n1_logo_grunni

hertz-hvitur_grunnur

jako
Fréttir
17.10.2014

Evrópumót einstaklinga í keilu stendur nú yfir í Egilshöll.

Íslandsmeistarar 2014 - ÍR-ingarnir Magnús Magnússon og Ástrós PétursdóttirVikuna 13. til 19. október næstkomandi verður Evrópumót einstaklinga í keilu 2014 haldið í Keiluhöllinn Egilshöll. Keilusamband Íslands sér um framkvæmd mótsins í samvinnu við Evrópusamband keilunnar ETBF. Íslendingar eiga tvo fulltrúa á mótinu en það eru ÍR-ingarnir Magnús Magnússon og Ástrós Pétursdóttir en þau eru Íslandsmeistarar einstaklinga 2014.

16.10.2014

Æfingar í vetrarfríi grunnskólanna

IR_logoFrístundaheimilið í Undirheimum/ Austurbergi verður lokað í vetrarfríi grunnskólanna 17.-21. október.  

Breiðholtsstrætó gengur ekki heldur þessa daga.

Deildir félagsins og þjálfarar hvers flokks tilkynna hvort æfingar falla niður eða ekki meðan á vetrarfríinu stendur. 

11.10.2014

Reykjavíkurslagur ÍR gegn KR 16.okt

Fyrsti heimaleikur tímabilsins verður í Hertz-Hellinum fimmtudaginn 16. Okt. kl. 19:15 á móti KR.

ÍR liðið er skipað mörgum ungum leikmönnum ásamt því að nýr þjálfari, Bjarni Magnússon tók við liðinu í sumar. 
Láttu sjá þig á fyrsta heimaleik tímabilsins.

irkr

10.10.2014

ÍR - UMFA stórkostleg skemmtun.

Hrikalega skemmtileg stemning í troðfullu húsinu enda var eins og að þetta væri leikur í úrslitakeppni.    Lokamínúrnar voru hreint ótrúlega spennandi þar sem allt ætlaði að verða vitlaust enda áhorfendur og stuðningsmenn beggja liða vel með á nótunum og settu sterkan svip á leikinn.   

„Ég horfði upp í stúku þarna í seinni hálfleik og hún var troðin. Ég held að þetta hafi verið fleiri en í úrslitakeppninni fyrir tveimur árum gegn Haukum.  Þetta var stórkostleg skemmtun og leikurinn mjög góður.“ sagði Björgvin Hólmgeirsson markahæsti leikmaður ÍR nokkuð léttur í bragði þrátt fyrir tapið.

Við vorum með beina útsendingu úr Austurbergi þar sem 120 gestir bættust við þann fjölda sem fyrir var í húsinui.   Video komið á livestream rás okkar fyrir þá sem misstu af þessari skemmtun.    

7.10.2014

Toppslagur í Olisdeild karla í handbolta ÍR-UMFA

Það er nokkuð ljóst að áhorfendur sem mæta í austurbergið fá mikið fyrir peningana og sannaðist það best í leik ÍR og Hauka sem var háspenna lífshætta! Næstir koma taplausir Aftureldinga strákar og þar mætast einu taplausu liðin í deildinni. Nú er um að gera að fjölmenna á leikinn á fimmtudaginn og hjálpa strákunum að velta Aftureldingu úr toppsætinu!  

Áfram ÍR!

IR - UMFA

5.10.2014

3ja landa maraþon við Bodensee

bodenseeÍR skokkarar fjölmenntu til Bodensee og tóku þátt í maraþoni, hálfmaraþoni, 10 km og göngu.  Aðstæður reyndust sumum erfiðum en heitt var í veðri en hlauparar höfðu orð á því að þetta væri ein fallegasta hlaupaleið sem þeir höfðu hlaupið maraþon í.

Sex ÍR skokkarar tóku þátt í heilu maraþoni og þar náði bestum árangri Sigrún Kristín Barkardóttir sem lauk hlaupi á 3:27:18.  Sigrún Kristín var fyrst í aldursflokki (12. í heildina) og bætti auk þess fyrri tíma um tæpar 3 mínútur. Fyrstur ÍR skokkara var þó Sigurjón Sigurbjörnsson á tímanum 03:17:35. Tíu ÍR skokkarar voru skráðir í hálft maraþon og lauk Helgi Kárason fyrstur ÍR skokkara við hlaupið á tímunum 01:40:21.  Sex ÍR skokkarar voru skráðir í ”fjórðungsmaraþon” og þar var Katrín Þórarinsdóttir fyrst ÍR skokkara á tímanum  01:03:51. Einn ÍR skokkari var skráð í 11 km göngu.

Árangur í heilu og hálfu maraþoni við Bodensee er undir meira.

3.10.2014

Olísdeild karla í handbolta ÍR-Haukar

Á mánudaginn koma Haukar í heimsókn og nokkuð ljóst að hart verður barist. Strákarnir hafa farið vel af stað og eru taplausir í Olisdeildinni og ætla svo sannarlega að vera það áfram, því er mikilvægt að mæta og hvetja strákana áfram. 

Fyllum Austurbergið á mánudaginn og sýnum Haukunum um hvað Breiðholtið snýst

Koma svo! Áfram ÍR

OlisdeildinHandbolti_IR_HAUKAR

1.10.2014

5. Bronsleikar ÍR á laugardaginn

DSC_2646Bronsleikar ÍR verða haldnir í 5. sinn á laugardaginn. Mótið er haldið til heiðurs Völu Flosadóttur sem vann til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000.

Mótið er fjölþrautamót fyrir krakka á aldrinum 5 til 10 ára. Keppt er í tveimur aldursflokkum. Börn á aldrinum 8 ára og yngri glíma við 7 þrautir þar sem þau taka meðal annars þátt í ævintýraboðhlaupi, keðjulangstökki og boltahittni. Eldri hópurinn, 9-10 ára börn fara í gegnum 8 þrautir en þau fara meðal annars í hindrunarhlaup, stangarlangstökk, grindaboðhlaup og kúluvarp. Á Bronsleikum íR fá allir að gera jafnt og allir fá þátttökuverðlaun að lokum. Þetta er stórskemmtilegt mót fyrir alla krakka þar sem áhorfendur geta fylgt liði barnsins allan hringinn og fylgst náið með. 

Hér má fá nánari upplýsingar um móti og myndir af liðnum Bronsleikum er að finna í myndasafninu hér á síðunni.  

Hlökkum til að sjá ykkur í Laugardalshöll á laugardaginn á Bronsleikum ÍR

26.9.2014

Handboltaveisla laugardaginn 27. september

Það verður sannkölluð handboltaveisla í Austurbergi laugardaginn 27. september. Fyrst taka stelpurnar á móti Stjörnuna kl. 13:30 og kl. 15:30 etja strákarnir kappi við FRAM.

OlisdeildinHandboltIR-STJARNAN_KVK OlisdeildinHandbolti_IR_FRAM