n1_logo_grunni

hertz-hvitur_grunnur

jako

Fréttir
31.8.2015 Helgi Björnsson

Upphaf æfinga á haustönn hjá ÍR

Æfingar hefjast samkvæmt haustdagskrá sem hér segir:

Fimleikar: 31. ágúst
Fótbolti: 3. september
Frjálsar: 3. september
Dans: 19. september
Handbolti: 1. september
Júdó: 31. ágúst
Keila: 31. ágúst
Körfubolti: 31. ágúst
Skíði: 31. ágúst            
TaeKwonDo: 24. ágúst

Íþróttaskóli 2-5 ára: 1. september
Byrjendaskokk: 10. september
Skokkhópur: 31. ágúst
Kvennaleikfimi: 7. september

Upplýsingar um æfingatíma og æfingagjöld eru undir hnappnum ,,Æfingtöflur og gjöld“ hægra meginn á síðunni.  Nánari upplýsingar hjá starfsfólki ÍR í síma 587-7080     

30.8.2015 Fríða Rún Þórðardóttir

Norðurlandameistaramót unglinga, Tristan Freyr Jónsson ÍR í 2. og 3. sæti

Norðurlandameistaramót ungmenna 19 ára og yngri heldur áfram í Finnlandi og virðist vera minna rok en var í gær.

Tristan Freyr Jónsson byrjaði daginn á því að verða í 3. sæti í 110 m grindahlaupi. Hann hljóp á 14.47 sek og var 6/100 s á eftir þeim sem varð í 2. sæti. Vindurinn var aðeins rétt yfir löglegum mörkum eða +2.1 m/s (má vera 2m/s). Tristan á best 14.26 sek. Í 200m gerði hann enn betur og varð í 2. sæti, á tímanum 21.60 sek en hlaupið vannst á 21.51 sek, það var því hart barist. Vindurinn var +2.0 m/s og því löglegur. Tristan átti best 21.99 sek innahúss og 22.13 sek utanhúss og því var um stórbætingu að ræða. Þetta er annar besti árangur íslensk karls utanhúss á árinu og 12. besti árangur Íslendings í 200m frá upphafi. Til hamingju Tristan.

Andrea Kolbeinsdóttir varð í 7. sæti í 3000m hindrunarhlaupi á tímanum 11:21.04 mín, hún var nokkuð frá sínu besta en hennar besti tími hefði gefði henni 4. sætið.

29.8.2015 Fríða Rún Þórðardóttir

Norðurlandamót 19 ára og yngri, fyrri keppnisdegi lokið

Norðurlandameistaramót Ungmenna 19 ára og yngri fer nú fram í Espoo í Finnlandi. ÍR á þar þrjá keppendur sem allir kepptu í dag en það virðist heldur vindasamt á mótinu amk ef mið er tekið af langstökkinu en þar var vindurinn á bilinu 3-4m/s.

28.8.2015 Helgi Björnsson

Þrír ÍR ingar á NM u20

DSC_6348Þrír ÍR ingar héldu í morgun til Finnlands ásamt 5 örðrum íþróttamönnum sem skipa íslenska landsliðshópinn á Norðurlandamóti 19 ára og yngri. Þetta eru þau Andrea Kolbeinsdóttir, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Tristan Freyr Jónsson. Mótið fer fram í Espoo og hefst keppnin á morgun kl. 10:00.

Við óskum þeim góðs gengis en úrslit má finna á heimasíðu mótsins en einnig munum við fylgjast með gangi mála um helgina.

26.8.2015 Fríða Rún Þórðardóttir

Aníta Hinriksdóttir ÍR með gott hlaup og ársbesta á HM í Peking

Aníta Hinriksdóttir ÍR hljóp í nótt stórgott 800m hlaup í undanrásum 800m hlaupsins á HM í Peking. Hún var nokkuð aftarlega í hópnum þar til um 200m voru eftir, átti góðan endasprett og endaði á tímanum 2:01.01 mín sem er hennar ársbesti árangur og annar besti utanhúss á ferlinum. Rétt er að geta þess að með þennan tíma er hún aðeins 1/100 frá lágmarki á Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. Aníta varð 5. í sínum riðli og komst ekki áfram í undanúrslit en sú sem var næst á undan Anítu í mark í þeim riðli og hljóp 2:00,72 mín varð síðust inn af þeim 6 sem komust áfram á tíma. Tími Anítu gaf henni 20. besta árangurinn í ríðlakeppninni af 45 stúlkum. Frábær árangur hjá Anítu til hamingju.

