hertz-hvitur_grunnur

jako

ao

wise

rafdis-logo

Fréttir
28.8.2016 Margrét Héðinsdóttir

ÍR-ingar Íslandsmeistarar félagsliða í flokki 15 til 22 ár 13. árið í röð

Unglingar ÍR-inga í frjálsíþróttum láta ekki sitt eftir ligga. Þeir lönduðu Íslandsmeistaratitli félagsliða 13. árið í röð nú um helgina. ÍR liðið fékk samtals 368 stig en lið FH sem kom næst á eftir hlaut 217 stig. Guðbjörg Jóna lék sama leikinn og í gær og setti Íslandsmet í flokki 15-17 ára en nú var það í 200m hlaupinu. ÍR-ingar fengu samtals 34 gull á mótinu, 40 silfur og 33 brons. Fjölmargar persónulegar bætingar litu dagsins ljós og ÍR-ingar settu fjölmörg mótsmet.

27.8.2016 Margrét Héðinsdóttir

Frábær dagur hjá ÍR á MÍ unglinga 15-22 ára

ÍR-ingar áttu frábæran fyrri dag á Meistaramóti Íslands sem fram fer í Hafnarfirði um helgina.  Í dag litu 47 bætingar dagsins ljós hjá liði ÍR. Þar af voru 10 mótsmet og eitt Íslandsmet í flokki Stúlkna 15-17 ára. En þar var á ferð Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir sem hljóp 100 metrana á 12,05 sekúndum. Íslandsmeistaratitlar ÍR liðsins í dag urðu 20 og silfur og bronsverðlaun sem féllu ÍR-ingum í skaut voru 40. ÍR liðið leiðir stigakeppni mótsins eftir fyrri daginn með 371 stig en lið FH sem er í öðru sæti er með 215 stig.

Íslandsmeistarar ÍR-inga í dag eru:

25.8.2016 Fríða Rún Þórðardóttir

MI 15-22 ára

MÍ 15-22 ára fer fram í Kaplakrika 26. - 27. ágúst. Yfir 200 keppendur eru skráðir til leiks þar af 50 ÍR-ingar. Lið ÍR sigraði heildarstigakeppnina í fyrra með nokkrum yfirburðum og stefnir liðið á það sama í ár. Áfram ÍR. 

23.8.2016 Árni Birgisson

Heimaleikur á fimmtudaginn 25. agúst

Meistaraflokkur karla í knattspyrnu tekur á móti Ægi frá Þorlákshöfn. ÍR eru í efsta sæti í 2. deild á meðan Ægir situr í 11 sæti og er að berjst fyrir tilveru sinni í 2 deildinni. Því má búast við hörkuleik á fimmtudaginn. Atlantsolía ætlar að gefa pylsur fyrir leikinn sem hefst kl 18.00 og verða þeir frá Atlantsolíu mætt á staðinn kl 17.30.
Við hvetjum alla til að mæta á leikinn og styðja við bakið á okkar strákum.

Seinna um kvöldið mætast siðan liðin í 2 og 3 sæti, Afturelding og Grótta 

ÁFRAM ÍR

21.8.2016 Fríða Rún Þórðardóttir

Bikarkeppni 15 ára og yngri, lið ÍR í 2. sæti 1 1/2 stigi á eftir HSK

Keppni er nú lokið í Bikarkeppni 15 ára og yngri sem fram fór á Laugardalsvelli í dag, 21. ágúst. Lið ÍR A hafnaðir í 2. sæti 1 1/2 stigi á eftir HSK A eftir harða og jafna keppni. ÍR A hlaut alls 184 stig á móti 185,5 stigum HSK A. Piltalið ÍR A sigraði lið HSK A með 2 stiga mun en stúlknalið HSK A sigraði stigakeppnina með 92,5 stig en lið ÍR A hlaut 89 stig. Bæði liðin hlutu jafn marga bikarmeistaratitla eða 4 talsins. Lið UFA/UMSE varð í 3. sæti með 161 stig og 5 bikarmeistaratitla.

Bikarmeistarar úr röðum ÍR-inga voru:

Ingvar Freyr Snorrason sem sigraði með yfirburðum í kringlukasti með 36.51m. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir sem sigraði í 100m og 80m grindahlaupi. Í 100 m setti Guðbjörg Jóna mótsmet auk þess að bæta sinn besta árangur þegar hún hljóp á 12.33 sek í löglegum vindi. Í grindahlaupinu setti hún mótsmet 12.54 sek einnig í löglegum vindi. Ingibjörg Sigurðardóttir sigraði í 400m á 61.91 sek en það var gaman að sjá hversu margar stúlkur voru að bæta sinn besta árangur í 400m. 

Næst á dagskrá hjá þessum aldurshópi er meistaramót Íslands 15-22 ára sem haldið verður helgina 26. - 27. ágúst í Hafnarfirði, þangað mun lið ÍR mæta og ljúka keppnistímabilinu með glans. 

21.8.2016 Fríða Rún Þórðardóttir

NM-Baltic í Espoo, Guðni Valur Guðnason ÍR, í fyrsta sæti í kringlukasti

Guðni Valur Guðnason ÍR varð í fyrsta sæti í kringlukasti á Norðurlanda-Baltic meistaramótinu í Espoo í Finnlandi í dag. Guðni kastaði 61.01 m og var með um 40 cm lengra kast en sá sem hafnaði í 2. sæti. Frábær árangur hjá Guðni Val sem er nýkominn heim frá RÍÓ.

Krister Blær Jónsson ÍR keppti í stangarstökki, stökk hæst 4.60m en hefði þurft að fara yfir 5.15m til að komast á verðlaunapall. 

20.8.2016 Fríða Rún Þórðardóttir

ÍR ingar gera það gott í 33. Reykjavíkurmaraþoninu

33. Reykjavíkurmaraþonið fór fram í morgun og áttu ÍR glæsilega fulltrúa á palli í öllum þremur vegalengdum. Arnar Pétursson varð 2. í heilu maraþoni á tímanum 2:33.15 klst. Þetta er hans næstbesti tími en hann á best 2:31,23 klst síðan 2014. Hlynur Andrésson kom fyrstur í mark í hálfu maraþoni á tímanunum 1:10.04 klst sem er hans annars besti tími en hann á best 1:09,35 klst en Kári Steinn Karlsson varð 2. á 1:10,12 klst. Í 10 km urðu þær Andrea Kolbeinsdóttir og Fríða Rún Þórðardóttir í 2. og 3. sæti, Andrea á tímanum 38:28 mín sem er hennar þriðji besti tími en hún á best 37:38 mín síðan í fyrra en Fríða Rún á 38:43 mín sem er hennar 11. besti tími frá upphafi í 10 km götuhlaupi en hún á best 36:59 mín síðan árið 2000.

Til hamingju öll og einnig allir þeir ÍR-ingar og aðrir hlauparar sem hlupu í dag.