n1_logo_grunni

hertz-hvitur_grunnur

jako
Fréttir
26.9.2014

Handboltaveisla laugardaginn 27. september

Það verður sannkölluð handboltaveisla í Austurbergi laugardaginn 27. september. Fyrst taka stelpurnar á móti Stjörnuna kl. 13:30 og kl. 15:30 etja strákarnir kappi við FRAM.

OlisdeildinHandboltIR-STJARNAN_KVK OlisdeildinHandbolti_IR_FRAM

18.9.2014

ÍR-KLS og ÍR-Buff meistarar meistaranna 2014 í keilu

ÍR-KLS og ÍR-Buff meistarar meistaranna 2014 í keiluÍ gær, miðvikudaginn 17. september, fór fram Meistarakeppni KLÍ 2014 en keppt var í Keiluhöllinni Egilshöll. Þar áttust við Íslandsmeistarar 2014 í bæði karla og kvennaflokki ásamt bikarmeisturunum 2014.

17.9.2014

Leikur og lokahóf á laugardaginn kemur

Á laugardaginn leika strákarnir sinn síðasta leik í sumar þegar þeir mæta Dalvíkingum í Mjóddinni kl. 14:00. Þó möguleikinn um að komast í 1. deild að ári sé úr sögunni á liðið enn möguleika á að bæta árangur sinn frá því í fyrra og tryggja sér 3. sæti deildarinnar með sigri.

Súpufundurinn með Addó verður á sínum stað eins og í allt sumar og byrjar kl. 13.

Lokahóf knattspyrnudeildar fer svo fram um kvöldið þar sem flokkarnir skála fyrir lokum þessa tímabils og bjóða ykkur að slást í hópinn eftir kl. 22:00 en þá verður húsið opið öllu góðu fólki.

Vonumst til að sjá ykkur öll, áfram ÍR!

15.9.2014

OLÍS DEILDIN

Olisdeildin_IR_VALUR

2.9.2014

Langar þig að hlaupa? Reimdu á þig skóna og vertu með !!

DSC_0436ÍR skokk stendur fyrir 12 vikna byrjendanámskeiði sem hefst 16. september. Námskeiðið er ætlað þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í hlaupum og hafa engann eða lítinn bakgrunn. Í lok námskeiðs ættu flestir að geta hlaupið 5-8 km samfellt. Þátttakendur fá æfingaráætlanir í samræmi við getu hvers og eins og leiðbeiningar um hlaupabúnað, næringu og lífstílsbreytingar.

1.9.2014

ÍR-æfingar haustannar hefjast 1. september

IR_logoÆfingar í barna- og unglingaflokkum hefjast 1. september hjá þeim deildum ÍR sem hafa sett  inn æfingartöflur sínar undir ,,Æfingatöflur og gjöld“ hér hægra megin á síðunni nema hjá 
knattspyrnudeild. Æfingar hefjast 2. september hjá knattspyrnudeild.

Akstur Breiðholtsstrætó og starfsemi frístundaheimilis í Undirheimum(Austurbergi) í tengslum við ÍR-unga verkefnið hefst einnig 1. september. Sjá nánar undir hnappnum Breiðholtsstrætó hér á síðunni. 

Í undantekningatilfellum hefjast æfingar seinna.
Kynningarfundur fyrir byrjendur í skokki verður haldinn 10. september kl. 18:30 í ÍR heimilinu og æfingar hefjast að honum loknum.
Kvennaleikfimi hefst 8. september.

28.8.2014

Aníta í öðru sæti í Zurich

Anita+Hinriksdottir+22nd+European+Athletics+70O5F8e4KoPl

Aníta Hinriksdóttir keppti á Demantamótinu í Zurich í 800 m hlaupi í dag. Hlaupið var í flokki greina sem nefnast Young Diomond Challenge. Aníta var önnur eftir mikla keppni á sínum besta tíma í ár, 2:01:23 sem er mjög nálægt hennar besta. Með þessum árangri fer hún úr 91. fyrsta heimslistans í það 53. Dagurinn var góður fyrir fleiri ÍR-inga því Sæmundur Ólafsson æfingafélagi Anítu hljóp 1500 m í fyrsta sinn undir 4 mínútur á Reykjavíkurmótinu á Laugardalsvelli og er þá einn 45 Íslendinga sem náð hafa þeim árangri. 

27.8.2014

Leikur gegn Reyni S á fimmtudagskvöld

Reynir frá Sandgerði kemur í heimsókn í Mjóddina annað kvöld, fimmtudagskvöld kl. 18:30. Strákarnir eygja enn von um að spila í 1.deild að ári og mikilvægt að ná þremur stigum úr leiknum.

Súpufundurinn með Addó fer fram eins og venjulega klukkutíma fyrir leik, 17:30 mun það vera í þetta skiptið.

Við hvetjum alla til að leggja leið sína á völlinn og styðja strákana til sigurs. Áfram ÍR!