25.8.2015 Margrét Héðinsdóttir

Aníta keppir í undanrásum á HM í nótt

DSC_0667Aníta Hinriksdóttir ÍR hefur keppni á HM í Peking í fyrramálið og er áætlað að hún hlaupi kl. 11:05 að staðartíma, en þá er enn nótt á Íslandi (800m hefjast kl. 02:25 riðill Anítu um 30 mín. síðar). Alls eru keppendur 48 talsins og hlaupa þeir í 6 riðlum sem voru fyrst birtir í morgun og hleypur Aníta í síðasta riðlinum. Helmingur keppenda kemst áfram úr riðlakeppninni en þrjár fyrstu í hverjum riðli eru öruggar áfram og síðan 6 hröðustu hlaupararnir til viðbótar. Undanúrslitin fara fram að kvöldi næsta dags sem er á hádegi að íslenskum tíma.

24.8.2015 Bergþóra Eiðsdóttir

Skráning hafin fyrir haustönn hjá ÍR

Fjölbreytt vetrarstarf ÍR hefst hjá flestum deildum félagsins mánudaginn 31. ágúst.
 
Æfingatöflur og æfingagjöld deildanna eru undir hnappnum ,,Æfingatöflur og gjöld“ hér á forsíðunni.  Skráningar eru gerðar undir hnappnum ,,Skráning iðkenda“ einnig á forsíðunni.

Æfingatöflur með upplýsingum um æfingagjöld fyrir knattspyrnu, körfuknattleik verða settar inn um leið og vinna við þær klárast. 

Skráning er hafin í allar aðrar greinar sem stundaðar eru hjá ÍR en þær eru: dans, fimleikar, frjálsar, handknattleikur, júdó, keila, taekwondo og skíði.

Skráning í íþróttaverkefnið ÍR-ungra (1.-2. bekk) er hafin.  Í því býðst börnum í 1.-2. bekk að stunda sex mismunandi íþróttagreinar fyrir eitt æfingagjald.  Æfingatafla ÍR-unga verður tilbúin um leið æfingatöflur í knattspyrnu og körfuknattleik liggja fyrir.      

24.8.2015 Fríða Rún Þórðardóttir

ÍR-ingar bikarmeistarar 15 ára og yngri

Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri fór fram á Laugum 23. ágúst. ÍR sendi A lið í piltaflokki og A og B lið í stúlknaflokki. A lið ÍR og HSK Selfoss hlutu janfmörg stig í keppninni 122,5 en þar sem lið ÍR var með fleiri sigra í keppninni er lið ÍR Bikarmeistari 15 ára og yngri.  Lið UFA/UMSE varð í 3. sæti með 122 stig. Þetta var sem sagt hörku spennandi og jöfn keppni þar sem aðeins hálft stig skilur að liðin í 1 og 3ja sæti. B-liðið hafnaði í 7. sæti með 36 stig en rétt er að taka fram að þar var aðeins stúlknalið.  Í stúlknaflokki sigraði A lið ÍR með 69,5 stig og piltarnir urðu í 4. sæti með 53 stig, aðeins einu stigi á eftir heimamönnum í HSÞ.

23.8.2015 Margrét Héðinsdóttir

NM ugnmenna 19 ára og yngri

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur valið 9 keppendur til keppni á Norðurlandameistaramóti ungmenna 19 ára og yngri sem fram fer í Espoo í Finnlandi 29. - 30. ágúst nk. Þrír ÍR-ingar eru meðal þeirra sem skipa íslenska liðið en auk þeirra var Aníta Hinriksdóttir valin í 800m og 1500m en hún varð að afþakka boðið þar sem hún verður stödd á HM í Kína. Aðrir ÍR-ingar sem valdir eru til keppni. Andrea Kolbeinsdóttir, 3000m og 2000m hindrunarhlaup Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, 400m grindahlaup Tristan Freyr Jónsson, langstökk, 100m, 200m, 110m grindahlaup