hertz-hvitur_grunnur

jako

Fréttir
26.4.2016 johannagust

Frá úrslitakeppni í keilu 2016

Deildarbikar 2014 IR-PLSÚrslitakeppnin í keilu er farin af stað. Í 1. deild kvenna er umspil um sæti þannig að það lið sem varð í næst neðsta sæti ÍR BK keppir við það lið sem varð í 2. sæti í 2. deild en það er lið ÍA. Spilaðir eru tveir leikir, heima og að heima. Þar sem ÍR BK var í 1. deil hófst leikurinn á þeirra heimavelli þ.e. í Egilshöll. Leikar fóru þannig að ÍR stúlkur unnu leikinn 9 - 5 og spiluðu samtals 1.470 gegn 1.420 eða 163,33 í meðaltal. Annaðkvöld fer svo síðari leikurinn fram upp á Skaga og hefst hann kl. 19:00

Hjá körlum var spilað í undanúrslitum 1. deildar. Þar áttust við....

24.4.2016 Fríða Rún Þórðardóttir

Kári Steinn Karlsson og Arnar Pétursson áttu ekki nógu góðan dag í Dusseldorf

Kári Steinn Karlsson og Arnar Pétursson náðu ekki að fylgja eftir mjög góðri byrjun í heilumaraþoni í morgun í Dusseldorf. Kári Steinn lauk hlaupinu á 2:24 klst en Arnar varð að hætta.

23.4.2016 Fríða Rún Þórðardóttir

Kári Steinn Karlsson og Arnar Pétursson í ÍR keppa í Dusseldorf

ÍR-ingarnir og félagarnir Kári Steinn Karlsson og Arnar Pétursson keppa í heilu maraþoni í Dusseldorf sunnudaginn 24. apríl. Kári Steinn, ræðst þar ekki á vegginn þar sem hann er lægstur en hann stefnir á að hlaupa undir Ólympíulágmarkinu sem er 2:19 klst. Kári Steinn á best 2:17,12 klst síðan í Berlín árið 2011 en síðan þá hefur hann hlaupið á 2:18,52 klst og 2:21 klst fyrir ári síðan. Arnar stefnir á að bæta sinn besta tíma sem er 2:31.23 klst síðan árið 2014 í Reykjavíkur Maraþoni.

Fylgst verður með gangi mála hjá þeim Arnari og Kára Steini, við vonum að þeir eigi gott hlaup og að aðstæður verði góðar. Gangi ykkur vel.

21.4.2016 Inga Dís Karlsdóttir

Úrslit í 101. Víðavangshlaupi ÍR

IMG_3206Í dag sumardaginn fyrsta fór Víðvangshlaup ÍR fram í miðbæ Reykjavíkur og gafst þá tækifæri til þess að spretta úr spori á einstakri hlaupaleið sem hæfir ungum sem öldnum, skemmtiskokkurum sem og keppnishlaupurum. Hlaupið var annað fjölmennasta Víðavangshlaup ÍR frá upphafi en 699 hlauparar luku hlaupi, en 740  voru skráðir til leiks. Hlaupið er 5 km langt og fór fram í miðbæ Reykjavíkur þar sem meðal annars var hlaupið upp Hverfisgötuna og niður Laugaveginn...

21.4.2016 Fríða Rún Þórðardóttir

Hlynur Andrésson ÍR með annan besta árangur Íslendings í 10.000m hlaupi

Hlynur keppti í 10.000m hlaupi á Mt. Sac relays í Kaliforníu fyrir háskólalið sitt og varð í 15. sæti af 28 keppendum í sínu hlaupi en í 23. sæti af 63 keppendum en hlaupnir voru 2 riðlar. Hlynur hljóp á feykigóðum tíma 29:36,71 mín sem er bæting um 2 sekúndur og nú er hann aðeins 8 sek frá Íslandmeti Kára Steins Karlssonar ÍR. Úrslit www.mtsacrelays.com/results16.htm

Óskum Hlyni til hamingju með árangurinn.

20.4.2016 johannagust

ÍR KLS og ÍR TT bikarmeistarar í keilu 2016

ÍR KLS og ÍR TT bikarmeistarar í keilu 2016ÍR liðin KLS og TT urðu í gærkvöldi bikarmeistarar karla- og kvennaliða í keilu en þá fór fram úrslitakeppnin í Keiluhöllinni Egilshöll. ÍR KLS vann ÍR PLS í bráðabana en jafnt var eftir 4 leiki hjá þeim. Hjá konum fór það þannig að ÍR TT bar sigurorð af ÍR Buff í þrem leikjum 3 – 0. ÍR KLS er nokkuð sigursælt í bikarkeppninni en alls hafa þeir unnið bikartitilinn 11 sinnum síðan 1987 en ÍR TT vann síðast bikarinn árið 2012 og alls er þetta í þriðja sinn sem þær hafa unnið hann.

 

19.4.2016 Þráinn Hafsteinsson

Ingigerður fyrsta konan í formannsembætti ÍR í 109 ár

ingaÁ aðalfundi Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR) sem haldinn var í gærkvöld var Ingigerður Guðmundsdóttir kjörin nýr formaður félagsins. Hún er fyrsta konan í 109 ára sögu þessa merka íþróttafélags sem kosin er í embættið. Meðal fyrrverandi formanna ÍR eru Benedikt Waage seinna forseti ÍSÍ og eini Íslendingurinn sem setið hefur í Alþjóða Ólympíunefndinni, Albert Guðmundsson fyrrverandi knattspyrnuhetja og ráðherra, Jón Halldórsson fyrsti keppandi Íslands í frjálsíþróttum á Ólympíuleikum og langahlaupararnir og ólympíufararnir Jón Kaldal og Ágúst Ásgeirsson. Ingigerður hefur starfað af krafti innan félagsins í rúm tuttugu ár og setið í aðalstjórn þess s.l. þrjú ár. Hún er 28. formaður ÍR og með henni í stjórn sitja nú Reynir Leví, Guðrún Brynjólfsdóttir, Magnús Valdimarsson og Sigurður Albert Ármannsson. Um leið og ÍR-ingar óska Ingigerðir til hamingju með kjörið, vænta þeir mikils af störfum hennar og stjórnarinnar sem hún leiðir á komandi starfsári.

18.4.2016 johannagust

ÍR Íslandsmeistarar unglingaliða í keilu 2016

Lið ÍR1: Elva Rós, Ágúst Ingi, Stefán þjálfari, Steindór og ErlingurÍ gær fóru fram úrslit á Íslandsmóti unglinga. Í úrslitum þurfti að vinna 2 leiki í bæði undanúrslitum og úrslitum til að hampa titlinum, sé leikur jafn í lokin er spilað svokallað Roll Off þar sem hver liðsmaður fær eitt skot og telja pinnarnir sem falla.

Lið ÍR 1 var skipað; Elva Rós Hannesdóttir, Ágúst Ingi Stefánsson, Steindór Máni Björnsson og Erlingur Sigvaldason. Þjálfari er Stefán Claessen.

16.4.2016 Árni Birgisson

Lengjubikarinn í knattspyrnu í dag kl 14.00

Meistaraflokkur karla mætir KFS í dag á Hertzvellinum (gervigrasinu). ÍR eru efstir í sínum riðli og ræður þessi leikur úrslitum hvort strákarnir komist í úrslit eða ekki. Allir á völlinn.