ísland og ÍR!

5.11.2016 Þráinn Hafsteinsson

Ingunn Einarsdóttir sigursæl frjálsíþróttakona úr ÍR látin

Ingunn1Látin er eftir erfið veikindi ein skærasta frjálsíþróttastjarna Íslands á áttunda áratugnum, Ingunn Einarsdóttir. Ingunn var fædd árið 1955 og því 61 árs er hún lést í Hollandi þar sem hún var búsett síðustu árin.  

Fyrstu keppni hóf Ingunn árið 1968, aðeins 13 ára gömul og á fermingarárinu 1969 sló hún í gegn, setti alls 10 Íslandsmet. Fjögur í grindahlaupum, tvö í 400 metra hlaupi, tvö í 800 metrum, eitt í 200 m hlaupi og það tíunda í fimmtarþraut. 

15.10.2016 Margrét Héðinsdóttir

Mikil gleði á Bronsleikum ÍR

bronsleikarBronsleikar ÍR fóru fram í 7. sinn í Laugardalshöll í dag. Bronsleikar ÍR eru haldnir ár hvert til að minnast þess að Vala Flosadóttir fékk bronsverðlaun í stangarstökki á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000.

4.10.2016 Bergþóra Eiðsdóttir

Undirskriftalisti fyrir Breiðhyltinga vegna íþrótta- og útvistarsvæðis í Suður-Mjódd

Við hvetjum alla ÍR-inga að skrifa undir vegna íþrótta- og útvistarsvæðis í Suður-Mjódd.

http://www.petitions24.com/framtidarsyn_sudur_mjodd

4.10.2016 Bergþóra Eiðsdóttir

Ný yfirlýsing aðalstjórnar ÍR vegna aðstöðuuppbyggingar og lóðaúthlutunar

Yfirlýsing frá aðalstjórn ÍR 

Aðalstjórn ÍR fagnar stuðningi og áhuga Breiðholtsbúa sem fram hefur komið á íbúðafundum nýlega um að hafist verði handa sem allra fyrst við byggingu íþróttamiðstöðvar fyrir ÍR.
Aðalstjórn ÍR lítur svo á að samþykkt borgarráðs frá 15. september 2016 um stofnun starfshóps borgarinnar og ÍR um framtíðaruppbyggingu á ÍR svæðinu sé mikilvægt skref til að flýta upphafi framkvæmda við íþróttamiðstöðina. 
Jafnframt ítrekar stjórnin andstöðu sína við hugmyndir um að skerða svæðið í Suður-Mjódd sem hingað til hefur verið skilgreint sem útisvistarsvæði samanber yfirlýsingu stjórnarinnar frá 11.mars 2016.

Samþykkt á fundi aðalstjórnar ÍR 28. september 2016

28.9.2016 Bergþóra Eiðsdóttir

Yfirlýsing íbúafundar í Breiðholti um aðstöðuuppbyggingu fyrir ÍR og lóðaúthlutun fyrir atvinnustarfsemi í Suður-Mjódd.

Á fjölmennum íbúafundi sem haldinn var í hátíðarsal Breiðholtsskóla, mánudaginn 26. september 2016, í kjölfar upplýsinga um að meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur stefnir að því að samþykkja viljayfirlýsingu fyrir úthlutun lóðar í Suður-Mjódd undir atvinnustarfsemi. Um er að ræða 24 þúsund fermetra lóð undir bílaumboð með tilheyrandi þjónustu. Lóðin er við uppbyggingasvæði Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR) sem setið hefur eftir í uppbyggingu íþróttamannvirkja samanborið við íþróttafélög annarra hverfa Reykjavíkur.

Eftirfarandi ályktun var samþykkt einróma á fundinum:

27.9.2016 Bergþóra Eiðsdóttir

ÍR-ingar 2. deildarmeistarar í knattspyrnu

2flokkur

Meistaraflokkslið ÍR- karla í fótbolta lauk keppnistímabilinu með glæsibrag á laugardaginn með 3-1 sigri á Aftureldingu.  Lið sigraði 2. deildina með yfirburðum og hlaup 54 stig eða 11 stigum meira en næsta lið.  Vann 17 leiki, gerði 3 jafntefli og tapaði tveimur.  Liðið skoraði 47 mörk og fékk á sig 19.  Markakóngur deildarinnar varð svo með miklum yfirburðum ÍR-ingurinn Jón Gísli Ström sem skoraði 22 mörk í 21 leik.

Að loknum leiknum á laugardag afhenti formaður KSÍ Geir Þorsteinsson ÍR-ingum bikarinn á Hertz-vellinum í Mjóddinni við mikinn fögnuð fjölmargra áhorfenda. 

Til hamingju leikmenn, þjálfarar, stjórnendur, sjálfboðaliðar og stuðningsmenn.