n1_logo_grunni

hertz-hvitur_grunnur

Fréttir
17.4.2014

Örvar Þór Kristjánsson hefur ákveðið að láta af störfum sem þjálfari mfl. ÍR í körfuboilta.

 

Örvar Þór Kristjánsson hefur ákveðið að láta af störfum sem þjálfari mfl. ÍR í körfubolta.
"Ég er gríðarlega þakklátur tækifærinu og ÍR þessum frábæra klúbb.
Aðstæður eru þannig hjá mér að ég gat ekki haldið áfram með liðið, sem er leitt en þessi ákvörðun er líka tekin með hagsmuni ÍR í huga. Þykir afar vænt um klúbbinn og tek hatt minn ofan fyrir stjórn og leikmönnum.
Fyrst og fremst þeirri frábæru vinnu sem stjórnin hefur unnt að hendi.
Óska ÍR velfarnaðar og kveð stoltur."
Kveðja Örvar

Stjórn KKD ÍR þakkar Örvari fyrir vel unnin störf í vetur og gott samstarf og óskum við honum alls hins besta. 

 

15.4.2014

9. fl.kk ÍR í körfubolta keppir til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn

Strákarnir í 9. Fl. í körfubolta sigruðu Njarðvík í undanúrslitum sl. laugardag í Seljaskóla frammi fyrir fjölda áhorfenda.  ÍR komst í 20-6 eftir fyrsta leikhluta  og leit aldrei til baka og landaði öruggum sigri 60-40. 

9. fl. leikur því til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn á móti Keflavík  þann 27. apríl nk.  Leikið verður í Smáranum í Kópavogi og hefst leikurinn kl. 10:00.

Strákarnir eru þjálfaðir af goðsögninni Herberti Arnarsyni, einum besta körfuboltamanni ÍR og Íslands fyrr og síðar og er hann að ná frábærum árangri með hæfileikaríka stráka.

Við hvetjum alla til að mæta á þennan leik og styðja strákana til sigurs.  Áfram ÍR!

 Hér er samantekt af flottustu tilþrifum leiksins  https://www.youtube.com/watch?v=kmfROuI7s1o 

13.4.2014

Kári Steinn Karlsson varð í 19. sæti í Rotterdammaraþoni í dag

Kári Steinn Karlsson í ÍR varð í 19. sæti í Rotterdammaraþoninu í dag. Hann hljóp á 2:19.17 klst sem er 2 mín frá hans besta. Þetta er fyrsta maraþonið sem Kári Steinn hleypur eftir Ólympíuleikana í London. Kári Steinn stefnir á að hlaupa næsta maraþon á EM í Zurich í Swiss í sumar. Til hamingju Kári Steinn

12.4.2014

Úrslitakeppni yngri flokka KKÍ

Í dag laugardaginn 12.apríl fer fram úrslitakeppni yngri flokka KKÍ. ÍR á tvö lið meðal keppenda. 
Unglingaflokkur spilar við Njarðvík kl 13:00 í Njarðvík.
9. flokkur spilar kl: 15:00 í Seljaskóla einnig við Njarðvík. 
Mætum öl log styðjum strákana okkar.

10.4.2014

Jón Gísli kominn heim á ný

ÍR-ingurinn Jón Gísli Ström gekk á dögunum til liðs við ÍR á nýjan leik eftir viðkomu í Vestmannaeyjum þar sem hann hugðist speyta sig í efstu deild. Meiðsli settu þó strik í reikninginn og var hann m.a. lánaður aftur í Mjóddina á síðasta tímabili þar sem hann reyndist okkur vel áður en hann snéri aftur til eyja og lék þar 3 leiki í lok tímabils.


Dvölin hjá ÍBV var ekki eins löng og til stóð og hafa þjálfaraskipti eyjamanna líklega eitthvað með það að gera en við spyrjum ekki að því og fögnum endurkomunni innilega. Koma Jóns Gísla styrkir liðið fram á við enn frekar en liðið hefur farið vel af stað í deildarbikarnum og ætlar sér stóra hluti í 2. deildinni í sumar.

Velkominn aftur kæri vinur. 

9.4.2014

Björgvin Rúnarsson verður þjálfari meistaraflokks kvenna hjá ÍR á komandi leiktíð

Í gær klukkan 19:00 var undirritaður samningur á milli Handknattleiksdeildar ÍR og Björgvins Þórs Rúnarssonar sem mun taka við þjálfun meistaraflokks kvenna hjá ÍR á komandi leiktíð. Meistaraflokkur kvenna, sem spilaði undir stjórn Finnboga Grétars Sigurbjörnssonar, landaði bæði deildarmeistaratitli og Íslandsmeistaratitli á nýliðinni leiktíð. Stjórn deildarinnar ákvað á fundi sínum nýverið að meistaraflokkur kvenna myndi leika í úrvalsdeild á komandi hausti. Björgvin Þór hefur þjálfað norska félagið Örsta síðastliðin ár við góðan orðstír. Hann spilaði á árum árum m.a. með Stjörnunni, ÍBV, Víking og Selfossi og það er mikill fengur að fá Björgvin í þjálfarahóp ÍR. Að sama tilefni voru þau Stefán Petersen sem starfað hefur við hlið Finnboga í vetur og Anna Margrét Sigurðardóttir sem leikið hefur með liðinu í vetur kynnt til leiks og munu þau starfa við hlið Björgvins að þjálfun meistaraflokksins. Auk þess að sinna þjálfun meistaraflokks kvenna mun Björgvin koma að starfi yngri flokka hjá félaginu

Stjórn handknattleiksdeildar ÍR

Anna Margrét Sigurðardóttir, Björgvin Rúnarsson og Stefán Petersen eftir undirskrift í gær
6.4.2014

Mfl. kv. ÍR Handbolta Deildar- og Íslandsmeistarar í utand. kvenna 2013-2014

Meistaraflokkur ÍR kvenna í handknattleik sýndi það og sannaði í gær hverjar eru bestar. Heimaleikjaráð, stjórn og aðrir aðstandendur deildarinnar óskar ykkur innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn !!!  Það er okkur sannur heiður og ánægja að fá að taka þátt í þessari flottu helgi sem endaði á besta veg sem við gátum hugsað okkur.

Mfl. kv. ÍR Deildar- og Íslandsmeistarar 
6.4.2014

ÍRingarnir Guðný Gunnarsdóttir og Magnús Magnússon eru AMF meistarar í keilu 2014

AMF_2013_2014_Gudny_MagnusQubicaAMFGuðný Gunnarsdóttir ÍR og Magnús Magnússon ÍR áunnu sér í dag rétt til þátttöku á 50. QubicaAMF Bowling World Cup heimsbikarmóti einstaklinga í keilu sem fer fram í haust. Sjá nánar um Qubica AMF Bowling World Cup mótið á heimasíðu QubicaAMF

6.4.2014

Hilmar Örn með gríðarlega bætingu í sleggjukasti

DSC_1222Á Coca Cola móti FH á Kaplakrikavelli í dag náðist frábær árangur. Hilmar Örn Jónsson sýndi mikið öryggi með karlasleggjunni og kastaði lengst 67,34 m. Hann átti best frá í fyrra 60,98 m.

Vigdís Jónsdóttir FH setti nýtt glæsilegt Íslandsmet með kvenna sleggjunni, kastaði 55,23 m. Íslandsmetið var áður í eigu Söndru Pétursdóttir ÍR og var 54,19m.