n1_logo_grunni

hertz-hvitur_grunnur

jako
Fréttir
30.7.2014

Ársmiðar styrktaraðila knattspyrnudeildar

ERT ÞÚ STYRKTARAÐILI ÍR? ÁTT ÞÚ EFTIR AÐ NÁ Í ÁRSMIÐANN ÞINN?

Styrktaraðilar ÍR eru þeir sem borga mánaðarlegar greiðslur sem renna til félagsins. Ein af þeim fríðindum sem þessu fólki býðst er ársmiði á leiki félagsins. 

Þeir sem eiga eftir að nálgast sinn miða og vilja fá hann sendann geta sent okkur tölvupóst á mfl.rad.ir@gmail.com með upplýsingum um heimilisfang og við sendum miðann um hæl.

Annars eru miðarnir alltaf tilbúnir í miðasöluskúrnum á hverjum heimaleik, sá næsti er einmitt gegn Gróttu föstudaginn 8 ágúst kl. 19:00.

Láttu sjá þig, við þurfum á stuðningi þínum að halda.
Áfram ÍR!

27.7.2014

MÍ 15-22 ára - ÍR-stigahæsta félagið 11. árið í röð

DSC_2707Meistaramóti Íslands 15-22 ára lauk nú síðdegis á Selfossvelli. ÍR bar sigur úr býtum í stigakeppni félaganna 11. árið í röð, og var sigurinn öruggur, 538,5 stig, en FH og Breiðablik börðust um 2. og 3. sætið og munaði aðeins hálfu stigi, 263,5 stig á móti 263 stigum. Í stigakeppni aldursflokkanna sigraði ÍR í flokkum 15 ára pilta og stúlkna, stúlkna 16-17 ára og pilta 18-19 ára. Flottur árangur það en að auki unnust 18 glæsilegir Íslandsmeistaratitlar. Til hamingju ÍR-ingar, bæði íþróttamenn, þjálfarar og aðstandendur.

27.7.2014

Frekari úrslit af NM-Balkan mótinu í Kaupmannahöfn

Hlynur Andrésson varð í 8. sæti í 1500m hlaupi á 3:58,12 mín en hann á best 3:55,94 mín. Hlaupið vannst á 3:52 mín. Ívar Kristinn Jasonarson hljóp 200m og varð í 11. sæti á 22.64 sek sem er nokkuð frá hans besta.

Sveinbjörg Zophoniasdóttir úr FH varð 3. í kúluvarpi með 14.01 m en hún á best 14.33 m, hún varð síðan 6 í 100 m grindahlaupi á 14.38 sek en hún á best 14.24 sek.

 

26.7.2014

Meistarmót Íslands 15-22 ára

Bjarki Freyr var í metsveit ÍR í flokki 15 ára í dagMeistarmót Íslands, 15-22 ára fer fram á Selfossi og eru um 190 keppendur sem taka þátt frá 16 félögum og héraðssamböndum en ÍR sendir 46 keppendur til leiks. ÍR-ingar unnu til 21 gullverðlauna í dag og leiða stigakeppni félaganna með 279 stig en Breiðablik fylgir í kjölfarið með 141 stig. Einnig leiða ÍR-ingar stigakeppnina í flokkum 15 ára pilta og stúlkna og 18-19 ára pilta og stúlkna.

Tvö aldursflokkamet féllu þegar Þórdís Eva Steinsdóttir FH setti met í 400m grindahlaupi stúlkna 14 ára, 64.73 sek. Einnig setti piltasveit ÍR 15 ára nýtt met í 4 x 100m boðhlaupi en þeir hlupu á 46,94 sek. Sveitina skipuðu þeir Bjartur Snær Sigurðarson, Stefán Broddi Sigvaldason, Markús Ingi Hauksson og Bjarki Freyr Finnbogason.

26.7.2014

Sindri Lárusson 5. í kúluvarpi á NM-Baltic í Kaupmannahöfn

DSC_0879Sindri Lárusson varð 5. í kúluvarpi með 16.52 m og var töluvert frá sínu besta, Kristján Kristjánsson varð 8. með 14.55 m.

Sveinbjörg Zophoniasdóttir varð í 3. sæti með ársbesta 6.09m en það má segja að mjög mjótt hafi verið á munum en siguregarinn stökk 6.13m og sú í 2. sæti stökk 6.11m þetta var því sannkallað sentimetrastríð. Ingvar Hjartarson varð 5. í 5000m á 15:26,91 mín.

26.7.2014

Norðurlanda-Baltic Meistaramótið í Kaupmannahöfn 20-22 ára

Ívar Kristinn Jasonarson hljóp í dag 400m grindahlaup á Norðurlanda-Baltic mótinu í Kaupmannahöfn. Hann varð fyrir því að reka sig mjög harkalega í eina grindina snemma í hlaupinu og missti við það taktinn sem hann náði ekki upp aftur. Hann endaði í 8. sæti og var töluvert frá sínu besta en hann hljóp á 58.27 sek en á best 53.27 sek.

26.7.2014

Hilmar Örn Jónsson, keppti í úrslitum sleggjukastsins í dag, endaði i 12. sæti í keppninni.

Hilmar Örn Jónsson, keppti í úrslitum sleggjukastsins í dag og endaði i 12. sæti í keppninni en hann gerði öll þrjú kost sín ógild. Besti árangur Hilmars hefði dugað honum til 4. sætis en, sigurvegarinn kastaði 84,71 m, silfuverðlaunahafinn kastaði 79,99m og sá sem hafnaði í 3. sæti kastaði 76,31m. Hilmar er að vonum svekktur yfir að hafa ekki náð að kasta gilt kast í úrslitunum. Hann er þó sáttur við að hafa náð meginmarkmiðinu sem var að komast í úrslit á mótinu, vitandi að árangur hans er svo nálægt því að koma honum á pall. Hann verður reynslunni ríkari enda hefur hann lagt mikið á sig fyrir þessa keppni og horfir fram á við til framtíðar og frekari afreka.

25.7.2014

ÍR-ingar á NM 20-22 ára í Kaupmannahöfn

Sex íslenskir keppendur taka þátt í Norðurlandamóti 20-22 ára sem fram fer í Kaupmannahöfn um helgina.

Þrír ÍR-ingar eru meðal keppenda en það eru þeir Ívar Kristinn Jasonarson sem keppir í 200m og 400m grindahlaupi, Sindri Lárusson sem keppir í kúluvarpi og Hlynur Andrésson sem keppir í 1500m hlaupi. Við fylgjumst með gangi mála hjá þeim hér á síðunni.

25.7.2014

Hilmar Örn Jónsson keppir í sleggjukasti kl. 01 í nótt að íslenskum tíma

Hilmar Örn Jónsson keppir í sleggjukasti kl. 01 í nótt að íslenskum tíma. Hann er með þriðja besta árangurinn inn í úrslit og sagði í viðtali við MBL í dag að hann væri tilbúinn og hann laus við allt stress, nú væri bara að kasta sem allra lengst og komast á pall. Sendum Hilmari Erni sterka strauma.